Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 131

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 131
Sandvíkurstóðið Eins og áður segir var þessi hrossabúskapur nokkuð sérstakur á austfirska vísu og ekki þótti blása byrlega fyrir þeim mágum að fá þennan annálaða harðindavetur í byrjun. Fátítt var í fjórðungnum að stóð fylfullra hryssa gengi sjálfala árið um kring. Ymsir töldu þetta óráð og véku aldrei af þeirri skoðun. Ekki var laust við að eigendum einkajarða í Sandvík þætti gengið á þeirra hlut með beitinni enda fjárbeit áfram stunduð í víkinni og voru sumir hverjir mjög mótfailnir hrossagöngunni þar og mátti merkja meinbægni af þeirra hálfu gagnvart fyrirtækinu. Kæra barst Dýravemdunarfélagi Islands veturinn 1951 þar sem athygli var vakin á slæmri meðferð útigönguhrossa í Sandvík. Þann 13. febrúar sama ár hefur formaður félagsins samband við sýslumann Sunn- mýlinga á Eskifirði um málið og í kjölfarið kynnti sýslumaður sér málavöxtu og lofaði að fylgjast með málinu áfram. Þorgeir mundi eftir að sýslumaður hafði samband við bændur á Barðsnessvæðinu og bað þá að kanna ástandið á hrossunum. Telur Þorgeir að aldrei hafi neitt amað að hrossunum í Sandvík þennan vetur. I kjölfar kærunnar komu umijallanir í Dýra- vemdaranum og Þjóðviljanum um sama mál. Viðmælendur telja fréttaflutninginn sem þar var birtur mjög ómaklegan gagnvart eigend- um stóðsins, og ástand hrossanna hafi aldrei verið svo slæmt sem þar er haldið fram. Þótt Sandvík snúi mót norðaustri og veður geti orðið óblíð, snýr víkin einnig vel við sólu, og þegar hennar fer að gæta í lok vetrar tekur fljótt upp snjó ef hann kemur að ráði. Ekki virðast hafa orðið frekari eftirmálar vegna kæmnnar og mun sýslumaður ekki hafa séð ástæðu til þess að grípa frekar í tauma vegna Sandvíkurhrossanna. Það segir sína sögu um að ástandið hefur ekki verið eins slæmt og af var látið, en háværustu óánægju- raddirnar þögnuðu samt aldrei þann tíma meðan þessi hrossabúskapur varði. Sandvíkurhundruð. Margrét Jóhannesdóttir frá Parti stendur í bæjardyrum. Ljósmynd: Sveinbjörn Guðmunds- son. Úrbætur Eftir hinn snjóþunga vetur 1950-1951 og andmælin sem honum fylgdu réðust bændur- nir í að heyja handa hrossunum suður í Sand- vík til að eiga þess kost að gefa þeim ef á þyrfti að halda. Frá Skuggahlíð fór Guðjón ásamt Herdísi dóttur sinni og Armanni bróður sínum, en frá Hofi hjónin Hermann og Karla. Amboðin reiddu þau á klökkum suður- eftir. Þau bjuggu um sig á bænum Sandvíkur- hundmðum og slógu þar heimatúnið með orfi og ljá og rökuðu heyinu saman með hrífum. Á einni viku tókst að klára slátt og hirða töluvert af heyjum en síðan varð að gera vikuhlé á heyskapnum vegna óþurrka. Þá var farið heim með sláttuamboðin en síðan farið aftur suður og klárað að þurrka og taka saman töðuna. Tókst með þessu átaki að fylla heyhlöðu á bænum Hundruðum. Til er hljóðupptaka með frásögn Herdísar af þessari ferð hjá tengdasyni hennar Sigurði Kristjánssyni. Heyið nýttist þó aldrei eins og til stóð því að skagfirsku hrossin vom óvön heygjöf og sjaldnast tók fyrir jörð í Sandvík. Það mun aðallega hafa verið annan veturinn sem eitthvað gafst af heyinu en hrossin virt- ust frekar kjósa beitina ef þess var kostur. Restin af heyinu mun því hafa orðið ónýtt með tímanum. Einnig var opnaður gafl á útihúsi á bænum til að hrossin gætu gengið inn í 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.