Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 19

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 19
TBXTI: INGIBJÖRG ELÍN Stundum er ég staddur í miðri skíðabrekku í Aspen, Colorado, þegar ég er kallaður til einhvers viðskipta- vinarins. Aspen er mjög fallegur staður sem ríka og fræga fólkið í Bandaríkjunum sækir til. Viðskipta- vinimir fara gjaman i „body-center- ed psychotherapy", sem er sérstakt nudd sem ég er hingað kominn til að kynna íslendingum. í Aspen er einnig mikið um kókaínneyslu; sem er aðferð Guðs til að gera fólkinu ljóst að það þéni of mikla peninga," segir Joseph Meyer, sálfræðilegur nuddari sem hér var á ferð með námskeið og einkatíma í faginu, rétt á meðan prentaraverkfallið stóð yfir. Það speglast í andlitinu. Göngu- lagið verður þunglamalegt og herð- amar signar, skapið stirt og almenn vanlíðan ræður ríkjum. Ástandið er kallað sálarkreppa. Magnyltöflur eða nokkur vinglös em að sjálfsögðu skammgóður vermir sem þó leysir engan vanda. Lúxus er mikið í mun að láta sér líða vel og brá sér því í sérhæft nudd hjá Joseph Meyer. Joseph Meyer sveipaði um mig gulu laki. Hann byrjaði að nudda höfuðið og bað mig að einbeita mér einvörðungu að önduninni. Ég lok- aði augunum og minnist einskis fyrr en hann er kominn að kálfun- um. Þá biður hann mig vinsamleg- ast að ímynda mér að öndun mín sé komin niður í fætuma. Augu mín opnast í undmn. Hvað meinar mað- urinn? hugsa ég. Varla hafði ég sleppt hugsuninni þegar ég varð þess áskynja að fæturnir urðu þyngri - rétt eins og öndunin væri farin þangað. Þó fannst mér eins og efri hluti líkamans losnaði undan fargi 0g að öndunin þar, ef svo má að orði komast, yrði léttari - eins og öndun bams. Þegar Joseph hafði yfirfarið bakhlutann og kom að ilj- unum og tánum bað hann mig að senda öndunina þangað, sem ég og gerði. Ekkert mál, enda var ég komin í þjálfun þegar hér var komið sögu. Loks bað hann mig að senda öndun- ina úr tánum og í hans hendur. Brot úr sekúndu hvarflaði að mér sálin hans Jóns míns, pokinn og Gullna hliðið. Huggaði mig síðan við það að ég héldi þó líkama mínum eftir, sem ég og gerði. Joseph Meyer yfirgaf salinn. Joseph Meyer hefur lokið námi í sjúkra- og meðferðamuddi frá Rocky Mountain Healing Arts Institute í Boulder, Colorado. Námið felur í sér margvíslegar nuddaðferðir eins og t.d. sænskt nudd, nuddmeðferð Wil- helm Reich, shiastu og svæðameð- ferð og fræðilegt nám í líffærafræði, lífeðlisfræði, afbrigðilegri sálfræði, Blm. LUXUS ásamt Joseph Meyer. Að anda með új- unuzn og tánum LUXUSJer í nudd vatnsnudd o.fl. Joseph hefur jafn- framt lokið reynslutímabili í reich- ísku nuddi, kennt sjúkranudd og haldið almenn nuddnámskeið í Nor- egi, Svíþjóð, Danmörku, fýskalandi og í heimalandi sínu, Bandaríkjun- um. Nudd í heilsuræktarskyni íyrir- finnst í sérhverri menningu sem viðtekinn þáttur í heilsuvemd og almennri vellíðan. Hippókrates, fað- ir vestrænnar lyfjafræði, áleit nudd skipta höfuðmáli í sérhveiju heil- brigðiskerfi. Einnig hrósuðu Galí- leumenn og Rómverjar óspart gagn- semi nuddsins. Með endurkomu heildrænna kenninga og aðferða í heilsurækt nýtur nuddmeðferð á nýjan leik verðugan sess meðal áhugafólks um alhliða heilsurækt sem og starfsfólks heilbrigðiskerf- anna. Lúxus fór í dýrasta nuddið, sem er Vöðvanudd Wilhelm Reich. Þessi nuddaðferð hefur vaxið út úr verkum og hugmyndum hins merka sálfræðings Wilhelm Reich. Reich hélt því fram að einstaklingar byrgi innri tilfinningar og sálræn áföll með því að spenna ýmsa vöðva lík- amans. Tilfinningaleg áföll hefta eðlilegt streymi lífrænnar orku um líkamann. Þessa orku nefndi Reich orgon. Með því að nudda ýmsa spennubletti líkamans getur með- höndlarinn komið á eðlilegu orku- flæði. Þessu fylgir oft tjáning á til- finningum sem byrgðar hafa verið inni um langt skeið og gott er að fá útrás fýrir. Hömlur á eðlilegu orku- streymi líkamans leiða ekki einvörð- ungu til líkamlegra verkja, á borð við höfuðverk, vöðvabólgu, meltingar- truflanir o.fl., heldur jafnframt sál- ræns ójafnvægis í formi taugaveikl- unar, skapstyggðar og þunglyndis. Vegna þess að þessi tegund af likam- legri vinnu er svo nátengd tilfinn- ingalegri útrás er vilji skjólstæðings- ins til að opna sig mikilvægur, svo og traust hans á meðhöndlaranum. Sænskt vöðvanudd. Sænskt nudd er fýrsta kerfisbundna nudd- aðferðin sem þróuð var á Vestur- löndum til að losa um strengdar sinar og spennta vöðva, bæta ásig- komulag vefja og hreinsa innri líf- færi. Þessi nuddaðferð var uppruna- lega þróuð af sænskum skylminga- meistara á seinni hluta 18. aldar. Það byggist á nuddi, sem stundað var af evrópsku alþýðufólki, aust- rænum aðferðum frá botni Miðjarð- arhafs og ört vaxandi þekkingu í líffærafræði og lífeðlisfræði á þess- um tíma. í sænsku nuddi er hver einstök meðhöndlun álitin hafa sín sérstöku áhrif. Eitt meginmarkmið þessarar aðferðar er að losa um súr- efnissnautt blóð og eiturefni sem safnast hafa þar fýrir. Þannig eykur nuddið hringrás blóðsins, án þess að auka álag á hjartað. Það teygir á sinum og vöðvum og heldur þeim sveigjanlegum og mjúkum. Sænskt nudd örvar einnig hörundið og efna- skipti líkamans á sama tíma og það hefur slakandi áhrif á taugakerfið. Sænskt nudd dregur þannig úr bæði líkamlegri og tilfinningalegri streitu. Þessi nuddaðferð er fastur liður í heilsuvemdarkerfum sem stuðla að því að fýrirbyggja streitu, höfuðverk og vöðvabólgur. Sænskt nudd veitir frábæra hressingu og styrkingu og hefur bætandi áhrif á liðamót og vöðva líkamans. Kinverskt þrýstinudd. Shiatsu, þiýstinudd í stað nálastungna. Shiatsu, eða acupuncture eins og hún er stundum nefnd, byggir á þeirri kenningu Kínverja að orka, sem þeir nefna Oh’l, streymi um ákveðnar orkurásir sem liggja um líkamann og hafi bein áhrif á starf- semi hans. Á þessum orkubrautum em staðsettir orkupunktar sem nuddarinn meðhöndlar á áhrifarík- an hátt. Þó að shiastu byggi á djúpu þrýstinuddi, felur það einnig í sér aðrar aðferðir eins og teygjur, létt högg, strokur og þreifingar. Þessi aldagamla nuddaðferð er fíngerðari en flestar aðrar vegna þess að hún felur í sér meðhöndlun á æðri orku- sviðum líkamans og er þess vegna góð uppbót við þær aðferðir sem áður hafa verið nefndar sem leggja meiri áherslu á vöðva- og taugakerf- ið. Ávinningur af nuddmeðferð: • Losar um vöðvaspennu og dregur úr streltu. • Samhæfirstaifsemiinnrilíffæra. • Stuðlar að aukinní blóðrás. • Bætir ástand og útlit húðarinnar. • Hjálpar við að leysa upp sálræna hnúta sem birtast í líkamanum sem vöðvaspenna. • FlýtirJyrir úthreinsun á eiturejn- um líkamans. • Stuðlar að alhliða slökun og andlegri og líkamlegri vellíðan. Eftir nuddmeðferðina hjáj oseph leið mér eins og ég hefði drukkið nokkur léttvínsglös. Mig langaði mest til að fara beint heim að sofa, sem ég og gerði. Áhrif svona nudd- meðferðar geta annars tekið allt að tvo sólarhringa að verka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.