Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 68

Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 68
Þetta kom svo flatt uppá réttarvitni og ritara að þeir beinlínis göptu af undrun. Ekki veit ég hvaða spurningar hafa verið lagðar fyrir Jón eftir að hann gerði játningu sína, óaðspurður og án allra þvingana. En sjálfsagt hefur hann eitthvað verið spurður varðandi heimildir fyrir þessum skrifum svo sem varðandi hundinn og höglin sem í honum höfðu lent. Annars held ég að hundurinn hafi lítið komið við sögu í þessum réttarhöldum. En síðasti þáttur þessara málaferla og sá merkilegasti og einnig sá skemmtilegasti gerðist ekki fyrr en síðar og skal nú að honum vikið. Á heiðinni austanverðri, sem liggur milli Hrútafjarðar og Dala, var bær sem nefndist Kvíslasel eða Kvíslar, eins og hann var venjulega nendur. Þar átti hundurinn heima, sem oft hefur kom- ið við sögu hér að framan. Eigendur hans voru hjón sem voru þar í húsmennsku eða vinnumennsku hjá bóndanum sem þar bjó. Hann hét Sigurbjörn Jónsson. Maðurinn hét Jóhann eða Jóhannes og var alltaf kallaður Jói. Hann var talinn mjög einfaldur og nálgaðist það sem nú á dögum er kallað að vera þroskaheftur. Konan hans, sem ég man nú ekki lengur hvað hét, var hinsvegar allgóðum gáfum gædd en talin orðhákur og málgefin úr hófi fram. Frá henni voru komnar allar þær sögur sem um sveitina gengu um þá hrottalegu meðferð er hundur hennar hafði fengið hjá Dungal bónda í Bæ. Nokkru eftir að réttarhöldum þeim lauk, sem áður hefur verið lýst og líklega ekki fyrr en undir sumarmál, var enn boðað til réttarhalda og að þessu sinni á sýsluskrifstofunni á Borðeyri. Var þangað stefnt hjónunum úr Kvíslum ásamt Sigurbirni bónda. . Líklega hefur Dungal bónda einnig verið stefnt þangað, þó ég muni það ekki fyrir víst. En hundurinn var fjarverandi enda hefur honum líklega ekki verið stefnt sérstaklega. Konan hélt því fram að hundurinn hafi verið allur flakandi í sárum um allan aftari hluta líkamans. Ekki er þess sérstaklega getið hvað Jói hafi lagt til málanna, hefur þó vafalaust fylgt konu sinni að málum. Talið var að Sigurbjörn hafi ekki viljað kveðajafn fast að orðum og þau hjón, en taldi að eitthvað hefði séð á honum. 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.