Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 110
Múlaþing
andi víðsýnis og bróðurlegs skilnings á hjörtu
og hugð náunga vors samferðamanns.
Kominn til Egilsstaða
Nú er ég staddur á skógi girtum Egilsstöðum
í hjarta hins stórskoma og svipfagra Fljóts-
dalshéraðs. Hinn margvísi guð mildur og
ríklátur var mikils hugar daginn þann, er hann
gjörði hér hinn dýpsta straum, hin stærstu
fell, hina fegurstu skaga og feitustu mýrar,
hérað hinna stórvöxnu býla, svipúðgu bænda
og blíðfaðma freyja. Þótt jafnan sé vitnað
í hina dásemdarfögru staði, Hallormsstað,
Egilsstaði og Eiða og þeir era vissulega
suðræn sýn hér uppi á vora kalda landi, þá
verður Fljótsdalshérað þó fyrst og að fullu
metið við yfirsýn hinna mörgu myndarbæja
og unaðsstaða.
Nú get ég ekki eytt tímanum í það til-
heyrendur mínir að fara með ykkur bæ frá
bæ eða sveit úr sveit svo víða fór ég um svo
margt vildi ég sjá en sá þó ekki nema brot að
því sem ég vildi. Það hefði ekki veitt af öllu
sumrinu í fullnægjandi ferðalag. Og nákvæm
ferðalýsing er í þessu tilliti óþörf. Fyrir mig
var Austurland eitt heimili, sama hvar ég kom
alls staðar mætti ég svo frábærri gestrisni,
vinhlýju, hjálpsemi og góðhuga, að mér verður
það ætíð ógleymanlegt. Jók mjög á, að auk
bræðra minna í Hofteigi, Hrafnabjörgum
og Hrappsstöðum, á ég svo mikinn fjölda
skyldmenna í öllum sveitum Múlasýslna. En
Austfirðingar era frændræknir og skrifaði
sr. Einar Jónsson mikið rit um ættir þeirra.
Undanfarið hefi ég haft undir höndum safn af
ættarfróðleik úr fóram föður míns, en afhenti
nú það Gísla í Skógargerði sem er að beita
sér fyrir riti um Sandfellsættina, sem Gunnar
Gunnarsson hyggst rita.
Þess vegna langaði mig einmitt til að
heimsækja frænda minn á Skriðuklaustri
og sjá hin veglegu húsakynni hans. Ég barst
upp Fellin á örmum frábærrar gestrisni í byr
frændseminnar við fólk þar á ljölda bæja.
Ég hitti svo Fellamenn í einum hópi við
Rauðalæk, vora þeir að kjósa í hreppsnefnd.
Það var friðarkosning fúllrar eindrægni, sem
vera ber. Þama messaði ég við fjölmenni, kom
á nokkur myndarheimili og undraðist, sem
ég hefði þó ekki átt að gera það er sjálfgefíð,
hvílík háttsemi, menning og útbúnaður
var á heimilunum og hve ræktun og aðrar
framkvæmdir voru augljósar hið ytra. Hún
er líka góð aðstaða þess manns er lengi hefúr
verið ijarri til að sjá þær miklu breytingar og
framfarir sem orðið hafa í sveitum eystra á
síðustu áram.
I heimsókn að Skriðuklaustri
Svo reið ég upp Fljótsdalinn á gæðingi
einnar góðrar húsfreyju í Fellunum og heim
að Klaustri. Þá sá ég hvemig stóð á hinni
einkennilega dröfnóttu málningu húsveggjanna
að utan. Þetta vora íslenskir steinhnullungar
er stóðu út í veggina eins og gamalíslensk
grjóthleðsla. Er nú var komið, flaug mér í hug
úr kvæði Guðmundar Friðjónssonar: „Er ég í
álfheimum, er ég bergnuminn"? Nú tæki mig
langan tíma að lýsa húsum og búnaði þeirra.
En eitt er víst, slíkt hefi ég hvergi séð og hugði
ekki geta verið til. Hér hefúr skáldið skapað
sitt langbesta listaverk, sitt eigið heimili.
Þau hjónin bæði og sonur þeirra tóku mér
af frábærri alúð og var rætt af ijöri í heilan
sólarhring, er ég loks hafði mig á brott.
Bræður og vinir heimsóttir
Ég mátti til að hafa hraðann á eftir var að
heimsækja marga frændur og vini er búa alla
leið neðan úr Fjörðum um Fljótsdalshérað og
norður í Vopnaijörð. Fyrst skal fínna sjálfa
bræður mína og ijölskyldur þeirra. Þótt ég
byggist við góðu að sjá nú í fyrsta sinn stóran
hóp bræðrabarna átti ég ekki von á svona
góðu. Þetta voru svo Ijómandi fríð og fönguleg
æskumenni og böm og alveg sama var um hina
upprennandi æsku, er ég sá eystra, böm minna
gömlu æskuvina félaga og frænda. Sú þjóð er
108