Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 106

Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 106
væri bara eitt og þá frekast lítið og nett. En það var eitthvað annað. Baggarnir voru líkt og heysátur í bak og fyrir. Það ríkti mikil gleði og tilhlökkun að fá að heyra í útvarp- inu. Eg bjóst við því að nú væru allar þrautir unnar og um kvöldið mundum við heyra í mönnum tala í stofunni hjá okkur þótt þeir væru víðs fjarri. Það reyndist ekki svo einfalt. Það þurfti að setja tækið upp eins og það var kallað. Hafði faðir rninn fengið Eirík á Dröngum til liðs við sig. Hann bjó á næsta bæ og hafði eins og áður sagði sett upp útvarpstæki hjá sér. Hans var ekki von fyrr en eftir nokkra daga. Urðum við að bíða þangað til þótt óþreyjufull vær- um. Það var nokkur raunabót að virða fyrir sér þessa nýstárlegu og dularfullu hluti, sem biðu þessað vera leystir úr álögum eins og prinsessan í ævintýrunum. Þessir töfrahlutir voru raunar fjórir en ekki einungis einn. Fyrst er að nefna sjálft útvarpstækið, sem var tveggja lampa af Telefunkengerð. Þá var stór hátalari úr póleruð- um harðviði. Hann þótti mikil stofuprýði. Hef ég enn ekki séð fallegri grip af þessu tagi. A baki hans var takki. Var hægt að breyta hljóðinu með því að snúa honum. Þriðji hluturinn var batteríið eða þurrigeymirinn eins og hann var venjulega kallaður. Loks var votigeymirinn eða sýrugeymirinn. Geymarnir voru þungir, einkum votigeymirinn, en hann þurfti að hlaða annað slagið. I því skyni var komið upp hleðslustöð í Norðurfirði. Þangað þurfti að fara með geyminn til hleðslu. Voti geymirinn var eins og áður segir þungur. Var hann úr þykku gagnsæju gleri fylltur sýru svo að plöturnar sem geymdu rafmagnið voru á kafi. Sá var hængur á að sýran vildi seytla úr geymunum þegar þeir voru bornir og skemma föt eða jafnvel brenna manninn sem bar. Þótti þetta hin versta byrði. Eiríkur kom á tilsettum tíma til að setja upp útvarpstækið. Reist var hátt mastur á hólnum handan við bæjarlækinn, gegnt bænum. Mastrið var raunar í tvennu lagi spengt saman með gjörðum, því ekki fannst nógu löng eða heppileg súla í það. Loftnetið var síðan strengt í stöng á bæjarburstinni og svo inn um gluggann í stofuna. Að þessu loknu var hugað að jarðsambandinu. Var mikið undir því komið að góð tengsl væru við rnóður jörð. Grafin var alldjúp 104
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.