Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 128
vík. Þegar ég fór þessa leið með manni mínum fyrir um tuttugu
árum, var þar enn búið og roskin kona stóð við slátt á túninu. Þó
leist okkur ekki heiglum hent að slá það, því okkur sýndist varla
stætt þar, svo snarbratt er túnið.
Utar í hlíðinni spurði svo maðurinn minn mig upp úr eins
manns hljóði:
„Hver ætli hafi nennt að baka allar þessar flatkökur?"
„Ha, hva-?“, spurði ég eins og álfur.
„Sjáðu fjallið," svaraði hann. Og mikið rétt, fjallið er eins og
töllaukinn flatkökuhlaði. Eg hélt alltaf að það héti Sætrin, en á
kortinu er það nefnt Örkin.
Nú blasti ísbreiðan við og var hún á hraðri leið inn flóann. Þetta
var nýstárlegt fyrir flest okkar, og nú var gerður stuttur stans
austan við Reykjaneshyrnuna til þess að menn gætu notað mynda-
vélarnar. Þar sem þetta var auðsjáanlega sléttur lagnaðarís, þá hef
ég ekki trú á að þær myndir verði tilkomumiklar.
Svo var rennt inn í Trékyllisvíkina. Dálítill stans var gerður þar
en ekki var það löng stund. þó gátum við aðeins rölt um í fjöt unni.
Fólk varð ásátt um að snúa þarna við á hlaðinu í Árnesi, en vera
ekkert að fara út í Ingólfsfjörð. Þetta var orðin langur og
ánægjulegur dagur og við áttum eftir að stoppa í Djúpuvík og fá
okkur kaffi.
Það mátti samt til að heilsa upp á Regínu okkar og Karl Thorar-
ensen á Gjögri. Við tókum hús á þeim nokkur okkar í bakaleið-
inni. Þau eru þarna öll sumur í húsi sínu. Mér finnst Regína verá
happadráttur bæði fyrir Strandamenn og okkur Selfossbúa, því
að þessara byggðarlaga og þeirra lífshlaups myndi ekki minnst að
neinu ef hún Regína styngi ekki niður penna og segði frá viðburð-
um þar. Svo var ekið til Djúpuvíkur. Ein af gömlu byggingunum
hefur verið dubbuð upp og er starfrækt sem hótel. Þarna var
reglulega snyrtilegt og fólkið alúðlegt.
En þegar ég kom þarna í fyrra sinnið var á öllu þessi stöðnun
sem einkennir hrörnandi staði. Jú, við hittum afgreiðslumann í
svolítilli búðarkytru, vingjarnlegan öldung, sem allt vildi fyrir
okkur gera. Við vorum í glöðu og glettnu skapi og keyptum
ótrúlegustu hluti, jafnvel rykfallið jólaskraut. En þetta var í júlí.
126