Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 9

Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 9
HEILSUVERND 7 að alllengi. En þó er aldinsafi vel þynntur tilvalinn drykkur. Eg hefi séð alvarlega afleiðingu þess, að þvínga sjúka menn til þess að taka næringu án matarlystar. Meðan svo er vantar meltingarvökva, og fæðan fúlnar og rotnar og verð- ur að eitri. En á það er ekki bætandi í sótthita, þegar líkaminn á í vök að verjast að útrýma sýklaeitrinu. Hin alvitra forsjón lífsins sér um að láta svengdartilfinningu og matarlyst gefa merki um það, hvenær má byrja á að gefa sjúklingi næringu. Aldrei verður of mikil áherzla lögð á það, að innvortis hreinleiki, hreinleiki blóðs og lymfu, er fullkomnasta skil- yrðið og bezta ráðið til kvillalauss lífs og heilbrigði. Eftir lútann. Eftirliti og læknishjálp við mænusóttarsjúklinga er ekki lokið þó að hitasóttin sé um garð gengin, sízt ef hún hefir skilið eftir meiri eða minni varanlegar skemmdir og vöðva- og taugalamanir. Ef svo er, verður læknishjálpin að miða að því tvennu: 1. Áframhaldandi innvortis hreinsun og hreinlæti, út- rýming sýkla og sýklaeiturs úr hinum sjúka líkama. 2. Styrking allra líffæra og starfshæfni þeirra til endur- bóta og uppbyggingar þess, sem hefir lamazt í veikinni. Þetta er verk, sem hinn innri læknir eða forsjón lífsins vinnur. Hinn lærði læknir gerir vel, ef hann býr hinum æðra lækni svo í hendur, að skilyrði til viðreisnar séu möguleg. Meðal þessara skilyrða er fyrst að telja það að veita hinum sjúka manni viðeigandi, heppilega næringu. En sú næring er viðeigandi, sem er öllum þeim eiginleikum gædd, sem ætijurtir hafa, er þær koma úr verksmiðju sól- ar og jarðar fyrir áhrif lofts og vatns, og sem minnst skemmdar í matreiðslu. Sú ein fæða er hentug til þess að byggja upp líkamann. Hin skefjalausa efnishyggja hefir leitt menningarþjóðirnar út á glapstigu, að nærast mest- megnis á dauðri og efnasviptri fæðu. Fæðan verður að vera lifandi fæða um fram allt.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.