Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 138

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 138
Múlaþing Fannfergi í Norðfirði veturinn 1966. Myndin er tekin frá Skuggahlíð af Herdísi Guðjónsdóttur. Hellisfjarðarskriður. Vegna umsvifanna sem fylgdu síldarárunum var örðugra að fá menn til aðstoðar við hrossin ef með þurfti. Geta má til að einnig hafi verið farið að gæta nokkurrar þreytu hjá bændunum vegna neikvæðra radda sem látlaust efuðust um velferð hrossanna í útigöngunni. Gagnrýnisröddunum var Her- mann farinn að svara með hálfkæringi þegar að honum var sneitt varðandi útigöngustóðið. Einhverju sinni í kalsaveðri að vetrarlagi vindur sér maður að Hermanni og segir: „Það er líklega kalt á stóðmerunum þínum núna.“ Hermann brá sér hvergi og svaraði: „Þær skelfa sér til hita.“ Veturinn 1966 var sérlega erfiður vegna linnulausra illviðra og erfitt reyndist að koma heyi í Hellisfjörð til hrossanna vegna lang- varandi brælu og brims. Það eina vor mun eitt- hvað af hryssunum hafa verið folaldslausar. Árin 1965 og 1966 munu vera lokaárin í sögu Sandvíkurstóðsins. Megninu af hrossunum er lógað þessi haust og stóðhesturinn seldur í kjölfarið. Einhver minniháttar hrossalógun og folaldasala varð haustin 1967 og 1968. Þessi síðustu ár var lógað heima í Skuggahlíð til að sinna þeirri eftirspum sem enn var nokkur eftir kjötinu. I dagbókum Guðjóns Hermannssonar er síðast getið um pantanir á hrossakjöti sumarið 1968. Þar með var lokið sögu þessarar sérstæðu hrossaræktar sem stóð í einn og hálfan áratug og stofnað var til af hugkvæmni og áræðni tveggja bænda í Norðfirði með það eitt að markmiði að tryggja sér og sínum framfærslu með því að nýta gjöfult land með nýjum hætti. Djarfri búskapartilraun var lokið, sem átti sitt blómaskeið í byrjun en varð undan að láta vegna fátíðra harðinda sem spönnuðu heilan áratug. Nokkur brot um Sandvíkurhesta Léttfeti Eins og áður hefur verið minnst á var hestur til í Skuggahlíð sem Léttfeti hét, jarpskjóttur að lit, einstaklega faxprúður og fallega litskiptur. Hann var úr Sandvíkurstóðinu undan Skjóna. Þrátt fyrir nafnið þótti Léttfeti heldur þungur til reiðar. Léttfeti hafði lag á því að opna flest hlið og hurðir sem kræktar voru aftur. Skapaði klárinn sér töluverðar óvinsældir með þessari kunnáttu. Sigfús Þorsteinsson í Efri-Skálateigi 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.