Luxus - 01.12.1984, Síða 39

Luxus - 01.12.1984, Síða 39
Svenni og Jana Þau eru hjón og eru við stjomvölinn á tveim af vinsælustu skemmtistöðum landsins — hvort í sínu lagi. Og bæði eru þau í sýningarsamtökum. LUXUS: Mér finnst liggja beinast við að spyrja ykkur hvort þið getið nokk- urn tíma farið út að skemmta ykkur saman. SVEINN: Það er lítið, nema ef við tökum okkur frí á sunnudögum eða ■ miðri viku. Þá fáum við okkur að borða eða tökum það rólega því að • við fáum yfirleitt nóg af skemmtana- bransanum þessi 5 kvöld í viku sem ég er í þessu allan ársins hring. Ég er búinn að vera í þessu í 12 ár; lærði á Sögu í 3 ár, var síðan í Klúbbnum í 9 ár og héma síðan 1. maí. Svo er Jana búin að vera 2 ár uppi í Broadway. JANA: Rúmlega 2 ár, hveija einustu helgi eiginlega. SVEINN: Við skemmtum okkur eig- " inlega með vinnunni. JANA: Við fömm yfirleitt ekkert á böll, nema eitthvað sérstakt komi upp á. SVEINN: Við hittum kunningjana heima - fólkið sem er að vinna með okkur, því að við emm næstum búin að missa alla okkar gömlu fé- laga. Þó kemur fyrir að okkur er boðið í veislur éða eitthvað, en þetta er ekkert mál. Ég segi bara að ég sé að fara að vinna, og fólk skilur það yfirleitt. Maður venst þessu. JANA: En þetta er nú leiðinlegt stundum. Fólk er hætt að hringja í okkur og bjóða okkur í partí (hlær). En það er góður mórall upp frá. Við höfum haft mikið samband við fólk- ið sem vinnur í Broadway. Þar er • mikið af hjónafólki og við höfum farið saman í leikhús og borðað á eftir. Svo fömm við mikið heim til pabba og mömmu til að grilla og hafa það gott. Svo bjóðum við fólki heim í mat eða förum í heimboð. SVEINN: Við reynum að taka það rólega. JANA: Við fáum nefnilega svo mikið út úr því að vinna (hlær). Það er svo gaman. LUXUS: Farið þið nokkurn tíma yfir á vinnustað hins? Sveinn í Broad- way eða Jana í Hollywood? JANA: Jájá. SVEINN: Eg hef farið upp í Broadway að skemmta mér og skemmti mér nijög vel. JANA: Og ég hef farið í Hollywood. En þá höfum við verið að vinna. Mér finnst ekkert sniðugt að fara á ball upp í Broadway þar sem ég hef Þau fæddust bæði í Reykjavík, hafa verið saman í 9 ár og gengu í hjónaband fyrir rúmu ári. Hún heitir Krístjana Geirsdóttir, venjulega kölluð Jana, og er veitingastjóri í Broadway. Það þýðir að hún sér um starfsmannahald, föt á starfsfólkið, tekur við kvörtunum, vísar til sætis og annast ýmisleg sem viðkemur skemmtikröftunum á staðnum. Hann heitir Sveinn Erlendur Hjörleifsson, yfirþjónn í Hollywood með öllu sem því fylgir. Við ákváðum að hittast síðdegis 17. október sl. í Hollywood til að spjalla saman. Þegar ég kom þangað sátu þau úti á tröppum í góða veðrinu en innan úr húsinu heyrðust hamarshögg því að nokkrir smiðir voru þar að störfum. Jana bauð mér kaffisopa. Ég þáði hann svo að við fórum inn og tylltum okkur. Þau eru svolítið sérstök hjón þegar maður fer að ræða við þau. Jana er tápmikil og lífleg til augnanna, Sveinn er rólegur í fasi, fastur fyrir og svolítill húmoristi í sér. Ég tók eftir því að þau sögðu stundum nákvæmlega sömu orðin samtímis. Það fór vel á með okkur og ég vatt mér beint í viðtalið. TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON kannski verið að vinna kvöldið áður. Mér finnst það einhvern veginn ekki passa. Þó hefur það gerst. SVEINN: Það hefur líka komið fyrir að hún hefur brugðið sér með vin- konu sinni hingað í Hollywood til að hitta mig. LUXUS: Hver er helsti munurinn á Broadway og Hollywood? JANA: Ahaaa . . . (hlær sigri hrós- andi). SVEINN: Hollywood er miklu betri staður. JANA: Öhöhö (hlær). Ekkert svona. En það er náttúrlega yngra fólk héma í Hollywood. SVEINN: Og uppfrá (í Broadway) er byggt upp á matargestum og vönd- uðum skemmtiatriðum. Hér er diskó og svona fyrir yngra fólkið. JANA: Það er meiri fjölbreytni upp frá náttúrlega. Show og þess háttar. SVEINN: Ja, það er nú á báðum stöðunum. En það em stærri sýn- ingar upp frá. Hérna em reyndar tískusýningar og þekktir einstakl- ingar troða stundum upp. Við höfum fengið erlenda gesti hingað til að spila og syngja. Svo er opið hérna alla daga vikunnar, en það er misjafnt uppi í Broadway. JANA: Yfirleitt er opið þar 4 ogjafn- vel 5 daga í viku á veturna og um næstu áramót verður opið heila viku samfleytt. SVEINN: Einu sinni var opið í Broad- way í hálfan mánuð samfleytt í fyrra- vetur. Það er alltaf eitthvað um að vera. Þetta em tveir langvinsælustu staðirnir í bænum. Það er afveg margsannað. JANA: Enda góð show sem hafa ver- ið í gangi báðum megin. LUXUS: Hvernig er aðsóknin í verk- fallinu? JANA: Góð. Mjög góð. SVEINN: Það er búið að vera óvenju margt hjá okkur, einmitt í verkfall- inu. JANA: Afveg rosalegt. Fólk virðist ekkert hafa minnkað við sig. Til dæmis upp frá - í mat og svona . . . Ég á ekki til orð. Fólk virðist eiga peninga til að geta borðað og fengið sér í glas — og mætir klukkan 7. Það þarf nú aldeilis eitthvað að fara ofan í það til klukkan 3! SVEINN: Ja, það er nú líka af því að Ríkið er búið að vera lokað í hálfan mánuð. Einhvers staðar verður fólk- ið að ná í vín. Og það fær ekki orðið tóbak í sjoppum eða verslunum. LUXUS: Hvað er skemmtilegast við svona starf? SVEINN: Það er fjölbreytilegt. Maður kynnist mörgu fólki. JANA: Mér finnst bara gaman að vera innan um bæði starfsfólkið og gestina. Maður hittir alltaf gott fólk, gamla kunningja og fleiri. SVEINN: Maður er alltaf á fullu. Það er alltaf eitthvað að ske. Annars verður maður sjálfur að vera já- kvæður. Það þýðir ekkert að koma í vinnuna með lafandi tungu og þung- lyndi. (Jana hlær.) LUXUS: Þú ert búinn að vera í þessu í 12 ár og slærð ekkert af. SVEINN: Færist heldur í aukana ef eitthvað er. JANA: Þetta er náttúrlega öðmvísi núna. Þú ert ekki inni á bar eins og þú varst. SVEINN: Nei, þetta er svona - meiri stjórnunarvinna. LUXUS (við Jönu): Hvað gerðirðu áður en þú fórst að vinna á Broad- way? JANA (stolt á svip): Ég var húsmóð- ir. SVEINN: Hún var búin að vera heima í 4 ár með strákinn. Við eigum 6 ára strák. JANA: Og svo var ég mikið í módel- vinnu. LUXUS: En hvernig fékkstu þetta starf? JANA: fÉg va; á fimmtudagskvöldi uppi r Broadway. Þar var einhver tískusýning og þá gekk Ólafur (Laufdal) á mig og spurði hvort mig vantaði ekki vinnu og ég hló bara. Ég sagði: Hvað meinarðu? Þá sagð’ann: Mig vantar einhverja hressa og líflega til að vera móttöku- stjóri. Ég hélt að hann væri að grínast. Svo sagði ég að það væri svosem allt í lagi að prófa það, sagð- ist þurfa að tala við Svenna og að ég skyldi tala við hann eftir viku. Svo athugaði ég málið, fór aftur að tala við hann og þá vildi hann endilega fá mig og ég til í það. Nú, ég prófaði og leist svo vel á þetta að ég er búin að vera þar síðan og hef haft gaman af. LUXUS: Svona starfi fylgir líklega heldur meira en að vera á saðnum rétt á meðan hann er opinn. SVEINN: Stundum kemst maður ekki hjá því að taka starfið með sér heim. JANA: Og ekki bara heim. Maður þarf ekki annað en að vera í bíói eða úti að borða, þá finnur maður fyrir því. SVEINN: Maður talar um þessa staði í öllum sínum frístundum, því að það er alltaf það fyrsta sem minnst er á: Hvernig var í Broadway? Hvern- ig var í Hollywood? og . . . BÆÐI: mikið að gera? (Hlæja.) LUXUS: Og svo fýlgir þessu einhver undirbúningur. JANA (tekur andköf): Já, elskan mín. Margra daga undirbúningur. Ég tók t.d. að mér keppnimar Ungfrú ísland og Ungfrú Hollywood i fýrra. Það var stanslaust í 3 mán- uði - nákvæmlega. Þá var ég að vinna allar helgar, svo vom æfingar þegar ekki var opið í Broadway, síð- an var allan daginn verið að redda sundbolum og fleira. SVEINN: Hvað skoðaðirðu margar stelpur? JANA: Ég skoðaði 70 stelpur. SVEINN: Á sundbol . . . (hlær með sjálfum sér). Já sko, svo vom 10 pikkaðar út. JANA: Veistu, það var bara sú skemmtilegasta reynsla sem ég hef lent í - að sjá um þessar keppnir. Ég var titlaður framkvæmdastjóri. Og að kynnast þessum 10 í íslands- keppninni og 6 fyrir Hollywood - það vom yndislegar stelpur allt saman. Þrælgóðar, eins og maður segir. Ég hitti þær oft og mér finnst þær vera eins og gamlar vinkonur. SVEINN: Svo fékk Geiri, strákurinn okkar, að vera með henni í þessu. JANA: Hann þekkir þær allar. SVEINN: Hann sagði: „Ég vil hafa þessa - eða hina - fyrir Ungfrú LUXUS 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Luxus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.