Luxus - 01.12.1984, Page 31

Luxus - 01.12.1984, Page 31
EFTIR ÓLAF SIGURÐSSON Rolls Royce - nafnið eitt kall- ar fram í hugann myndir af auði, völdum og frægð, Á undanfömum 80 árum hefur það orðið tákn þess vandaðasta og besta, sem í bílum er að finna. A hverju ári bætast um 3.000 manns í þann gæfusama hóp, sem hefur efni á að eignast þá og nota. bað eru ýmiss konar auðmenn, poppstjömur, kvikmyndastjömur, stórfyrirtæki og íþróttamenn, sem nota þessa bíla, en þeir em líka notaðir til að sýna fram á fína og dýra þjónustu, eins og til dæmis hjá Peninsula hótelinu í Hong Kong. Þar má sjá tíu Rolls Royce bíla í röð, en þeir em notaðir sem snattbílar fyrir gestina. En hvað er það, sem fær menn til að borga 45 til 83 þúsund sterlings- pund fyrir bíl, eða jafnvirði 12 til 18 Ford Escort bíla, sem em fullkom- lega viðunandi samgöngutæki? (Verð í Bretlandi.) Ekki er það tækni, því að Rolls Royce bílar hafa aldrei haft tæknilega forystu. Sennilega er svarið frekar að finna í sjónarmiðum Henry Royce. Hann smíðaði bíla með bestu hugsanlegum efnum og nýtti til þess reynda tækni. Þannig urðu bílar hans vandaðir, þægilegir, hljóðlátir og sterkir. Frekar má halda því fram að útlitið hafi unnið Rolls Royce sinn merka sess. Að minnsta kosti er vatnskass- in enn óbreyttur, þrátt fyrir áttatíu ára breytingar á tísku. Raunar var það Henry Royce sjálfur, sem ætlaði eitt sinn að leggja hann niður, af því að hann kostaði of mikið í fram- leiðslu, en aðrir menn höfðu vit fyrir honum. Frá upphafi vom Rolls Royce stórir lúxusbilar og kepptu þar við margar frægar gerðir. Má nefna Napier, Lanchester, Isotta Frascini, De- launay-Belleville, Hispano Suisa, Bugatti, Dusenberg og Mercedes. Aðeins sá síðastnefndi er enn fram- leiddur. Þjóðsögur um Rolls Royce em óteljandi og þeir hafa gengið í ættir ' margar kynslóðir. Árið 1965 var gerð kvikmynd, þar sem Rolls Royce bíll lék aðalhlutverkið. Þar segir frá gömlum Rolls Royce Phantom og þremur ástarævintýmm, sem tengd- ust honum. Allir hafa heyrt sögur um bilanir í Rolls Royce, sem verksmiðjan hefur látið gera við. Þegar menn hafa viljað borga greiðann á svarið að hafa verið: „Borga hvað? Rolls Royce bilar ekki.“ Hafi þessar sögur verið sannar, em þær það ekki enn. Onnur fræg saga er um klukkuna. f)Tir 25 ámm eða svo var gerð aug- tysing fyrir Rolls Royce í Bandaríkj- unum. Fýrirsögnin á henni var: ,Á 60 mílna hraða er klukkan hávær- asti hluturinn." Sagan segir að yfir- verkfræðingur Rolls Royce hafi þá sagt: „Við verðum að þagga niður í þessari bölvuðu klukku." Segja má að þróun Rolls Royce bíla hafi verið hæg ogjöfn frá 1904 til 1965. Þó varð ein bylting á þeirri leið, er Rolls Royce framleiddi fyrstu yfirbyggingu á bíl. Fram að því höfðu það verið sérstök fyrirtæki, sem smíðuðu þær og sáu um allar inn- réttingar. Rolls Royce hafði hönd í bagga með þeim, en sá möguleiki var þó fyrirhendi að smíða -hvaða yfirbyggingu á grindina sem var. Einu réði þó Rolls Royce alltaf, en það var vatnskassinn. Mörg þekkt fyrirtæki smíðuðu þessar yfirbyggingar og gerðu það einnig á aðrar tegundir lúxusbíla. Má nefna Park Ward, Vanden Plas, H. J. Mulliner og James Young. Allar vom þessar yfirbyggingar hand- smíðaðar og stöðugt varð erfiðara að halda slíkri starfsemi gangandi. Erf- itt var að fá þjálfað starfsfólk og kostnaður fór fram úr öllu hófi. Árið 1965 urðu þáttaskil í sögu fyrirtækisins. Það ár hófst fram- leiðsla á Silver Shadow, sem var byltingarkenndur bíll, að minnsta kosti miðað við Rolls Royce. Það nýstárlegasta við bílinn var vökva- kerfi, sem hélt honum alltaf í jafnri hæð og var einnig notað á bremsurn- ar. Þá var bíllinn ekki smíðaður á grind, eins og gert hafði verið til þessa, og því engir möguleikar á að smíða sér sína eigin yfirbyggingu. Fyrir þá, sem vildu stóra og langa bíla eða láta smíða sér öðmvísi bíl, var haldið áfram framleiðslu á Phantom, sem nú nefnist Phantom VI. Verð er ekki gefið upp á þeim bíl, en það er einhvers staðar fyrir ofan hundrað þúsund sterlingspund. Þegar menn panta slíka bíla hafa þeir nær undantekningarlaust ein- hverjar sérþarfir og óskir og verðið fer eftir þeim. Phantom notar sama V8 mótorinn og fyrst var framleiddur 1959 og er enn í öllum Rolls Royce bílum. Sjálf- skiptingin er frá General Motors, Hydra Matic, sem einniger að finna í svo venjulegum bílum sem Chevro- let, en þetta er í samræmi við kenn- ingar Royce, að kaupa það besta sem finnst, frekar en framleiða sjálf- ur eitthvað verra. Phantom er einnig með gömlum borðabremsum, en það stafar af því að þær eru í fyrsta lagi mjög góðar og í öðru lagi er þriggja tonna, sex metra löngum höfðingja- bíl að jafnaði ekki ekið á óhóílegum hraða. Það lýsir vel þróunaraðferðum Rolls Royce að árið 1965 urðu verk- smiðjumar seinastar af breskum framleiðendum til að taka upp diskabremsur. Verkfræðingar þeirra vildu ekki taka þær upp fyrr en búið væri að lækna ískur, sem fylgdi diskabremsum framan af. Heldur vildu þeir endurbæta gömlu brems- umar, þar til þær nýju yrðu galla- lausar. Mennimir tveir, sem stofnu Rolls Royce vom ákaflega ólíkir að eðli og uppruna. Frederick Henry Royce Costa del sol. Myndln á i sýntr annan Rollsanna. landsins Jyrr á þessu ári. versluninni Pelsinum. r gljájægða Rollsa a í Reykjavíkurborg o( eðalvagnarJluttu til Pelsarnir erujra % ■ lllf | imiillllHiliilMMr \ \ i 'VI >* ‘ íhacC
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Luxus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.