Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 136
Múlaþing
Skjóna Herdísar í Skuggahlíð. Ljósmynd: Herdís Guðjónsdóttir.
klára í Efri-Skálateigi, þá Skjóna-
Óskars og Sörla (Marteins-Jarp)
og Nökkva, jarpan klár Sigurðar
Sveinbjömssonar og síðast en
ekki síst Prett Sigfúsar í Skála-
teigi, sem síðar verður getið.
Herdís Guðjónsdóttir í Skugga-
hlíð eignaðist Skjónu, lipra og
ganglagna hryssu undan Skjóna
sem hafði bæði tölt og skeið.
Skjóna Herdísar fékk fyl við
Bleikblesa, síðari stóðhesti-
num sem var í Sandvík og þar
kom rauðglófext hryssa, sem
Herdís nefndi Lipurtá, þægilega
reiðhryssu og duglegt smalahross. Hofsbúið
átti tvo gæðaklára undan Skjóna, Litla-Jarp
og Stóra-Jarp, og þótti Litli-Jarpur sérlega
viljugur og magnaður reiðhestur.
Síðari hesturinn sem notaður var í Sand-
víkurstóðinu, og áður er getið, var Bleikblesi
frá Hlíð f. 1960. Hann var orðinn ijögurra
vetra þegar hann var settur í stóðið vorið 1964
en vera hans þar varð styttri en Skjóna. Leifur
Jónsson í Skálateigi tamdi síðar þennan hest
sem hann sagði hafa verið auðsveipan og
lundgóðan. „Það var bara sest á bak og byrjað
að temja,“ sagði Leifur. Blesi var ekki stór
vexti en reyndist alla tíð ljúfur reiðhestur íyrir
hvem sem var, hreingengur með allan gang. A
þeim tímapunkti sem Blesi kemur mun hafa
verið ráðgert að söðla um og reyna fremur
að rækta reiðhesta þar sem nokkur áhugi var
vakinn meðal almennings á hestamennsku.
Þorkell ráðunautur mun hafa komið austur í
Norðfjörð til að meta afkvæmi undan Blesa
og hjálpa til við val á folöldum til lífs.
Þegar notkun Bleikblesa lauk í Sandvík og
Hellisfirði 1967, keyptu hann í félagi Gunnar
Ragnarsson bóndi á Fossvöllum í Jökulsárhlíð
og Guðmundur Þorleifsson símaverkstjóri og
hestamaður á Egilsstöðum. Hóf Bleikblesi
þá annað skeið sem stóðhestur og var ýmist
leigður út eða notaður í hryssur á Fossvöllum
sem Gunnar átti talsvert af. Þegar afkvæmi
Bleikblesa fóru að koma fram á hestamanna-
mótum var Bleikblesi skráður í tölu stóðhesta
og hlaut ættbókamúmerið 597. Eftir sviplegt
fráfall Gunnars bónda á Fossvöllum árið 1970
tekur Guðmundur við Bleikblesa og hefur
hann hjá sér á Egilsstöðum í lokin. Oftast var
Bleikblesi nefndur Blesi-Guðmundar meðal
manna eftir að hann kom í Egilsstaði og jafn-
vel þekktari undir því nafni sem kynbótahestur
á Héraði.
Talsvert varð til af afkvæmum undan
Blesa eftir að hann kom á Hérað og dreifðust
nokkuð. í Norðfirði hafa verið nefndir geðugir
hestar undan Bleikblesa, s.s. Neisti, bleik-
skjóttur alhliða klár Helgu Skúladóttur og
Sleipnir (Hofs-Blesi), rauðblesóttur alhliða
hestur, sem Stefán Þorleifsson á Hofi átti.
Báðum þessum hestum var riðið í keppni með
ágætum árangri. Perla frá Seyðisfirði, bleik
hryssa Hafsteins Steindórssonar, var undan
Bleikblesa, harðviljug gæðingshryssa sem
vann sigra á stórmótum. Blesi Bjama Hagen
í Sandfelli, sem er mörgum hestamönnum á
Héraði minnisstæður klár, var sonur Bleik-
blesa fæddur 1969. Sandfells-Blesi var þannig
til kominn að ung hryssa í Sandfelli gerði sér
lítið fyrir og hljóp upp í Fljótsdal þar sem
Bleikblesi var í láni og fékk þar við honum.
134