Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 162
Múlaþing
Lykilorðin hér eru samstaða sveitarfélaga á landsbyggðinni, frumkvæði heimamanna og
raunverulegur vilji ríkisvaldsins til að viðhalda byggð á landsbyggðinni.
Norðausturland er fyrir mörgum lítt þekkt landshom. Þannig er því einnig farið með þá
sem þetta ritar. Okunnugleikinn og Ijarlægðin gerir svæðið hinsvegar heillandi, eins og horft
sé á það í gegnum bláleita ævintýramóðu. Hér er rétt að benda á að fjarlægð er ekki endilega
bundin við kílómetraijölda. Fjarlægð er ekki síður huglæg og birtist okkur Islendingum þá
gjarnan í því að það sem er utan hringvegarins er framandi, óþekkt og fjarlægt öðmm en
þeim sem þar búa.
Þessi glæsilega árbók er einskonar byggðasaga svæðisins þótt náttúmfar og jarðfræði séu
vissulega í aðalhlutverki. Sagt er frá hverjum bæ, hverju eyðibýli í hverri sveit íyrir sig og
nákvæm kort birt inn á milli þannig að auðvelt er að átta sig á staðháttum.
Bókin er kærkomið innlegg í uppfræðslu þeirra sem áhuga hafa á að vita meira um
Norðausturland. Hvort sem áhuginn liggur í jarðfræði svæðisins, náttúm þess eða sögu þá
er hún sannkölluð gullnáma. Ekki spillir fyrir að ítarlegar tilvísana- og heimildaskrár gera
lesandanum auðvelt um vik að afla sér frekari fróðleiks um tiltekið efni.
Þegar ferðast er um Norðausturland er vel þess virði að gefa sér góðan tíma og njóta alls
þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Sumstaðar á holóttum malarvegunum sér vegakerfið
vissulega til þess að það er einfaldlega ekki hægt að fara mjög hratt yfir.
Fyrir ljóðelska má t.d. benda á rústir bemskuheimila tveggja þjóðþekktra Ijóðskálda af
Langanesströnd, Kristjáns frá Djúpalæk og Magnúsar Stefánssonar (Amar Amarsonar) frá
Kverkártungu. Djúpilækur er skanimt frá þjóðvegi. Það væri því vel við hæfi að staldra við
þar og horfa yfir fjörðinn til Gunnólfsvíkurijalls á meðan rifjuð eru upp ljóð skáldanna eða
lífshlaup þeirra á þessum stað. Gunnólfsvíkurfjall á sér einnig merka sögu, en þar var um
árabil ein af ratsjárstöðvum bandaríska vamarliðsins.
Stökkvum næst yfir á Melrakkasléttu. Fyrir fáum ámm var lagður beinn og breiður,
malbikaður vegur þvert yfír Sléttuna, svokölluð Hófaskarðsleið. Vissulega mikil samgöngubót.
Fyrir náttúm- eða söguþyrsta ferðalanga er hinsvegar fýllilega þess virði að aka gömlu leiðina
út fyrir Sléttuna og sjá Hraunhafnartanga, nyrsta tanga Islands. Hvergi er miðnætursólin
magnaðri en norður við heimskautsbaug og meiri kyrrð er vandfundin. Auk þess er fuglalíf
á Melrakkasléttu óhemju mikið þannig að áhugamenn um fuglaskoðun ættu að gefa sér
góðan tíma. Reyndar ætti hver sá sem ferðast um Sléttuna að gefa sér góðan tíma, enda sér
vegakerfið til þess á sinn hátt. Þeir staðir sem sameina á þennan hátt merka sögu, ólýsanlega
náttúru og notalega kyrrð eru ekki margir. Þeir em nú þegar orðnir ómetanleg auðlind sem
við Islendingar eigum og megum fyrir enga muni glata.
Þegar sú sem þetta ritar las bókina beljaði vetrarhríðin á gluggiim og myrkrið hafði ennþá
yfirhöndina yfir birtunni. Þá var notalegt aðylja sér við sólríkar myndir bókarinnar og láta
sig dreyma um komandi sumardaga. Það vœri nefndega ekki úr vegi að taka hringferð um
Norðausturland í sumar og þá er þessi bók mjög ákjósanlegur ferðafélagi.
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir
160