Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 122

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 122
Múlaþing eftir að hafa skoðað líkið, fullyrti, að um snöggan dauðdag hefði verið að ræða ... Við læknisskoðun kom í ljós allstórt sár á höfðinu og nokkrar smærri skrámur.22 Stór steinn lá vinstra megin við höfiið hins látna og mikið sár var á því, staðfesti Elís frá Arnarnúpi. En kemur þá aftur að þeim sem töldu sig sjá hvað gerst hefði og hvar. Áður var nefndur Sigurjón á Álafossi en í bréft sínu til Gísla Helgasonar 10. febrúar 1944 nefnir Guðrún Benjamínsdóttir á Þingeyri fyrirburð þann „sem Geirþrúður23 sá“ og bætir við „Jeg er enginn spíritisti og hef gefíð mig lítið að því máli“. Og áfram skrifaði Guðrún til Gísla: Þú þekkir bóndann á Amamúpi, Kristján Guðmundsson. Enginn leitaði meira en hann að líki sonar þíns. Kristján er tilfmningamaður og hinn besti drengur. Kristjáni sendi mér sýn Geirþrúðar og svaraði hann því í brjefí til mín. Þann kafla brjefsins tek jeg orðrjettan upp. „Jeg má biðja afsökunar hve lengi hefir dregist að svara brjefi þínu, sem jeg vildi þó feginn gera að svo miklu leyti sem mjer er það unnt. Fyrirburðurinn er nákvæm lýsing á fundi séra Sigurðar, að svo miklu leiti sem hann nær og hefi jeg litlu eða engu þar við að bæta. Konan, sem sýnin ber fýrir, byrjar á því að lýsa manninum, sem styður sig fram á skóflu eða staf og horfir niður fýrir sig. Getur vel átt við mig. Jeg man vel eftir því að það gerði jeg, eftir að við höfðum grafið upp líkið úr fönninni og hugsaði um atburðinn, sem orðinn var. Sömuleiðis kemur það heim við fyrirburðinn að hann lá á vinstri hliðina, berhöfðaður og yfir honum hvíldi svo mikill friður og rósemd 22 Úr bréfi Angantýs Amgrímssonar, 18. apríl 1943. 23 Líklega er hér um að ræða Geirþrúði Bjamadóttur frá Akranesi, konu Benedikts, bróður séra Sigurðar. Benedikt kenndi sig við Hofteig á Jökuldal. 120 og ásjóna hans ljómaði svo, sem hann hefði sjeð eitthvað dásamlegt, dýrlegt, háleitt og unaðslegt um leið og sál hans hóf sig til flugsins.“ Á þessa leið hefir Kristján [svarað] fyrirburði frú Geirþrúðar. Finnst mjer sýn Geirþrúðar vera merk. Kristjáni fannst það líka.24 Lík sr. Sigurðar var flutt til Þingeyrar og brátt var farið að undirbúa útför hans. Útförin - Samhugur sóknabarnanna Útför sr. Sigurðar Z. Gíslasonar fór fram frá Þingeyrarkirkju á Kyndilmessu, 2. febrúar 1943; hún var afar fjölmenn og „fór á allan hátt prýðilega fram“ skrifaði Angantýr Amgrímsson. „Önnur ljölmennasta jarðarför sem hér heftr sézt þrátt fýrir nokkurt frost og stinningskalda“, var einnig sagt.25 Líklega var það aðeins jarðarför skipverjanna af vélskipinu Fróða, tæpum tveimur ámm fýrr sem hafði verið ljölmennari. Tveir prestar önnuðust útför sr. Sigurðar. Það vom þeir sr. Eiríkur J. Eiríksson á Núpi er annaðist húskveðju, flutti kirkjuræðu og jarðsöng. Séra Sigtryggur Guðlaugsson, áður sóknarprestur á Núpi, flutti einnig ræðu í kirkjunni: „Svo indælar ræður að ekki er betur hægt að gera“, skrifaði Guðrún Benjamínsdóttir. Kveðjur bámst, m.a. frá Biskupi íslands.26 Lilja Björnsdóttir húsmóðir á Þingeyri hafði ort minningakvæði sem lesið var upp í kirkjunni. Gísli, faðir hins látna, hafði einnig ort kvæði og sent til athafnarinnar þar sem það var sungið. Vers þess bám með sér, skrifaði Guðrún í bréfi sínu til Gísla, „að þú hefir tekið sorg þinni í trú og von á alföðurinn og treystir honum að græða sárin þín. Sorg hjartans græðir heimurinn ekki, það er guð einn sem græðir hana, og sendir líkn í 24 Úr bréfi Guðrúnar Benjamínsdóttur, 10. febrúar 1944. 25 Agrip af bréfi Ólafs Olafssonar. 26 Ágrip af bréfi Ólafs Ólafssonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.