Luxus - 01.12.1984, Síða 28
28 LUXUS SPORT
11 .J ijgiF- i] Kij . áíéáfjkrh
' , ' ' . ■ - y' * * ..
Þessi mynd var tekin við Hótel Reynihlíð þegar lagt var app í snjósleðaferðina, sem Z greininni. Vékfeðaíþráttin ýst er síðast í er
ímiktum uppgangi
LUXUS segir hérfrá því helsta er snertirþetta Jrísklega sport,
sem gerði Jyrst vart við sig hérlendis fyrir áratug og á nú
sívaxandi vinsældum að fagna.
/
lok mars, norðarlega á Sprengi-
sandi: Sex skíðamenn paufast
áfram skáhallt á móti vest-
lægum skafrenningi. Oft er illmögu-
legt að halda augunum opnum og
stundum svíður í andlitið undan
hörðum ískristöllum sem vindurinn
rífur upp úr hjaminu og feykir á
undan sér. Þeir sem em svo forsjálir
að hafa gleraugu sjá lítið framundan
sér, því móða vill setjast innan á
gleraugun og snjór framan á þau.
En skíðamennimir halda þó áfram
skref fyrir skref, en ljóst er að áfanga-
stað verður varla náð fyrir myrkur
með þessum gönguhraða.
Smám saman lægir vindinn og
fyrr en varir birtir upp. Sólin teygir
geisla sína niður í gegnum ísnála-
móðu sem liggur þama yfir umhverf-
inu. Rosabaugur myndast umhverf-
is sólu og utan um hann annar enn
stærri en óskýrari.
Skíðamönnunum miðar nú betur
áfram en fyrr um daginn og skapið
batnar að mun. Skyndilega heyrist
torkennilegt suð þama mitt í auðn-
inni, þar sem hundmð kílómetra
em í næstu byggð og engrar umferð-
ar að vænta fyrr en næsta vor, nema
ef telja ætti með flugvélar sem stund-
um heyrist til. En nú var hvergi flug-
vél að sjá og alltaf hækkaði þessi
torkennilegi niður. Skyndilega sjást
tveir dökkir dílar skjótast út úr þok-
unni og bmna niður í Bleiksmýrar-
drögin, skammt þar fyrir norðan er
skíðamennirnir stóðu.
Á skammri stundu þutu tveir vél-
sleðar upp úr drögunum og stað-
næmdust hjá skíðamönnunum.
Ökumennirnir vom kappdúðaðir
með stóra hjálma og var gler framan
á þeim sem ekki sást inn um. Engu
líkara var en hér væm tveir geimfar-
ar á ferð um tunglið í farartækjum
sínum.
„Góðan daginn," var sagt innan í
hjálmunum. Hér vom komin karl og
kona á tveimur Polaris vélsleðum,
kappklædd með nokkurn farangur
aftan á báðum sleðum. Þessi hjón
sögðust hafa lagt af stað frá Akureyri
á sleðunum rétt fyrir hádegi þennan
sama dag og vom komin hingað,
þvert yfir vegleysur upp í óbyggðir
Islands, á örfáum tímum. Þessa
sömu vegalengd höfðu göngumenn-
irnir gengið á tveimur dögum.
Eftir stutt samtal kvöddu hjónin
og héldu áfram ferð sinni. Ætlunin
var að fara suður í Nýjadal, þaðan í
Jökulheima og þá jafnvel inn í Land-
mannalaugar og síðan heim norður
Sprengisand. Ef veður ieyfði var ætl-
unin að fara einhveija útúrdúra,
jafnvel yfir Hofsjökul og á Hveravelli.
Vélsleðamir tveir hentust áfram
út í kennileitislausa auðnina og
hurfu von bráðar. Vélarhljóðið
heyrðist þó lengi á eftir, kunnugleg-
ar dmnur sem dóu út í ijarska.
Vélsleðaíþróttin er í miklum upp-
gangi hér á landi og sama má segja
með gönguskíðaíþróttina. Báðar
þessar íþróttir má stunda samhliða.
Til em þeir vélsleðamenn sem aldrei
fara í ferðir án þess að hafa með sér
gönguskíði. Ef vélsleðinn bilar langt
frá mannabústöðum getur verið gott
að hafa gönguskíði til að koma sér
til byggða. Fótgangandi maður í
miklum snjó án skíða á erfitt. Einnig
nota margir vélsleðana til að koma
sér á tiltekinn áfangastað, þar sem
gönguskíðin eru tekin fram og nýtt
til að ferðast um nágrennið.
Það em ekki nema rúm tíu ár
síðan vélsleðar urðu vinsælir hér á
landi þó svo að mönnum hafi fyrr
verið ljóst notagildi þeirra sem at-
vinnutæki, t.d. fyrir bændur, og til
hjálparstarfs að vetrarlagi. Gildi
þeirra til skemmtana, þ.e. útiveru
og ferðsdaga, komu menn ekki auga
á fyrr en síðar og er nú svo komið
að stofnað hefur verið Landssam-
band íslenskra vélsleðamanna. Er
það félagsskapur á annað hundrað
manna sem eiga það sameiginlegt
að vilja stuðla að uppgangi vélsleða-
íþróttarinnar og hvetja til skynsam-
legra ferðalaga á vélsleðum. Formað-
ur sambandsins er Vilhelm Ágústs-
son, framkvæmdastjóri á Bílaleigu
Akureyriar.
Vilhelm er mikill áhugamaður um
ferðalög hér á landi og er reyndur í
vetrarferðum á snjósleðum. Ganga
margar sögur af áhuga Vilhelms á
þessum farartækjum, margar sann-
TBXTI:
SIGURÐUR SIGURÐARSON
ar en einnig margar ósannar. Við
heyrðum eina fyrir nokkrum árum,
sem talin var ósönn, svo ótrúleg sem
hún nú var. Vilhelm staðfesti það að
í meginatriðum væri hún nú sönn,
og fer hún því hér á eftir:
Dag einn sem oftar skein sól í
heiði á Akureyri. Var þetta seinni
hluta vetrar. Snemma morguns hitti
Vilhelm kunningja sinn einn og taka
þeir tal saman. Verður það úr að
þeir hlaupa hvor um sig heim til sín
og sækja vélsleða sína og klæða sig
eftir öllum kúnstarinnar reglum,
sækja nesti og þeysa síðan inn eftir
snjóbreiðum Eyjafjarðar, inn Eyja-
fjarðardal og upp úr honum og upp
á Sprengisand.
Á Sprengisandi taka þeir stefnuna
upp á Bárðarbungu og eru komnir
þangað rétt um hádegisbil á efstu
bungu. Þar virtu þeir fyrir sér land
feðra sinna í hvítum búningi. Sól
skein í heiði og hvergi skýhnoðra að
sjá, ekkert útlit fyrir veðrabreytingu.
Nú var ákveðið að fara í kvöldmat
á Hveravelli. Frá Bárðarbungu var
sjónfæri í Hofsjökul en Tungnafells-
jökull á milli og Sprengisandur.
Aftur var þeyst af stað. Vélsieðarn-
ir voru sprækir, rétt eins og þeir
fyndu fyrir veðursældinni. Færið var
stórkostlegt enda miðaði tvímenn-
ingunum vel áfram. Brunað var
þvert yfir Sprengisand, upp á nyrðri
enda Hofsjökuls fyrir öll vötn og
rennt var í hlað hjá veðurathugunar-
fólkinu á Hveravöllum talsvert fyrir
kvöldmat.
Eftir nokkurt stopp var ekki til
setunnar boðið og haldið heimleiðis.
í Eyjafjarðardal var náð stuttu eftir
að myrkur skall á og var nauðsynlegt
að aka eftir áttavita síðasta spölinn
að dalnum. Þaðan var svo eftirleikur-
inn auðveldur. Til Akureyrar var
komið 12 tímum eftir að lagt var af
stað. Þykir mönnum þeir félagar hafi
farið hratt og vítt yfir.
Sjálfur segir Vilhelm þessa ferð
mjög ógáfulega, en þó þess virði að
hafa farið hana.
Vélsleðar eru skráningarskyldir
rétt eins og önnur vélknúin farar-
tæki. Hins vegar er ekki krafist ár-
legrar opinberrar skoðunar á þeim.
í Reykjavík eru ekki nema um 220
vélsleðar á skrá og má það vera
furðulega lítið miðað við hversu
margir sjást í nágrenni borgarinnar
á góðviðrisdögum að vetrarlagi. Ekk-
ert er gengið eftir því að sleðar séu
á skrá og líklegast engin viðurlög við
því ef svo er ekki.
Að lokum er hér lítil ferðasaga
af vélsleðaferð um Kröflu-
svæðið eftir Þorstein Péturs-
son og Vilhelm Ágústsson.
„Ferðir á vélsleðum um óbyggðir
landsins eru að verða mjög vinsælar
og fleiri og fleiri þjóta nú um breiður
öræfanna. Víðáttan gerir mann
frjálsan og þær stórkostlegu and-
stæður í náttúru landsins, þar sem
mætast ís og eldur, gott veður og
slæmt, heillar þá sem sækjast eftir
þessum ferðum. Að kvíða vetri er því
ekki til hjá sleðaáhugamönnum.
Hjá okkur félögunum hafði lengi
verið horft til Mývatns og Kröflu-
svæðisins. Föstudag einn í mars var
veðurútlit með allra besta móti og
veðurfræðingar spáðu góðu veðri
fram yfir helgi. Okkur var því ekki
til setunnar boðið og fljótt eftir kaffi
lagði fyrsti bíllinn af stað með
nokkra fararskjóta á pallinum. Allir
voru síðan mættir í Hótel Reynihlíð
í glæsilegan kvöldverð, ilmandi
hreindýrasteik og glæsilegur ábætir.
Nutum við síðan gestrisni þeirra
Mývetninga um kvöldið, en að lokum
var endað með bridgekeppni. Kom
sér þá vel fyrir okkur að með í
ferðinni var þjóðkunnur bridgespil-
ari. Þá flaut með ein og ein afreks-
saga úr liðnum ferðum. Ljóst má
vera að sögur þessar verða orðnar
frambærilegar um næstu aldamót.
Fæðst hafa nokkrir í þennan heim
með þeim ósköpum að vakna fyrr en
aðrir, og telja það köllun sína að
vekja þá sem gjarnan vildu dvelja
lengur í landi draumanna. Auðvitað
þurftum við að hafa slik fyrirbrigði
með okkur, ekki einn heldur að
minnsta kosti þrjá. Sáu þeir um að
vekja fyrir allar aldir og það sem
meira var, þeir höfðu ákveðið að allir
færu í sund, þar sem við gætum
ekki verið þekktir fyrir annað en að
vera vel hreinir í þessari ferð. Að
loknum árbít var síðan þeyst af stað.
Með okkur í fyrsta hluta ferðarinnar
var þaulkunnugur heimamaður og
sleðagarpur. Ekið var frá hótelinu
um fallega ása og gil í Gæsadal.
Dalur þessi er sunnan Gæsafjalla og
eiga starfsmenn Kísiliðjunnar þar
fallegt sumarhús. Þarna hittum vlð
fyrir þrjá Mývetninga sem höfðu far-
ið árla og verið að dorga. Höfðu þeir
fengið einn vænan silung. Ókum við
nú vestur fyrir Gæsafjöll og um
Skessugil og upp á Gæsafjöll og alla
leið á Jónstind. Fagurt útsýni er af
tindinum. Dvalið var nokkra stund
þar og nutu menn útsýnisins og
rifjuðu upp örnefni. Mývetningurinn
okkar fylgdi okkur nú austur af
Gæsafjöllum og var það mjög bratt
að fara og varla nema fyrir kunnuga
að fara þá leið. Ágætt er hins vegar
að aka upp á fjöllin um nefnt
Skessugil. Austan við Gæsafjöll
skildu leiðir og kvöddum við þar
hinn ágæta leiðsögumann. Ókum
við nú norður með fjallinu. Nægur
snjór var uppi við fjallið en minni í
nýja hrauninu. Dálítið rauk úr Ét-
hólunum, sem minnti okkur á að