Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 53
hve föður mínum lá mikið á að komast á sjóinn skal þess gedð, að
hann var búinn að láta sauma segl á bátinn, en það var eftir að slá
því undir, þ.e. festa það með böndum. Spurði ég hann, hvort ég
ætti ekki að gera það áður en lagt væri frá landi. En hann kvað
nógan tíma til þess meðan legið væri yfír lóðunum. Síðan förum
við á sjóinn. Það er austan gjóla meðan við leggjum lóðirnar á
fískimiði þar sem Krossnessfjallið ber við Miðdagstindana. Síðan
er róið upp á endadufl og slæ ég seglinu undir á meðan. Brátt var
tekið að draga lóðirnar og voru þær dregnar móti vindi sem þótti
jafnan hagstæðara.
Það heldur þyngir vind, svo það er sjáanlegt að hvassviðn er
skammt undan. Okkur miðaði þó vel að ná inn lóðunum, fengum
að vísu smáslettur á okkur öðru hvoru. Það var sæmilegt fiskirí,
skuturinn þóftufullur og dálítið af fískif rammi í barka og eitthvað
af ýsu miðskips.
Aflinn hefði þó orðið meiri ef ekki hefði gengið í sundur hjá
okkur þegar við áttum eftir að draga í einn balann. Töpuðum við
þar með nokkrum lóðum, því að ekki var viðlit að ná þeim þar sem
nú var kominn strekkingsvindur og þungur sjór. Síðar kom á
daginn að það varð okkur til bjargar, að tómur bali var í bátnum.
Settum við nú upp segl og sigldum upp — eins og sagt var þegar
stefnan var tekin til lands.
Það mátti hafa fulla aðgæslu því að sjór var úfínn. Faðir minn
sat við stýrið. Hann var öruggur stjórnandi, en nú kallaði hann til
ntín og spurði hvort ég vildi stýra. Eg færðist undan því, þar sem
ég vissi að hann var reyndastur af okkur í þeirri íþrótt. Ég stóð við
mastrið og horfði á bárurnar. Ég man hvað mér þótti þetta vera
tilkomumikil sigling og það hvarflaði ekki að mér að okkur væri
nokkur hætta búin, þótt veður færi versnandi og öldugangur
ykist. Mér er minnisstætt, hve hann gróf sig mikið niður þegar við
komum á „Fjallið undir Hyrnunni“ og upp fyrir Kúadalina. Þá
skar hann af landið upp fyrir miðjar hlíðar.
Þannig gekk siglingin slysalaust í fyrstu og okkur miðaði vel
áfram allt þar til við komum upp undir Krossnessbalann, en þá
tekur bára sig upp rétt fyrir aftan bátinn og hellir sér inn yfir
51
L