Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 94

Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 94
Seinna dáinn, — dreymdi mig hann dásamlega feginn og þá blíðan biðja vann að bera mig hinu megin. Svarið besta var þann veg vel það fram réð bera. „Það ég vil og þá skal ég það með gleði gera“. Eftirmáli: Ingvar Agnarsson Foreldrar mínir létu af búskap árið 1950. Þau höfðu þá átt heima á Hrauni í Arneshreppi í 17 ár. Faðir minn hafði þá misst sjónina að mestu svo ógerningur var að stunda búskap lengur. Þau fluttu suður í Kópavog til sonar síns og tengdadóttur. Aður en þau fóru seldu þau kúna og allt féð. Þau vissu að vel yrði farið með þessar skepnur þótt þær væru skildar eftir hjá vandalausum. En öðru máli gegndi um Fífil, hestinn þeirra. Föður mínum fannst að hann gæti ekki látið hann til annara, hann vissi að oft væru of þungir baggar lagðir á hesta, einkum þá sem litla höfðu krafta og þol og oft var þeim riðið ógætilega og ekki hlíft sem skyldi, en Fífill var fremur lítill hestur og hvorki sterkur né þolinn til erfiðisvinnu. Faðir minn hafði ætíð farið vel með hann og hlíft honum eftir föngum við miklu erfiði. En marga ánægjustund hafði hann átt á baki Fífils á ferðum milli bæja í sveitinni og ort um hann margar vísur. Ýmsir vildu kaupa Fífil og hugleiddi faðir minn vandlega hvernig hag Fífils mundi best borgið. Hann komst að þeirri nið- urstöðu að selja hann ekki. Hann lagði því svo fyrir að Fífill skyldi ganga um haga ónotaður þetta sumar en um haustið skyldi hon- um slátrað í Kaupfélaginu á Norðfirði þótt hann þannig fengi miklu minna verð fyrir hann en ef hann hefði selt hann á fæti. Hann fól góðum manni og öruggum að sjá um þessa framkvæmd og var svo gert sem faðir minn lagði fyrir. Hann var ánægður með þessa tilhögun mála. Nú vissi hann að Fífli liði vel og það var mest um vert. 92
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.