Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 40

Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 40
V. G. Plimmer: Hringrás lífsins. Höfundur þessarar greinar er kona R. H. A. Plimmers, prófessors i efnafræði við háskólann í London. Þegar gildi matvæla er metið eftir því, hve margar hita- einingar hvert gramm gefur, er hætt við að menn missi sjónar á því, sem mestu máli skiptir. Öll sú orka, sem vér fáum í fæðunni, kemur óbeinlínis frá sólinni fyrir milli- göngu jurtanna. Grænu blöðin eru einskonar net til að veiða sólarljósið í. Blaðgrænan notar sólarljósið til þess að umbreyta vatni, mold og lofti í flóknari efnasambönd, sem dýrin nærast á. Blaðgrænan og sólargeislarnir vinna að því í sameiningu að búa til sykur, sterkju, olíur, eggja- hvítu og fjörefni úr öðrum einfaldari efnum (vatni, kol- sýru, súrefni og steinefnum). Karotín, sem er fyrirrennari A-fjörefnis, myndast í jurtavefjum með hjálp rauðu geisl- anna. Ergosterol breytist í D-fjörefni, þegar útfjólubláir geislar sólarljóssins falla á hörundið. Forfeður vorir trúðu því, að til væri lífselixir. En svo er ekki. Líkami manna og dýra er samsettur af efnum, sem til eru orðin á eðlilegan hátt fyrir samspil sólarljóss, vatns, jarðar og lofts. en þetta eru ,,frumefnin“ fjögur í heimspeki Aristotelesar. Lífið er fólgið í verkunum og gagnverkunum þessara fjögurra höfuðskepna hver á aðra. Rétt næring eða rétt eldi er fólgið í því, að rífa látlaust niður og byggja upp á ný, þannig að líkaminn haldist í jafnvægi. Vaneldi (eða ofeidi) er truflun á þessu jafn- vægi og ófullkomin endurnýjun.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.