Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Qupperneq 144
Múlaþing
Ekki hafði verið hýst heimféð, ég sá það til og frá um túnið. Ég fór því inn til Þorvaldar,
sem var genginn til rekkju og talfærði við hann hvort ekki væri rétt að hýsa það sem til næðist
af heimafénu, mér litist illa á þetta veðurútlit. Þetta samþykkti Þorvaldur og ég hýsti það fé
sem ég fann í túninu og kringum það.
Þegar vaknað var á páskadagsmorguninn var kominn ofsahvass norðanbylur, frost og
dimmveðurs fannkoma. Úr bylnum fór ekki að draga fyrr en á öðrum sólarhring og má þó telja
að bylurinn væri í tvo sólarhringa. Allan páskadaginn var bylurinn svo harður að óvíða fóru
íjármenn til fjárhirðu á beitarhús á Jökuldal.
A áliðnum morgni var farið í ijárhúsin á túninu, til að gefa fénu, sem ég hafði hýst þar og
einnig að telja það, kom þá í ljós að vantaði 17 kindur af því fé sem heima átti að vera. Þar af
voru þrír hrútar, sem ekki hafði verið hleypt út úr húsi fýrr en á laugardagsmorguninn. Það er
vont fyrir þá að fá svona veðráttu til að byrja með sjálfsbjargartímabilið, hugsaði ég þá. Er þessu
var lokið fórum við heim, og bjuggum okkur betur að fötum og fórum út á Dísastaði. Þar eru
beitarhús önnur ffá Hjarðarhaga. Féð var ekkert hirt á laugardaginn. Er að Dísastöðum kom var
flest féð í húsunum og þar voru líka hrútarnir þrír er vantaði að heiman, svo og 8 gemlingar,
en af Dísastaðaánum vantaði þá 19 ær. Þá vantaði nú 25 kindur af heima- og Dísastaðafénu.
Við vorum þarna allir þrír, hinir sömu karlmenn, er fluttu heyið í veðurblíðunni daginn
áður, gáfiim nú auðvitað fénu og röbbuðum um það á meðan hvort hægt mundi að finna féð,
það er nú vantaði. Þótti okkur líklegt að það hefði leitað undan hríðinni í árgil Jökulsár, sem
rennur þama stutt fyrir neðan. Svo ákváðum við að gera tilraunina þannig: Að einn okkar færi
aðeins á undan og þræddi stefnu milli þekktra kennimerkja, en hinir hefðu gát á kennimerki
er frá var farið og að sá sem fyrir fór breytti ekki af réttri stefnu. Það var oft að lengra sæist
ekki en aðeins niður fyrir fætur manns svo dimm var nú hríðinn. Það fyrsta er við urðum varir
við voru tveir gemlingar, stutt fyrir neðan fjárhúsið, þeir lágu þar báðir dauðir, upp í loft. Þeir
höfðu fallið fyrir mætti stormsins.
Við komust niður að ánni þar sem hugðum þar skást aðgöngu, en sáum þá að þetta var
tilgangslaust ferðalag og jafnframt hættulegt, því að ganga meðfram ánni eða eftir klettum
þeim er að henni liggja, gat orðið til þess að einhver okkar lenti í ánni eða fram af klettum.
Við snemm því aftur upp á melbrúnina neðan við húsin og tókum þar saman ráð okkar hvað
gera skyldi. Frekari leit að fénu er vantaði var sjáanlega tilgangslaus í svona dimmum byl. Var
það þar ákveðið að við skyldum fara út að Hofteigbeitarhúsunum er Viki kallast, svona til að
forvitnast hvernig þar væri ástatt. Við vissum að á laugardaginn hafði ekkert verið hirt um féð
á þessum beitarhúsum, þetta mun vera um þriggja kílómetra vegalengd og við fómm þetta með
sömu varúð og við höfðum áður ferðast um daginn.
Það var auðséð að á þessi beitarhús hafði enginn maður komið þennan dag. Þau stóðu opinn
og töluverð fönn var í þeim, en féð sem í þeim var tróð hana undir sig og okkur virtist fátt
eða ekkert mundi vanta af því fé sem þar átti að vera, en seinna kom í ljós að þama vantaði 4
eða 5 ær, en þær fúndust aldrei. Hafa óefað hrakið í Jöklu, þ.e. Jökulsá á Dal. Frá Vika fómm
við heim að Hofteigi, því að okkur var nú farið að langa til að hitta menn að máli og okkur
gekk nú einnig þetta ferðalag að óskum. En í Hofteigi var aðkoman sú að þar var fennt fram
af bæjarburst niður á hlaðvarpa og fyrir flesta glugga á bænum. Sjáanlega hefði enginn maður
farið þar út úr bæ þann dag.
Við höfðum með okkur varrekur, bæði til að hlífa með þeim andlitinu í stormhríðarrokunum
og til að moka með snjó við peningshús og víðar ef með þyrfti. Nú komu þær okkur í góðar
þarfír til að moka upp bæjardymar í Hofteigi.
142