Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 128

Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 128
vík. Þegar ég fór þessa leið með manni mínum fyrir um tuttugu árum, var þar enn búið og roskin kona stóð við slátt á túninu. Þó leist okkur ekki heiglum hent að slá það, því okkur sýndist varla stætt þar, svo snarbratt er túnið. Utar í hlíðinni spurði svo maðurinn minn mig upp úr eins manns hljóði: „Hver ætli hafi nennt að baka allar þessar flatkökur?" „Ha, hva-?“, spurði ég eins og álfur. „Sjáðu fjallið," svaraði hann. Og mikið rétt, fjallið er eins og töllaukinn flatkökuhlaði. Eg hélt alltaf að það héti Sætrin, en á kortinu er það nefnt Örkin. Nú blasti ísbreiðan við og var hún á hraðri leið inn flóann. Þetta var nýstárlegt fyrir flest okkar, og nú var gerður stuttur stans austan við Reykjaneshyrnuna til þess að menn gætu notað mynda- vélarnar. Þar sem þetta var auðsjáanlega sléttur lagnaðarís, þá hef ég ekki trú á að þær myndir verði tilkomumiklar. Svo var rennt inn í Trékyllisvíkina. Dálítill stans var gerður þar en ekki var það löng stund. þó gátum við aðeins rölt um í fjöt unni. Fólk varð ásátt um að snúa þarna við á hlaðinu í Árnesi, en vera ekkert að fara út í Ingólfsfjörð. Þetta var orðin langur og ánægjulegur dagur og við áttum eftir að stoppa í Djúpuvík og fá okkur kaffi. Það mátti samt til að heilsa upp á Regínu okkar og Karl Thorar- ensen á Gjögri. Við tókum hús á þeim nokkur okkar í bakaleið- inni. Þau eru þarna öll sumur í húsi sínu. Mér finnst Regína verá happadráttur bæði fyrir Strandamenn og okkur Selfossbúa, því að þessara byggðarlaga og þeirra lífshlaups myndi ekki minnst að neinu ef hún Regína styngi ekki niður penna og segði frá viðburð- um þar. Svo var ekið til Djúpuvíkur. Ein af gömlu byggingunum hefur verið dubbuð upp og er starfrækt sem hótel. Þarna var reglulega snyrtilegt og fólkið alúðlegt. En þegar ég kom þarna í fyrra sinnið var á öllu þessi stöðnun sem einkennir hrörnandi staði. Jú, við hittum afgreiðslumann í svolítilli búðarkytru, vingjarnlegan öldung, sem allt vildi fyrir okkur gera. Við vorum í glöðu og glettnu skapi og keyptum ótrúlegustu hluti, jafnvel rykfallið jólaskraut. En þetta var í júlí. 126
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.