Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 98
Múlaþing
hefur komið tengt Framsóknarflokknum
í hugum fólks sem rétt var. Þetta setti sitt
mark á auglýsingaöflunina og afkomuna.
Hins vegar varð ég þess rækilega var þegar
blaðið var lagt niður að fólk sá eftir þessum
miðli og var það ekki bundið við stjóm-
málaskoðanir.46
Utgáfu Austurlands hætt
Austurland hélt áfram útgáfu út árið 2000.
En þann 25. janúar 2001 birtist tilkynning á
forsíðu þar sem boðað er hlé á útgáfu blaðs-
ins. Lesendur og auglýsendur voru beðnir
velvirðingar á þessu hléi en boðað er að
það verði notað „til að skapa forsendur fyrir
öflugu framtíðarblaði.“47 Með þessu þriðja
tölublaði ársins 2001 lauk útgáfu Austurlands
sem vikublaðs, þó þrjú tölublöð ættu eftir
að líta dagsins ljós áður en útgáfu blaðsins
var endanlega hætt. Henni lauk með 50 ára
afmælisútgáfu þann 31. ágúst 2001.
Þann 1. maí kom út fjórða tölubla dAustur-
lands árið 2001 og var það að mestu helgað
baráttudegi verkalýðsins. I því blaði var þó
einnig að fmna grein þar sem skýrt var frá
undirbúningsvinnu við stofnsetningu væntan-
legs íjórðungsblað. Þar er sagt frá því að
stofnað hafi verið félag sem nefnist Arblik
um eigur Austurlands. Það félag leggi eignir
fram sem hlutafé í væntanlegt útgáfufélag,
en þar var um að ræða húsnæði, búnað og
áskrifendalista. Arblik hafði einnig fengið
almannatengsla- og útgáfufélagið Athygli í
Reykjavík til liðs við væntanlegt útgáfufélag.
Greininni lauk á hvatningu til Austfirðinga
um að fylkja sér að baki nýja útgáfufélaginu,
m.a. með því að fyrirtæki og einstaklingar
leggi fram hlutafé. „Það er afar brýnt íýrir
Austfírðinga að eiga málgagn og fréttablað
þar sem tekið er á málum út frá austfirskum
46 Spurningakönnun. Svar Jóns Kristjánssonar, 26. september 2013.
47 [Ritstjóm] „Utgáfuhlé“, Austurland, 3. tbl., 51. árg. (25. janúar
2001), s. 1.
sjónarmiðum.“48 Á forsíðu sjómannadags-
blaðs Austurlands sem kom út 7. júní 2001 er
áréttað að undirbúningur nýs fjórðungsblaðs
sé í fullum gangi. Sérstaklega er tilgreint að
nýja félaginu sé ætlað víðtækara hlutverk í
útgáfu en það eitt að gefa út svæðisblað.49
Tengslin milli Austurgluggans og forvera
hans, Austra og Austurlands, eru greinileg.
Starfsmenn Austurghiggans, sem tjáðu sig um
upphaf útgáfu blaðsins í svörum við spuminga-
könnuninni, eru samdóma um að megin-
hvatinn hafi verið sú skoðun að Ijórðungurinn
þyrfti að hafa málgagn og birtingarmynd í
samfélaginu. Hálfrar aldar samfelld útgáfa
svæðisblaða á Austurlandi hafði rofnað og
við það myndaðist tómarúm sem þörf var
talin að fylla.
Lokaorð
Saga Austra og Austurlands síðustu tvo ára-
tugi útgáfu blaðanna sýnir að aðgreining blaða
í flokksmálgögn og óháð fréttablöð er ekki
eins skýr og oft var af látið. Þá breytingu sem
gerð var á rekstri blaðanna á 9. áratugnum,
þegar þeim var breytt í fyrirtæki í stað þess
að byggja að miklu leyti á sjálfboðavinnu,
má líta á sem viðbrögð við breytingum sem
þá áttu sér stað í íslenskri fjölmiðlun. Sá
andróður sem þá var gegn flokksmálgögnum
hafði m.a. hugarfarsleg áhrif sem sköpuðu
og viðhéldu tortryggni gagnvart flokks-
málgögnum almennt, hvort sem þau voru
gefín út á landsvísu eða svæðisbundið. Til-
bmbix Austra ogAusturlands til að breytast í
fjórðungsblöð sem einbeittu sér að hlutlægum
og ópólitískum fréttaflutningi báru ákveðinn
árangur og áttu sinn þátt í að blöðin lifðu allt
48 [Ritstjóm] „Nýtt blað í burðarliðnum. Unnið að stofnun óháðs
austfirsks fréttablaðs“, Austurland, 4. tbl., 51. árg. (1. maí 2001),
s. 5.
49 [Ritstjóm] „Nýtt, óháð austfirskt fréttablað“, Austurland, 5. tbl.,
51. árg. (7. júní 2001), s. 1.
96