Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 9

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 9
HEILSUVERND 7 að alllengi. En þó er aldinsafi vel þynntur tilvalinn drykkur. Eg hefi séð alvarlega afleiðingu þess, að þvínga sjúka menn til þess að taka næringu án matarlystar. Meðan svo er vantar meltingarvökva, og fæðan fúlnar og rotnar og verð- ur að eitri. En á það er ekki bætandi í sótthita, þegar líkaminn á í vök að verjast að útrýma sýklaeitrinu. Hin alvitra forsjón lífsins sér um að láta svengdartilfinningu og matarlyst gefa merki um það, hvenær má byrja á að gefa sjúklingi næringu. Aldrei verður of mikil áherzla lögð á það, að innvortis hreinleiki, hreinleiki blóðs og lymfu, er fullkomnasta skil- yrðið og bezta ráðið til kvillalauss lífs og heilbrigði. Eftir lútann. Eftirliti og læknishjálp við mænusóttarsjúklinga er ekki lokið þó að hitasóttin sé um garð gengin, sízt ef hún hefir skilið eftir meiri eða minni varanlegar skemmdir og vöðva- og taugalamanir. Ef svo er, verður læknishjálpin að miða að því tvennu: 1. Áframhaldandi innvortis hreinsun og hreinlæti, út- rýming sýkla og sýklaeiturs úr hinum sjúka líkama. 2. Styrking allra líffæra og starfshæfni þeirra til endur- bóta og uppbyggingar þess, sem hefir lamazt í veikinni. Þetta er verk, sem hinn innri læknir eða forsjón lífsins vinnur. Hinn lærði læknir gerir vel, ef hann býr hinum æðra lækni svo í hendur, að skilyrði til viðreisnar séu möguleg. Meðal þessara skilyrða er fyrst að telja það að veita hinum sjúka manni viðeigandi, heppilega næringu. En sú næring er viðeigandi, sem er öllum þeim eiginleikum gædd, sem ætijurtir hafa, er þær koma úr verksmiðju sól- ar og jarðar fyrir áhrif lofts og vatns, og sem minnst skemmdar í matreiðslu. Sú ein fæða er hentug til þess að byggja upp líkamann. Hin skefjalausa efnishyggja hefir leitt menningarþjóðirnar út á glapstigu, að nærast mest- megnis á dauðri og efnasviptri fæðu. Fæðan verður að vera lifandi fæða um fram allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.