Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 63

Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 63
HEILSUVERND 61 Stjórn félagsins var endurkosin, sömuleiðis stjórn Heilsuhælis- sjóðs og endurskoðendur, að öðru leyti en því, að í stað Petru Guð- mundsdóttur var Þórarinn Björnsson, póstfulltrúi, kosinn í stjórn Heilsuhælissjóðs. Stjórn félagsins skipa því: Jónas Kristjánsson, læknir, forseti; Björn L. Jónsson, veðurfræðingur, varaforseti, og er hann jafn- framt framkvæmdastjóri félagsins og fyrirtækja þess; Hjörtur Hans- son, stórkaupmaður, gjaldkeri; Hannes Björnsson, póstmaður, ritari, og Axel Helgason, lögregluþjónn, vararitari. Varastjórn: Sigurjón Pétursson, og er hann fundarstjóri á fundum félagsins, Halldór Stefánsson, fyrrv. forstjóri og Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi. Stjórn Heilsuhælissjóðs skipa: Frú Matthildur Björnsdóttir, kaupk., formaður, skipuð af stjórn félagsins; Þórarinn Björnsson, póstfull- trúi, gjaldkeri; Pétur Jakobsson, fasteignasali, ritari; Björgólfur Stefánsson, kaupmaður og frú Guðrún Þ. Björnsdóttir. Varastjórn: Axel Helgason, varaformaður, skipaður af stjórn félagsins; frk. Anna Guðmundsdóttir og frú Kolfinna Jónsdóttir. Endurskoðendur eru: Kristmundur Jónsson, stjórnarráðsritari, og Valgeir Magnússon, og til vara Guðmundur Breiðfjörð. 1 íundarlok urðu nokkrar umræður um félagsmál og létu fundar- menn í ljós ósk um, að fundir væru oftar en að undanförnu. Fram- kvæmdastjóri kvaðst hafa litið svo á, að fyrirlestrar Waerlands, bækur félagsins og tímaritið Heilsuvernd hefðu að nokkru komið i stað funda; hinsvegar taldi hann þessar óskir gleðilegan vott um áhuga félagsmanna og sjálfsagt að verða við Þeim, og það þeim mun fremur, sem hinar væntanlegu kvikmyndir gæfu kærkomna og nauðsynlega tilbreytingu á fundunum. SPURNINGAR OG SVÖR. J. H. spyr; 1. Hversvegna verða menn sköllóttir? 2. Hver er orsök flösu, og hvernig er auðveldast að ná henni úr höfðinu fyrir fullt og allt? 3. Eru hárvötn óholl? 4. Er kaplamjólk holl til manneldis? 5. Er hollt að eta jurtir eins og þær koma fyrir á jörðinni, t. d. hundasúru? 6. Hvaða eiturefni inniheldur vatn, sem er mettað af mýrarrauðu? 7. Hvað eiga þeir að gera sem þola illa birtu? 8. Er það óholl atvinna að aka bil? 9. Hvaða áhrif hefir nýmjólk á heilbrigði tannanna?

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.