Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 47
pool, bið ég þig að heimta skriflega neitun sem ég svo sendi
Zöllner, eða að hann neiti því fyrir rétti hjá sýslumanni.“
Þarna telur Torfí sýnilega mikið í húfi, því hann leggur á ráðin
um viðbrögð við hverskonar brögðum og mótþróa skipstjórans. Á
Kristján að leita fulltingis sýslumanns.
1897, 8. ágúst. Snýst allt um sekki bankabyggs sem vantaði á
Skeljavík.
1897,18. nóv. Snýst um óvenju mörg atriði, þar sem ekki passar
saman það magn vöru sem útdeila átti og það sem kom í leitirnar á
afhendingarnótum:
„Þú skrifaðir mér í haust um sápudunk, sem kynni að hafa
verið oftalinn hjá Fremri-Torfastaðadeild í fyrra.“ Torfí gerir
fulla grein fyrir þessu. „Eg er hálf ruglaður í kolareikn-
ingnum . . . alls hvolfdir þú úr 40 pokum og fylltir 20 aftur norð-
ur, eða var ekki svo? En þá áttu lausu kolin að vera meira en 240
vættir en ég fæ ekki nema 236 vættir og vantar mig þá 24 vættir
laus kol, — eftir því sem mér skilst. — Svo er ég í vandræðum með
reyktóbakið."
Þar kemur við sögu tóbakið Virginia Rose og annað með tor-
læsilegu nafni. Talsvert vantar af tóbaksstykkjum. Tóbaksmenn
hafa verið í Bæjardeild og Torfastaðadeild fremri. „Á aðrar hafn-
ir kom ekkert og ekkert afhent. — Skrifaðu mér eitthvað, jafnvel
þó að ég búist ekki við að þú getir upplýst mikið þar sem svo langt
er um liðið.“
Þessi samtíningur er birtur í því ákveðna augnamiði, að sýna og
sanna hvernig aðstaðan var. Leiða í ljós hversu óútreiknanlega
fyrirhöfn það gat kostað brautryðjendurna, að taka verslun
bænda í eigin hendur.
1898, 2. júlí. Yngsta bréfið um vorkauptíð er birt hér allt. Það er
ómaksins vert að lifa sig inn í hugarheim manna á þessum árum,
setja sig inn í allar aðstæður. Um bréfið er rétt að taka fram strax,
að eitthvað hefir Torfi vitað fyrir, því Guðmundur Pétursson í
Ófeigsfirði vottar 4. júlí í bréfi til S. E. Sverrissonar sýslumanns:
45