Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 139
læknum, sem hérvar íbænum, Dr. Davies, sagði Jóni að það væri
ekki meira en einn af þúsundi sem lifði slíkt af. Og læknunum,
sem við uppskurðinn voru en þeir voru margir kom öllum saman
um það að hann mundi ekki hafa haft öllu meira en hálfa mörk af
blóði eftir í líkamanum, þegar uppskurðurinn var afstaðinn. —
Mér þykir einnig vert að geta þess — því slík munu fá dæmi — að
þegar Jón fótbrotnaði í þriðja sinn (og sem skeði þegar hann í
síðara skipdð átti heima á Islandi og enginn læknir var við hend-
ma), — gjörði hann sjálfur við beinbrodð. Af þessu má mikið
marka þrautseigju, hugprýði og handlagni mannsins.
Ég kynntist Jóni heitnum fyrst fyrir rúmum 30 árum síðan. Það
var á kjörfundi, er haldinn var á Sveinsstöðum í Þingi í Húna-
vatnssýslu sumarið 1885. Alþingiskosningar þessar voru sóttar af
óvenjulega miklu kappi. Þegar að ræðuhöldum lauk var, eins og
lög gjöra ráð fyrir, gengið til atkvæða. Þá var opinber atkvæða-
greiðsla, þ.e. hver kjósandi kallaði upp nafn þess þingmannsefnis
sým hann kaus. — Mér til gamans reit ég atkvæðin í vasabók nn'na.
Eg veitti því eftirtekt, að þar var glaðlegur og áhugamikill maður
sem gjörði hið sama og gjörðu það ekki aðrir kjósendur, svo ég
tæki eftir, fyrir utan þingmannsefnin sjálf, kjörstjóra og ritara
hans. Einu sinni heyrði þessi maður ekki hvern kjósandi nokkur
Eaus, en með því hann hélt að ég hefði heyrt það þá spurði hann
■rúg eftir því. Síðar töluðum við nokkuð saman. Mér geðjaðist
strax vel að manninum og spurði hann því hver hann væri. Hann
kvaðst heita Jón Jónsson og vera frá Stað í Hrútafirði. Og þannig
byrjaði kunningsskapur okkar Jóns heitins Hrafndals, sem hélzt
alla tíð síðan.
Við urðum samferða frá íslandi til Vesturheims — vorum í
hinum svo nefnda „Borðeyrarhóp“ —; sáumst oft í Norður-Da-
kota — vorurn þar báðir í „Menningarfélaginu" —; unnum saman
eitt sumar í Klettafjöllunum og höfurn verið svo samtíða hér í
bænurn í nær 20 ár.
Jón heitinn var sannur íslendingur og einlægur ættjarðarvinur
°g hafði margt skemmdlegt og fróðlegt að segja af síðari dvöl sinni
á Islandi. Hann varvelskýr, mjöghneigður fyrirbækurogblöðog
heypti og las flestar nýjar íslenzkar bækur, í bundnu og óbundnu
137