Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 108
Múlaþing
Gagnfrœðaskólinn á Akureyri. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
en þegjum um hitt sem betur fer. Síst skyldi ég
þó neita því að enn í dag er veröldin leikvöllur
heimsku og harms eins og á dögum Kristjáns
Fjallaskálds.
Og nú höldum við heim að fæðingarbæ
skáldsins, er átti aldarafmæli 21. júní s.l.
og fæddur var að Krossdal í Kelduhverfi.
Samþykkt var einu hljóði að bíllinn nemi
staðar við bæinn. Reyndar var nú komið þarna
eitt af mörgum reisulegum húsum í sveitinni,
en gamlar þústir töluðu sínu máli um hvar
skáldið muni hafa fyrst litið dagsins ljós.
Enginn skilur hjartað, að mér skyldi koma
í hug sú fásinna að langa til að halda þama
ræðu um Kristján úr langferðabíl, er þurfti að
ná háttum á Eskifirði samdægurs frá Akureyri.
En skynsemin sem eigi skilur hjartað lét sér
nægja að við hrópuðum aðeins ferfalt húrra
fyrir skáldinu.
Ekið úr Kelduhverfi yfir Hólsfjöllin
Svo kveðjum við Kelduhverfið og Kristján
og höldum upp á Fjöll. Nú langar mann
til að sjá a.m.k. móðuna er stígur upp frá
Dettifossi, en ég segi ekki frá því. Nú vil ég
sjá Hólsijöllin, ég tel þau með Austurlandi.
Er nú að rætast sú langþráða ósk að snerta
austfirska mold. Nú ólga og byltast í huga
mér margar undarlegar hugsanir. Ég ætla að
stöðva bílinn og fleygja mér flötum til jarðar
og kyssa land feðra minna. Nú sjást nokkrir
fjallabæir. A Grímsstöðum sýndi Austurland
mér fyrstu vinarhótin. Fleimilisfólkið þekkti
mig reyndar. Fjallamenn versluðu áður á
Vopnafirði, komu með stórar lestir og voru
vinir okkar Vopnfirðinganna. Þeir voru
höfðingjar og eru það enn. Þeir halda uppi
hinni afskekktu byggð með heiðri og sóma.
Nú eru niðurlagðar lestarferðimar löngu, nú
finnst þeim létt að lifa. Óvíða á íslandi koma
fleiri gestir en í Grímsstaði og Möðmdal
síðan bílferðirnar hófust þar um. Líklega er
hvergi á íslandi betra að lifa og starfa en á
Hólsfjöllunum. Nú þykir mér verst hve lítt
er staðið við í Mörðudal. Nú er spennandi
að aka yfir Möðrudalsfjallgarðinn. Hér skín
eyðidýrð heiðavíðáttunnar í öllum sínum
mikilfengleik. Bíllinn brunar með geysihraða
eftir Heljardal. Hér hafa á umliðnum öldum
æðimargir orðið til og héðan sent í himininn
upp sitt hinsta bænar andvarp um náð og
líkn. Hér hefur ísköld öræfaauðnin sungið
yfir örþrota pílagrími sitt einstæða kall hásri
íslenskri röddu - requiem.
106