Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 117
Prestur hverfur á leið til kirkju á nýársdag
Venja prests hafði verið að halda á
annexíuna í Keldudal á Gamlársdag og
syngja þar aftansöng og síðan hátíðarmessu
áNýjársdag. ANýársnótt gisti hann þájafnan
á Arnarnúpi. Að þessu sinni viðraði illa á
Gamlársdag. Prestur hafði lagt af stað en
snúið við, ekki talið ferðaveðrið íysilegt enda
leiðin ekki auðfarin, jafnvel þótt veður væri
stillt. Hann símaði því til Kristjáns bónda
Guðmundssonar á Arnamúpi og kvaðst ekki
mundu koma til messugjörðar í Keldudal að
þessu sinni.
En af einhverjum ástæðum breytti sr.
Sigurður hins vegar ffá þeirri ákvörðun sinni,
án þess að láta Amamúpsfólk af því vita og
lagði af stað til Keldudals um kl. 7 að morgni
Nýársdags. Hann reið einn og einhesta sem
leið lá út að Sveinseyri; mun þó hafa gert
stuttan stans í Haukadal, en þar beið hans
húskveðja og útför aldraðrar vinnukonu,
Jóhönnu Ólafsdóttur, á annan í nýári.
Vafalaust hefur leiðin út að Sveinseyri
verið presti greið því komin var fyrir nokkm
brú á Sandaá, sem áður hafði oft verið
slæmur farartámi. Veður var aftur versnandi,
svo prestur mun hafa verið í nokkmm vafa
um hvort halda skyldi áfram eða ekki,
skrifaði Angantýr Amgrímsson; var hann
þó „þrekmenni mikið sem setti lítt fyrir sig
smámunina“4 og auk þess þaulkunnugur
leiðinni eftir margar messuferðir að Hrauni
eftir ijórtán ár í embætti þarna. Og Angantýr
skrifaði ennfremur: „Hélt hann nú áfram
ferðinni, kom við á Sveinseyri, en hafði þar
litla eða enga viðdvöl. Þaðan lagði hann
ömggur af stað, enda þá ekki svo vont veður,
að af því ætti að vera nokkur sýnileg hætta.“5
Þegar heimilisfólk á Sveinseyri leit út á
Nýársdagsmorgun fann það hest prestsins
bundinn við útidymar. Það hafði gerst áður
að sr. Sigurður af tillitsemi sinni vildi ekki
4 Frásögn Elíasar Þórarinssonar.
5 Úr bréfi Angantýs Amgrímssonar, 18. apríl 1943.
vekja upp á bænum en lét vita af ferð sinni
og fararskjóta með þessum hætti.6 Hélt hann
síðan gangandi af stað út í Keldudal. Norðan
kaldi var og ofankafald en enginn skafsnjór
sagði í dagblaðsfrétt.7
Leiðin frá Sveinseyri út að Amamúpi
í Keldudal liggur um snarbratta hlíð undir
sjálfum Amarnúpnum, fyrst um svonefnda
Hálsa sem telja mátti sæmilega greiðfæra þá
en síðan um Eyrarófæru og er nafn hennar
næg lýsing á aðstæðum þar. Um tvær leiðir
um Ófæmna var að ræða á þessum tíma: Að
fara fjöru stæði þannig á sjó eða fylgja mddri
götu sem lá yfír Ófæmna. Mun hún hafa verið
nýmdd þegar þetta var.8 Er prestur átti þarna
leið um var lágsjávað svo leiðin fyrir ffaman
Ófæmna hefði átt að vera greið þótt vafalaust
hafi hálka verið þar á steinum. Ef til vill var
það þess vegna sem hann kaus að fara efri
leiðina. Gera mátti ráð fyrir að gangan frá
Sveinseyri út að Amamúpi tæki rösklega tvo
tíma...
Mót venju bjó heimilisfólkið á Keldu-
dalsbæjunum sig ekki til Nýársmessu í Hrauni
að þessu sinni; vissi ekki annað en að prestur
hefði hætt við messuferð sakir veðursins, eins
og símtal hans við Kristján á Amamúpi hafði
boðað, og var hið rólegasta í því tilliti. Leið
svo Nýársdagur.
Víkur þá sögunni inn í Haukadal er
kominn var annar í nýári. Þar biðu menn
hins vegar prestsins utan úr Keldudal til þess
að halda húskveðju Jóhönnu gömlu, eins og
um hafði verið talað. Sr. Sigurður hafði sagt
konu sinni að hann mundi koma heim að
kvöldi Nýársdags en þar sem jarðarför gömlu
konunnar var ákveðin á annan í nýári þótti
Guðrúnu prestskonu líklegast að prestur hefði
gist í Haukadal þegar hann skilaði sér ekki
heim til Þingeyrar um kvöldið.
6 Frásögn Elísar Kristjánssonar er hann hafði eftir Sigurjóni bónda
Andréssyni á Sveinseyri.
7 Mbl. 5. janúar 1943.
8 Úr samtali við Knút Bjamason.
115