Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 114

Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 114
Drangsnesingar yfirleitt í sterkum tengslum við verslunina á Drangsnesi og um skeið dró einkaframtakið flesta til sín. Árni var mikill dugnaðarmaður sem og bræður hans. Eg vann stundum hjá honum sumarlangt og líkaði vel. I mörgu var að snúast bæði utanhúss og innan. Konan var ekki síðri en hann. Auk þess sem þeim fæddist barn á ári hverju hafði Árni oftast einhverja verkmenn sína á heimilinu og man ég að ég svaf í efri koju í litla húsinu þeirra sem fleytt hafði verið á tunnum frá Drangsnesi og sett niður á fjörukambinn. Alltaf varð að taka á móti fiski um leið og bátarnir komu að, vigta hann og koma í salt á sem skemmstum tíma, því sólin skein á fiskhrúgurnar á planinu og svo mátti ekki lengi standa. Væri ekki róið þurfti að fara í heyskap upp á fja.ll, slá og binda og reiða heim. Ef ekki gafst tími til að reiða heyið heim var það þurrkað og borið upp í hey sem svo var kallað og látið bíða vetrarins, en þá var það sótt á sleða. Fyrstu árin var planið stækkað smám saman. Byggja varð hús til að geyma í fiskinn og verka, eitt til söltunar og vöskunar, annað fyrir þurrfiskinn. Byggja varð ýmiss konar aðra aðstöðu svo sem gera brunn í brekkunni fyrir ofan, en þaðan fékkst nægi- legt vatn til allrar notkunar á staðnum. Fiskurinn var breiddur dl þerris á malarkambi milli hússins sem Árni bjó í og Bælisins. Þangað var fiskinum ekið í kerru sem Mósi gamli dró samvisku- samlega, þægilegur hestur og góðlyndur. Árni sá um allt þetta sem tók ærinn tíma. Á haustin var fiskurinn metinn og pakkaður handa Spánverjum sem létu brennivín í staðinn til ríkisins. Það var oft glatt á hjalla þegar verið var að meta fiskinn. Menn voru mjög pólitískir í þann tíð, sjálfstæðismenn og framsóknarmenn deildu hart. Mér er enn minnisstæð sú geislandi ánægja á andlit- um matsmannanna þegar þeir komu til starfa. Þetta var ein sam- felld orrahríð til kvölds dag hvern. Þeir sem mest bar á voru Einar Sigvaldason frá Sandnesi, Sigvaldi faðir hans, Jón Pétur, Guðmundur Magnússon frá Hólmavík, Bjarni Bjarnason, sonur Bjarna Þorbergssonar á Klúku og fleiri mætti nefha. Veitti ýms- um betur, en einn bar þó af bæði hvað mælsku snerti, fróðleik og minni, en það var Einar Sigvaldason. Hinsvegar var Einar ekki alltaf með sama flokknum. Hann mun hafa verið maður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.