Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 63
Biðu þeir svo rólegir urn sinn. En loks kom að því að þeir urruðu
ofurlágt niður á milli lappanna, eða þeir ráku upp smábofs niður
á milli þeirra.
En það var ekki fyrr en gestirnir kornu í sjónmál sem hundur-
inn settist upp og hóf hið hefðbundna gestagelt. Fyrst var geltið
hlutlaust, en eftir að hesturinn var kominn svo nálægt að hundur-
mn breytti um tóntegund, væri hundurinn kunnur gestinum og
vissi að hann myndi verða aufúsugestur, lækkaði hann röddina og
því meir sem gesturinn nálgaðist. Og væri gesturinn hundinum að
góðu kunnur hætti hann alveg, kom brosandi móti gestinum og
dillaði rófunni. Væri hesturinn ókunnur eða hundinum væri
ekkert urn hann gefið herti hann því meir á geltinu sem gesturinn
nálgaðist og linnti ekki látum fyrr en einhver kom út og þaggaði
niður í honum.
Heima hagaði þannig til, að gesta gat verið von úr þrem áttum
eða jafnvel fjórum, þegar rnenn komu af sjó og gengu heim að
bænum. Þeir gátu komið úr suðri, í áttina frá Bæ. Þeir gátu komið
úr norðri, frá Prestsbakka og þeir gátu komið úr vestri ofan úr
Bakkadal. En það var sama úr hvaða átt gestir komu, það brást
aldrei að hundarnir legðust niður fram á lappir sínar í þá átt er
gestirnir komu úr.
Venjulega fylgdu hundar flestum gestum, að minnsta kosti
körlum. En heimahundurinn sem spáði skipti sér aldrei af komu-
hundinum fyrr en hann hafði lokið hlutverki sínu sem spáhund-
ur. Eftir að hann hafði skilað gestinum til bæjar sneri hann sér að
komuhundinum, og það gat verið með ýmsu móti. Stundum gat
farið vel á með heimahundinum og hinum, en stundum byrjuðu
áflog og illindi, til dærnis ef þeir höfðu verið meðbiðlar.
Það var eitt sinn hundur, horaður, Ijótur
og húsbóndalaus, að fleekjast í borginni.
Svo kornst Steinn Steinarr að orði í einu kvæða sinna. Alllöngu
eftir að Steinn orkti þetta ljóð endurtók þessi saga sig.
Þá gerðist það eitt vetrarkvöld að ókenndur hundur, horaður
og ljótur knúði dyra á húsi nokkru í borginni, það er að segja,
61