Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 72

Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 72
Vörðurnar urðu að risaháum dröngum til að sjá. Það var sjón sem allir smalar könnuðust mæta vel við, og ollu geig smávöxn- um nýliðum í því ábyrgðarmikla starfi, sem hjáseta og smala- mennska var. Smám saman létti til, er inn yfir ár kom, og þar með varð vegur greiðfærari svo hægt var að spretta úr spori. Við komum um hánótt að Bólstað, en Láru voru kunnug göng í bæinn á sínu æskuheimili. Svaf ég þar það sem eftir var nætur. Fyrir hádegi varð ég að vera komin á áfangastað, svo mér var ekki til setu boðið. Þáði ég áður en ég fór hinn besta beina hjá Pálfríði frænku minni, sem veitul var „gesti og gangandi". Langt var milli bæja hjá þeim sem komu af heiðinni, og þörfnuðust tíðum hvíldar og aðhlynningar. Tími minn var það rúmur að ég gat komið við á Ósi. Tafði þó stutta stund að þessu sinni. Hélt svo áfram síðasta spölinn að húsi Guðbjörns Bjarnasonar og Katrínar Guðmundsdóttur, þar sem mér að venju var tekið opn- um örmum. Við Katrín vorum systradætur, og þar hélt ég til á meðan tannsmíðið stóð yfir. Ég fór strax eftir hádegið til Guð- mundar Hraundals tannsmiðs, eins og til stóð. Gekk smíðið fljótt og vel fyrir sig. Ég var búin að vera tannlaus í þrjá mánuði, eða vel það, eins og þá var uppálagt að yrði að vera frá því endan- legur tanndráttur fór fram. Mætti ég öðru hvoru hjá Guðmundi. Hálfkveið þeirri stund er ég fengi smíðisgripinn, því ýmsar sögur gengu um hvað pínandi væri að vera með „falskar tennur“. Fékk ég mínar seint á degi. Með tennurnar skyldi ég sofa um nóttina, og alls ekki taka þær fram úr mér, þó til óþæginda kynni að finna. Svo átti ég að morgni að koma til hans áður en til heim- ferðar væri hugsað. Þær kostuðu var 750 kr. og enn endast þær mér. Að vísu hefur efri gómurinn orðið fyrir því að detta og brotna. En það hefur fengist vel bætt. Neðri tanngarðurinn vildi lengi vel angra mig, en ég lét aldrei undan, og hef alltaf verið með hann. Má því eftir ástæðum vera ánægð með mitt hlutskipti, hvað þeim við kemur. Hélt því sem skjótast af stað heim á leið, eftir að hafa kvatt mína velunnara. Mósi minn hafði verið í umsjá Magnúsar Lýðs- sonar, þess ágæta manns. Gekk ég þar að honum vel á sig komn- um að skila mér heim. Veður var hið besta og þar sem ég fór 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.