Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 50

Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 50
48 HEILSUVERND Waerland ræður yfir óvenjulegri þekkingu á sviði læknavísindanna, ekki siður en í heimspeki og sögu. . . . Eg hefi lært mikið af Waer- land, sérstaklega á sviði næringarfræðinnar." J. Ellis Barker, þekktur enskur gagnrýnandi og rithöf- undur um heilbrigðismál segir: „Eg hefi lesið allt það merkasta, sem gefið hefir verið út í Eng- landi, Ameríku, Frakklandi, Þýzkalandi og fleiri löndum, á sviði heilbrigðismálanna, og eg hika ekki við að fullyrða, að bók Are Waerlands, „In the cauldron of disease", hefir haft meiri áhrif á mig en nokkur önnur, og máske munu komandi kynslóðir telja hana beztu bók, sem nokkru sinni hefir verið rituð um heilbrigðismál." Torsten Tegnér, forstjóri helzta íþróttablaðs á Norður- löndum og einn mesti íþróttafrömuður Norðurlanda segir: ,,Eg tel Are Waerland einn hinna fáu merku rithöfunda, hugsuða og kennimanna Norðurlanda í síðustu heimsstyrjöld. Starf hans á sviði heilbrigðismálanna hefir sögulega þýðingu." Dr. Franklin Bircher, læknir, einn af sonum svissneska náttúrulæknisins Bircher-Benners, segir: „Are Waerland er ekki einasta mikill brautryðjandi á sviði jurta- neyzlu og heilbrigðismála, hann er líka mikill læknir." Waerland hefir nú lifað eftir kenningum sínum í hálfa öld. Þeir sem sáu og hlýddu á hann hér síðastliðið sumar, getur ekki blandazt hugur um, að þar hafi farið óvenju- lega hraustur og heilbrigður maður. 1 tæpan mánuð var hann á sífelldu ferðalagi á misjöfnum vegum og flutti á þessum tíma hálfan þriðja tug fyrirlestra, klukkutíma í hvert sinn, á erlendu máli, sem hann byrjaði að nema 3 mánuðum áður. Ef til vill hafa menn ekki veitt því eftir- tekt, sem ástæða var þó til, svo sjaldgæft sem það er hér, að aldrei þurfti hann að hafa vatnsglas hjá sér, meðan á fyrirlestri stóð, og aldrei heyrðist hann hósta eða ræskja sig, nema einu sinni á Akureyri, en það var fyrir þá góðu og gildu ástæðu, að fluga flaug niður í kok á honum. Líklega yrði örðugt að finna mann á áttræðis aldri, sem legði út í það að læra jafnerfitt mál og íslenzkan er, til þess eins að geta flutt fyrirlestra fyrir nokkrum hundruð- um eða þúsundum manna á þeirra eigin máli. Þetta ber

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.