Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 145
Stórhríð á Jökuldal
Það má nærri geta að heimamenn voru undrandi mjög á því að komnir voru gestir í þessu
líka páskaveðrinu. Þeir hafa líklega hugsað eins og Kristján Fjallaskáld lætur föðurinn segja
við konu sína er hún var uggandi um son þeirra úti í hríðinni í kvæðinu Heimkoman: „Þegar
ungur ég var, hef ég annað eins reynt, þá í óveðrum skemmti ég mér.“ Raunverulega er það
skemmtilegt fyrir unga og fullþroska drengi að stríða í ströngu og ná settu marki.
Jæja, þetta var nú hugleiðing, ekki raunveruleg ferðasaga hjá skáldinu, en nú höfðum við
tal af fólkinu á bænum, eftir að hægt var að opna bæjarhurðina. Þar var presturinn Haraldur
Þórarinsson og bóndinn og bústjórinn Sigurður Benediktsson, bróðir Þorvaldar í Hjarðarhaga,
svo tveir séu nefndir allra þeirra er til dyra komu og tóku á móti gestunum. Allir höfðu löngun
á að sjá fúllhuga sem fóru bæja á milli í slíku veðri. Og nóg um þetta. Okkur voru boðnar
góðgerðir í stofú, sem við þökkuðum, svo renndum við af okkur snjóklæðunum og gengum
inn til að drekka nú þama páskakaffið. Meðan það var dmkkið talaðist svo til að við fæmm
að athuga gripina í húsunum á Hofteigstúninu og gefa þeim heytuggu, og Sigurður húsbóndi
herklæddist í skyndi og hafði gaman af því að slást í orustuna með okkur.
Við fómm í reiðhestahesthús prestsins og lukum því sem gera þurfti þar. Því næst í lambhúsið
sem er þar rétt hjá og svo í lítinn kofa þar sem einu sinni var einn hestur er Oddur Guðmundsson
átti, aldraður maður er var vinnumaður Sigurðar. Kofi sá mátti heita bókstaflega fúllur af fönn.
Hrossið sást ekki fyrr en búið var að moka snjóinn frá því þar sem það stóð í einu homi kofans
aðþrengt af loftleysi. Þetta hross tókum við og fluttum inn í húsið til prestshestanna. Síðast
fómm við upp túnið í hesthús Sigurðar bónda. Það var best að rata að því með því að fara heim
að bænum og þaðan beint upp að hesthúsinu, mun það vera 500-600 metra vegalengd. Þennan
spöl fannst mér veðrið einna hvassast og dimmast, enda eini spölurinn er skeikaði frá réttri
stefnu á allri þessari svaðilför. Við lentum í tóft sem er svo sem 10 metra framar en hesthúsið.
Þennan spöl fómm við Þorvaldur tveir. Hinir sneru aftur ofan við bæinn og fóru heim.
Að ekki var opnaður bærinn á Hofteigi fyrr en við komum var af því að innangegnt var úr
bænum í fjós og kúahlöðu. Fólkinu fannst því ekki brýn nauðsyn að hrekja sig út til tjárgæslu
í svona líðilegu veðri.
Fólkið í Hofteigi vildi umfram allt að við yrðum hjá því til næsta morguns, en eðlilega vildum
við fara heim til okkar er hér var komið. Enginn heima gat búist við öðm en að við hirtum
féð á Dísastöðum og kæmum heim að því loknu, en vitanlega gat það tekið óákveðinn tíma
dagsins, þar sem féð hafði verið hirðulaust daginn áður og við því jafhvel reynt að leita ef af
því vantaði. En að það tæki daginn og nóttina líka. Það var óhugsandi og fólkið því orðið mjög
undrandi um örlög okkar hefðum við ekki komið heim um kvöldið. Þetta vildum við forðast
með því að halda heim en gista ekki að Hofteigi. Það fór því svo að Hannes varð eftir, en við
Þorvaldur héldum heim í Hjarðarhaga og höfðum þá lokið útiverunni klukkan 10 um kvöldið.
Daginn eftir, annan dag páska, var veðrið litlu betra fyrripart dagsins. Ég fór á Háijallsbeitarhúsin
til ijárhirðu í vanalegri innistöðugjöf og svo ef veður færi batnandi að huga að ánum mínum,
6 sem vantaði á laugardagskvöldið og áður er sagt frá. En sú leit varð ekki löng, því þær vom
í gömlu heytóftarbroti baka til við húsin. Skjöldólfsstaðasmalinn hafði orðið þeirra var á
laugardagskvöldið og stuggað þeim út á leið sem varð til það þær röltu heim að húsi sínu og
fundu í veðurofsanum ömggt skjól í þessari heytóft. En af hinu fénu sem vantaði, 19 ám og
6 gemlingum, fannst ekki annað en gemlingamir dauðu er áður var frá sagt, svo og 3 ær er
stóðu í klettasyllu við Jökulsána. Hinar kindumar hafði Jökla gamla hirt. Slíkt hefur hún oft
áður gert í vondurn veðmm.“
Halldór Pálsson skráði eftir jyrirsögn Agústs Asgrímssonar. Greinin birtist áður í Sunnudagsblaði Tímans.
143