Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 156

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 156
Múlaþing með öllu óhugsandi að slá þar, þó er þar alveg óblásið nema þá ögn vestur við hrygginn, þar eru melgígar stórir en í rýmun vestan við Ytra Sellandið. Sellandamelur skiptir þeim. Syðra Selland var mikið fallegra þegar ég man fyrst, allt grasi vaxið og engi í því öllu og djúp tjörn út við melinn sem hvarf að mestu um tíma en er nú að koma í ljós aftur af því hætt er að berast sandur í Sellandið og fer það nú sennilega að fríkka aftur, það er nú gras um það allt en hefur altaf verið en rýrt. Þá er Selklaufarblettur með lélegt gras og melgíga í rýmun. Þá er austan Selár, Miðkerling, þá Fremsta Kerling og gígar sunnan við hana en í rýrnun. Þar er djúp svarðargróf, Kellingar- gróf sem sýnir að þar hefur verið mýrarjörð til foma og er nú að koma gras milli Víðihóls og Kerlingar, sunnan við grófina. Víðihóll er með skarði ofaní miðju og klettum í syðri hólnum. Þar sat ég yfir rollunum í ungdæmi mínu. Þar lifði ég marga skemmtistund, þó stundum fyndist mér dagar langir ef vont var veður. Mér þykir vænst um Víðihólinn, allra hóla hér í landinu. I yfirsetunni höfðum við með okkur bita og mjólk í flösku, sem við fórum ósköp spart með. Stundum skókum við mjólkina í flöskunni og tókum svo smjörið úr með tágarspotta. Stundum tíndum við sprek og melju og kyntum bál. Æmar vora oftast þægar og gátum við verið uppá Víðihólnum mest allan daginn og hóað á ærnar ef þær ætluðu eitthvað, þá hrukku þær saman í einn hóp. Víðihólsdvsiar eru sunnan við hólinn, þar höfðum við æmar. Dysjarnar fóru aldrei alveg í sand en kreppti að þeim mikið um tíma, en eru nú að gróa upp aftur og ná sér. Þar var mikið gras áður og lauf í kring sem er nú að ná sér aftur. Víðihólsgróf er sunnan við dysjarnar og vestan. Illutjarnir eru þar suður af, þær voru fyrst er ég man að blása, en var þó engi, lauf og gras í þeim utan við tjömina sem var þá afar djúp, en mikið blásið sunnan við tjömina. Svo blés það allt upp og varð að sléttu sandflagi og tjömin hvarf, svo komu melgígar þar um allt. Illutiamahrvggur var vestan við Illutjamir, móahryggur fyrst er ég man en er nú mel- gígarönd, en þó í rýmun aftur, því nú er farið að eyðileggjast melland þama, aftur að blotna upp og gróa svo það fer að koma þar aftur lauf og grasengi, melland og gras, aftur á 40-45 ámm, það er mikil breyting og skrítin. Sauðafellstiarnir voru mér einnig kær staður frá yfirsetunni. Þær voru algrónar víði og grasi og 2 tjarnir stórar í þeim, starartoppur var syðst í syðri tjöminni. Þar var stór og há dys fast við tjömina vestur við melinn með stórri sprungu í. Þar geymdum við Steingrímur snæri í sem við notuðum til að ná hestum í vað með. Sauðafellstjamir voru þá einhver sá fallegasti blettur í landinu og mikið engi í þeim, lauf og gras. I ytri tjörninni eða réttara sagt milli tjamanna vom 3 hólmar og gmnnt vatn milli þeirra, þar verptu kríur. Við Steini óðum oft þar út í og lágum hjá kríuhreiðrinu og höfðum gaman af að láta krísu höggva okkur en svo hætti hún því að mestu þegar við gjörðum henni ekki neinn óleik með eggin. Ytri tjömin var dýpri með sefi í og holbekkt. Þar lá graslág uppúr Sauðafellstjömum fremst, upp að Sauðafelli, sem svo eyðilagðist eins og tjamimar. Þar fór allt í ægissand og bar alveg í tjamirnar. En nú em þær að koma upp aftur, það er að segja að aukast gras í þeim, svo nú má heita graslitur á þeim en ekki vottar svo sem neitt fyrir tjömunum ennþá. Það eru að koma grastoddar í fremra tjamarstæðið. [Arið 1944 er bætt við inn í handritið eftir- farandi setningu: „Það er að koma mjög mikið gras í þær.“] GJ Holtahryggur með berjum á lá ofan yfir miðjar tjamir og milli tjamanna að austan og víða voru stórar dysjar með berjum í syðri tjörnunum en þær ytri vom blautari og þýfðari. Nú eru melgígar þar dálitlir með- fram melunum og útum melana út að Víðir- hólsgróf. Vestari Sauðafellstiarnir. vestan við langa melhrygginn, vom fýrst er ég man að 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.