Strandapósturinn - 01.06.1987, Qupperneq 114
Drangsnesingar yfirleitt í sterkum tengslum við verslunina á
Drangsnesi og um skeið dró einkaframtakið flesta til sín.
Árni var mikill dugnaðarmaður sem og bræður hans. Eg vann
stundum hjá honum sumarlangt og líkaði vel. I mörgu var að
snúast bæði utanhúss og innan. Konan var ekki síðri en hann.
Auk þess sem þeim fæddist barn á ári hverju hafði Árni oftast
einhverja verkmenn sína á heimilinu og man ég að ég svaf í efri
koju í litla húsinu þeirra sem fleytt hafði verið á tunnum frá
Drangsnesi og sett niður á fjörukambinn. Alltaf varð að taka á
móti fiski um leið og bátarnir komu að, vigta hann og koma í
salt á sem skemmstum tíma, því sólin skein á fiskhrúgurnar á
planinu og svo mátti ekki lengi standa. Væri ekki róið þurfti að
fara í heyskap upp á fja.ll, slá og binda og reiða heim. Ef ekki
gafst tími til að reiða heyið heim var það þurrkað og borið upp í
hey sem svo var kallað og látið bíða vetrarins, en þá var það sótt
á sleða. Fyrstu árin var planið stækkað smám saman. Byggja varð
hús til að geyma í fiskinn og verka, eitt til söltunar og vöskunar,
annað fyrir þurrfiskinn. Byggja varð ýmiss konar aðra aðstöðu
svo sem gera brunn í brekkunni fyrir ofan, en þaðan fékkst nægi-
legt vatn til allrar notkunar á staðnum. Fiskurinn var breiddur dl
þerris á malarkambi milli hússins sem Árni bjó í og Bælisins.
Þangað var fiskinum ekið í kerru sem Mósi gamli dró samvisku-
samlega, þægilegur hestur og góðlyndur. Árni sá um allt þetta
sem tók ærinn tíma. Á haustin var fiskurinn metinn og pakkaður
handa Spánverjum sem létu brennivín í staðinn til ríkisins. Það
var oft glatt á hjalla þegar verið var að meta fiskinn. Menn voru
mjög pólitískir í þann tíð, sjálfstæðismenn og framsóknarmenn
deildu hart. Mér er enn minnisstæð sú geislandi ánægja á andlit-
um matsmannanna þegar þeir komu til starfa. Þetta var ein sam-
felld orrahríð til kvölds dag hvern. Þeir sem mest bar á voru
Einar Sigvaldason frá Sandnesi, Sigvaldi faðir hans, Jón Pétur,
Guðmundur Magnússon frá Hólmavík, Bjarni Bjarnason, sonur
Bjarna Þorbergssonar á Klúku og fleiri mætti nefha. Veitti ýms-
um betur, en einn bar þó af bæði hvað mælsku snerti, fróðleik
og minni, en það var Einar Sigvaldason. Hinsvegar var Einar
ekki alltaf með sama flokknum. Hann mun hafa verið maður