Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 111
fiskinum upp á planið. Auðunn bróðir minn var að fletja fisk
á móti Arna Andréssyni. Hann vísaði mér með fiskihnífinn í
hendi á dyr í einum skúrnum en hélt svo áfram að fletja. Þeir
Arni flöttu hvor á móti öðrum sem venja var, skar annar fyrir en
hinn tók hrygginn. Innan dyra í skúrnum hitti ég mágkonu mína,
Sigríði Guðmundsdóttur frá Byrgisvík. Tók hún mér með alúð og
fór strax að finna einhvern matarbita handa mér.
Þarna var ég svo fyrstu nóttina sem ég gisti við Steingríms-
fjörð. Lítið varð um svefn þessa fögru nótt. Bátar voru að fara og
koma, vélahljóð og skvaldur sjómannanna á planinu og á leið í
beituskúrana var að heyra samfellt. Nóttin var björt og fiskur
fyrir landi, allir fullir áhuga fyrir veiðinni og sólarhringurinn
hvarf óðfluga inn í annan sólarhring, enginn tími til að sofa,
bara beita og síðan á sjóinn, flýta sér í land og losna við fiskinn,
aftur á sjóinn og tímaskil öll töpuð og litla þorpið þarna á klöpp-
unum var eins og gullgrafarabær vestur í Klettafjöllum. Já, svona
var lífið í Hamarsbælinu það herrans ár 1931. Það er að segja
um sumarið. Daginn eftir að ég sté þarna fæti á land var ég kom-
*n á sjóinn með þeim Hveravíkurbræðrum Sveini og Ingimundi
sonum Guðmundar Jónssonar bónda í Byrgisvík. Bátur þeirra,
lítil trilla, hét Örninn. Lagt var upp í Hamarsbælinu.
Já, þá var nú líf í tuskunum í Bælinu. Þessi staður var þó enn
einskonat verstöð. En veturinn eftir var ekki annað fólk þar en
Auðunn bróðir minn og fjölskylda hans.
8. febrúar þann vetur fæddist þeim hjónum dóttir og hlaut
nafnið Sigríður Guðmunda eftir foreldrum móðurinnar, Guð-
mundi og Sigríði bóndahjónum í Byrgisvík. Sigríður er nú hjúkr-
unarfræðingur í Reykjavík.
Er voraði fjölgaði aftur í Bælinu, eins og staðurinn var venju
lega nefndur manna á milli. Bátarnir með sína sérkennilegu véla
skelli, Penta, Bolinder, Ford og Skandía áttu þarna sína fulltrúa
ásamt öðrum þekktum fyrirtækjum langt úti í hinum stóra heimi.
Menn þurftu ekki að sjá bátana tiljað vita hvaða bátur var á ferð,
aflir þekktu vélarhljóðið. Þegar þeir komu í ljós var aflinn
vigtaður með augunum eftir því hvað báturinn var siginn í sjó.
109