Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 68
Þetta kom svo flatt uppá réttarvitni og ritara að þeir beinlínis
göptu af undrun.
Ekki veit ég hvaða spurningar hafa verið lagðar fyrir Jón eftir
að hann gerði játningu sína, óaðspurður og án allra þvingana. En
sjálfsagt hefur hann eitthvað verið spurður varðandi heimildir
fyrir þessum skrifum svo sem varðandi hundinn og höglin sem í
honum höfðu lent. Annars held ég að hundurinn hafi lítið komið
við sögu í þessum réttarhöldum.
En síðasti þáttur þessara málaferla og sá merkilegasti og einnig
sá skemmtilegasti gerðist ekki fyrr en síðar og skal nú að honum
vikið.
Á heiðinni austanverðri, sem liggur milli Hrútafjarðar og Dala,
var bær sem nefndist Kvíslasel eða Kvíslar, eins og hann var
venjulega nendur. Þar átti hundurinn heima, sem oft hefur kom-
ið við sögu hér að framan. Eigendur hans voru hjón sem voru þar í
húsmennsku eða vinnumennsku hjá bóndanum sem þar bjó.
Hann hét Sigurbjörn Jónsson.
Maðurinn hét Jóhann eða Jóhannes og var alltaf kallaður Jói.
Hann var talinn mjög einfaldur og nálgaðist það sem nú á dögum
er kallað að vera þroskaheftur. Konan hans, sem ég man nú ekki
lengur hvað hét, var hinsvegar allgóðum gáfum gædd en talin
orðhákur og málgefin úr hófi fram. Frá henni voru komnar allar
þær sögur sem um sveitina gengu um þá hrottalegu meðferð er
hundur hennar hafði fengið hjá Dungal bónda í Bæ.
Nokkru eftir að réttarhöldum þeim lauk, sem áður hefur verið
lýst og líklega ekki fyrr en undir sumarmál, var enn boðað til
réttarhalda og að þessu sinni á sýsluskrifstofunni á Borðeyri. Var
þangað stefnt hjónunum úr Kvíslum ásamt Sigurbirni bónda. .
Líklega hefur Dungal bónda einnig verið stefnt þangað, þó ég
muni það ekki fyrir víst. En hundurinn var fjarverandi enda
hefur honum líklega ekki verið stefnt sérstaklega.
Konan hélt því fram að hundurinn hafi verið allur flakandi í
sárum um allan aftari hluta líkamans. Ekki er þess sérstaklega
getið hvað Jói hafi lagt til málanna, hefur þó vafalaust fylgt konu
sinni að málum. Talið var að Sigurbjörn hafi ekki viljað kveðajafn
fast að orðum og þau hjón, en taldi að eitthvað hefði séð á honum.
66