Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 85
drengsins né nöfn foreldra. Dagsetningar eru réttar samanborið
við kirkjubækur. Síðari frásögn fréttabréfs úr Steingrímsfirði
skýrir frá fundi líksins tæpu ári síðar.
Telja má nálega fullvíst að þessi bréf séu einu samtíma rituðu
heimildir um atburð þennan og engin ástæða til að rengja áreið-
anleik þeirrar frásagnar.
Af hreinni tilviljun rakst ég á þessa frásögn um barnshvarfið á
Bassastöðum í bók eftir Jóh. Örn Jónsson frá Steðja, sem hann
nefnir „Sagnablöð hin nýju“ og kom út 1956, og tekur hann þar
upp frásögn þá sem Norðanfari birti á sínum tíma. Til skýringar
við frásögn þessa bætir Jóh. Örn þeim upplýsingum, að drengur-
inn muni hafa heitið Þorgeir og verið sonur þáverandi hjóna á
Bassastöðum, þeirra Sveinbjarnar Einarssonar og Valdísar Jóns-
dóttur.
Þessar upplýsingar komu mér mjög á óvart, því móðir mín
Ragnheiður Kristín Jónsdóttir hafði sagt okkur systkinum söguna
um barnshvarfið, enda var henni málið skylt, því það var bróðir
hennar Sæmundur Jónsson sem týndist, sonur þeirra hjóna Jóns
Magnússonar og Kristínar Sæmundsdóttur, en þau voru móður-
foreldrar okkar systkina. A þessum árum var tvíbýli á Bassastöð-
um, bjó Sveinbjörn og Valdís á öðru og Jón og Kristín á hinu. I
kirkjubókum frá þessum tíma kemur nafnið Þorgeir ekki fyrir
meðal barna Sveinbjarnar og veit ég ekki hvaðan Örn hefir það
nafn. A heimili Jóns er Sæmundur skráður sonur þeirra hjóna 1
árs 1866 og í prestsþjónustubók 1867 talinn dáinn og týndur 11.
sept. 1867.
Þessi missögn um nafn drengsins sem hvarf og foreldra hans er
eiginlega ástæða þess að ég er að rifja upp þessa sögu og læt ég
fylgja hér á eftir kaflana úr fréttabréfum úr Steingrímsfírði sem
birtust í Norðanfara á þessum árum. Því miður brestur mig kunn-
ugleika á, hver er höfundur þeirra, en vafalítið er þar sami maður
að verki. Það er athyglisvert að síðara bréfíð, sem vitnað er í, er
dagsett daginn eftir að lík barnsins fannst, svo stutt hefir verið á
milli staða og beinist þá athyglin fyrst að prestinum á Stað.
83