Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 138
sínum þar. Hann dvaldi svo hér í bænum þar til nú fyrir rúmu ári
síðan, að hann flutti héðan.
Jón heitinn var æ ókvæntur maður og barnlaus og var það skaði
mikill með svo barnelskan og ágætan mann. Hann bjó um tíma á
nokkrum ekrum af landi, er hann átti hér skammt frá bænum, þar
missti hann allt sitt í eldi og komst sjálfur nauðuglega undan. Eftir
það hafði hann ávalt heimilisfang sitt hjá Ólafi bróður sínum
Johnson, sem hér hefur búið í bænum í 30 ár og mest fengist við
alls konar samningsvinnu (contracts). Ólafur missti konu sína í
fyrra og varð um það leyti að hætta við atvinnurekstur sinn hér,
sökum þess að ekkert var hægt að fá að gjöra. Flutti hann svo
héðan í fyrrahaust austur til Alberta. í tilefni af þessu varð Jón
heitinn heimilislaus. Hann ætlaði sér þá fyrst að fara til kunningja
síns Arna Magnússonar, sem hér bjó lengi en býr nú nálægt Blaine
í Washingtonfylki, en hinir ströngu innflytjenda-umboðsmenn
Bandaríkjastjórnarinnar vildu ekki leyfa honum að flytja inn í
ríkin, þótti hann víst of fátækur og fatlaður. En þó að umboðs-
mönnum þessum væri nokkur vorkunn, hvað þetta snerti, þá var
engin hætta á því að Jón hefði orðið handbendi Bandaríkjanna,
því fyrst og fremst hefði hann enn getað unnið nokkuð fyrir sér og
svo mundi Árni, sem er efnamaður og drengur góður, hafa séð
Jóni borgið hefði hann komizt til hans. Jón varð nú neyddur til að
breyta áformi sínu. Honum datt því í hug að leita norður til staðar
þess hér í fylkinu sem Bella Bella nefnist, hvar frændi hans hr.
T.S. Johnson býr og hefir þar bæði sölubúð og pósthús. Þar dvaldi
Jón um tíma, fór svo til Hunter’s-eyjar, sem er þar skammt frá,
þaðan til Prince Rupert og svo til Smith’s-eyjar, hvar hann átti
heima, þegar hann drukknaði eins og að framan er sagt.
Jón heitinn var hinn mesti elju- og dugnaðarmaður alla sína
ævi, þrátt fyrir það að hann fyrir hér um bil 20 árum síðan
hnébrotnaði svo hroðalega, að taka varð hnéð í burtu og skeyta
svo fótleggina saman, og hafði hann því eðlilega „staurfót" eftir
það, sem gjörði honum auðvitað all-örðugt ævistríðið. Og ekki sízt
vegna þess að fótleggurinn brotnaði tvisvar eftir það, þar sem
hann hafði verið settur saman þegar hnéð var numið burt. Sá
uppskurður var svo stórhættulegur að einn af beztu uppskurðar-
136