Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 85

Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 85
drengsins né nöfn foreldra. Dagsetningar eru réttar samanborið við kirkjubækur. Síðari frásögn fréttabréfs úr Steingrímsfirði skýrir frá fundi líksins tæpu ári síðar. Telja má nálega fullvíst að þessi bréf séu einu samtíma rituðu heimildir um atburð þennan og engin ástæða til að rengja áreið- anleik þeirrar frásagnar. Af hreinni tilviljun rakst ég á þessa frásögn um barnshvarfið á Bassastöðum í bók eftir Jóh. Örn Jónsson frá Steðja, sem hann nefnir „Sagnablöð hin nýju“ og kom út 1956, og tekur hann þar upp frásögn þá sem Norðanfari birti á sínum tíma. Til skýringar við frásögn þessa bætir Jóh. Örn þeim upplýsingum, að drengur- inn muni hafa heitið Þorgeir og verið sonur þáverandi hjóna á Bassastöðum, þeirra Sveinbjarnar Einarssonar og Valdísar Jóns- dóttur. Þessar upplýsingar komu mér mjög á óvart, því móðir mín Ragnheiður Kristín Jónsdóttir hafði sagt okkur systkinum söguna um barnshvarfið, enda var henni málið skylt, því það var bróðir hennar Sæmundur Jónsson sem týndist, sonur þeirra hjóna Jóns Magnússonar og Kristínar Sæmundsdóttur, en þau voru móður- foreldrar okkar systkina. A þessum árum var tvíbýli á Bassastöð- um, bjó Sveinbjörn og Valdís á öðru og Jón og Kristín á hinu. I kirkjubókum frá þessum tíma kemur nafnið Þorgeir ekki fyrir meðal barna Sveinbjarnar og veit ég ekki hvaðan Örn hefir það nafn. A heimili Jóns er Sæmundur skráður sonur þeirra hjóna 1 árs 1866 og í prestsþjónustubók 1867 talinn dáinn og týndur 11. sept. 1867. Þessi missögn um nafn drengsins sem hvarf og foreldra hans er eiginlega ástæða þess að ég er að rifja upp þessa sögu og læt ég fylgja hér á eftir kaflana úr fréttabréfum úr Steingrímsfírði sem birtust í Norðanfara á þessum árum. Því miður brestur mig kunn- ugleika á, hver er höfundur þeirra, en vafalítið er þar sami maður að verki. Það er athyglisvert að síðara bréfíð, sem vitnað er í, er dagsett daginn eftir að lík barnsins fannst, svo stutt hefir verið á milli staða og beinist þá athyglin fyrst að prestinum á Stað. 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.