Luxus - 01.12.1984, Page 46

Luxus - 01.12.1984, Page 46
46 LUXUS STJOBHUKORTEÐ hrapa niður stiga eins og í Skvaldri." - Stjörnukortið segir þlg hafa mikla rithöjundarhæjiletka. Fæstu eitthvað vtð skrijtir? „Nei, ég hef skrifað nokkra sketsa með vinum mínum, aðallega skemmtiefni, en ég get ekki merkt að ég hafi mikla hæfileika til að bera sem rithöfundur, þó ég geti náttúr- lega ekki vísað því frá mér heldur, því það hefur aldrei reynt á það. Hins vegar er leiklist auðvitað skap- andi túlkun á verkum rithöfunda. Um leið og leikarinn er að æfa er hann að tjá túlkun sína; hann reynir að virkja ímyndunarafl sitt inn á brautir leikritsins og einangra það við þá persónu sem hann er að fást við í það og það skiptið." - Hvaða bókmenntir lestu helst Jyrtr utan leíkbókmenntirnar? „Ja, til skamms tíma hafði ég mjög sérstakan bókmenntasmekk, las aðallega ferðasögur og sérstaklega um heimskautaferðir. Landkönnuð- ir eins og Scott og Shackleton, sem sjónvarpið hefur verið að sýna þætti um - það eru mínir menn. Það hefur varla komið út sú bók um þetta á íslensku að ég eigi hana ekki sjálfur eða hafi lesið hana á bókasafninu. Ég stundaði mikið fornbókasölur og bókamarkaði um tíma og bækumar sem ég keyptí vom svona . . .“ Siggi skýstjram og kemur til baka með Jangið Jullt aj bókum, sem heita nójnum eins og Hjarn og heiðamyrkur, Grænlandsjarið og í ríki Vatnajökuls. „. . . sem er mjög fínt, eitthvað íslenskt og kalt. Ég gleymdi mér alveg í þessum bókum og því miður öðmm bókmenntum um leið. Þegar aðrir vom að lesa Laxness og Þórberg var ég að lesa um Hilary. Með þessu er ég sjálfsagt að svala ævintýra- þránni, sem er mjög rík í mér, þó ég geti ekki alltaf veitt henni útrás. Þetta að fara á fleka yfir Atlantshaf eða í ísskáp yfir Ermarsund, það er að mínu skapi. Ég á reyndar til að taka svona períóður, eins og þegar ég komst í ritsafn Jóns Trausta og las það komplett á viku. Og ég hef lesið bækur Péturs Gunnarssonar upp til agna, allar þijár, og búinn að fara svona tvo til þrjá rúnta í gegnum þær. Það koma kannski einhveijar öfgar fram í þessu, ég veit það ekki, en þetta hentar mér ágætlega. Ann- ars er það vandamál nú orðið að finna tíma til að lesa bækur, og manni finnst maður vera að gera eitthvað ljótt af sér ef maður kíkir í bók um miðjan dag, eins og maður geti ekki fundið sér neitt þarfara að gera. Sem er náttúrlega bara stress og ekkert annað. Svo hefur vídeóið tekið sinn toll. Við tókum okkur saman nokkrir leikarar fýrir tveimur ámm og keyptum okkur vídeótæki á góðum kjömm, svona pakkatilboð; við feng- um tíu tæki en borguðum iyrir níu. Nú, svo réttlætir maður þetta þannig íyrir Qölskyldunni, að það sé alveg bráðnauðsynlegt íyrir mann að eiga svona tæki, það tilheyri starfinu - og horfir síðan bara á 3ja flokks kúrekamyndir, hahaha! Neinei, í alvöru þá hefur vídeóið oft nýst manni vel við starfið, maður hefur stúderað mikið kvikmynduð leik- húsverk, og til dæmis þegar við vor- um að æfa Góða dátann Sveik, þá horfði maður á margar myndir sem fjölluðu um Hitler. Svo missir maður náttúrlega mikið af sjónvarpi vegna starfans, og það er ýmislegt gott í því sem maður vill sjá, og lætur því taka upp fyrir sig. Ég er líka forfallið kvikmyndafrík. og geri mikið af því að verða mér úti um góðar myndir sem ég hef áður séð í bíói til að stúdera, og þá er gott að geta spólað fram og til baka. - Jájá, maður lærir heilmikið af vídeóinu . . .“ - EJ við dveljum aðeins viðjerða- lög í óbyggðum. Ég þykist vita að þú hajir Jaríð í nokkur slík . . . „Já, ég fór í margar jöklaferðir fyrir nokkrum árum, þegar ég var í Hjálparsveit skáta, en er hættur því eða hef hreinlega bara ekki komið því við upp á síðkastið. Snjór og slark á mjög vel við mig, auðvitað best þegar ég ligg undir hlýrri sæng og er að lesa um það, en þetta heillar mig alveg ótrúlega mikið: jöklar, ís og kuldi, jafnvel kal. Ég hef sjálfur upplifað nokkurt slark uppi á Vatna- jökli, þannig að ég veit pínulítið um hvað þetta snýst, þó það sé smotterí miðað við það sem maður les um í bókum. Oft var maður náttúrlega nær dauða en lífi í frásögnum eftir á. Ég náði því til dæmis einu sinni að sofna standandi vegna þreytu og fannst það mikið afrek, var þá búinn að labba á skíðum stanslaust í 26 klukkutíma, - Þetta var ákveðinn kjami í skátunum sem hélt hópinn og fór í þessar ferðir, og við höfum verið að ræða um að taka aftur upp þráðinn, kannski næsta sumar. Mitt draumaferðalag væri að fara með góðum hópi með góðar græjur yfir Suðurskautið, og taka svona tvö ár í það ef maður hefði peninga." — Talandi um Hjálparsveit skáta. - Hvernig tiljinning er sam- Jara því að vera kallaður ójorvar- andis út til leitar: „Það er sérkennileg tilfinning, þeg- ar maður er kannski kallaður út um miðja nótt til að fara að leita að einhveijum. Pínulítið ónotaleg til- finning að fara að leita og maður veit ekkert hvað maður á kannski eftir að finna. Það ríkir alveg ákveðin stemmning meðal leitarfólks. Það er ekki hugsað: Finn ég hann? og í hvaða ástandi verður hann? - held- ur ríkir nánast gálgahúmor og það er létt yfir fólki, enda þýðir ekki annað. Það væri annars eins gott að hætta eins og það getur enginn verið læknir ef hann þolir ekki að sjá blóð.“ — Stjörnukortið segir að þú „hegð- ar þér ojt sem uppalandi, lítur ó- sjáljrátt á þig sem Jöður eða móður þeirra sem þú umgengst." - Hvað segirðu um þetta? „Já, ég kannast við þetta, og þetta er alveg tilfellið. Ég stend mig oft að því að hafa ótrúlegar áhyggjur af ólíklegasta fólki, sem er mér gjör- samlega óviðkomandi. Oft skamm- ast ég mín fyrir hönd einhvers og hugsa: Af hveiju er hann nú að þessu, voðaleg vitleysa er þetta . . . Og þegar ég fer að hugsa um þetta, þá man ég eftir því með bróður minn, sem er fjórum árum eldri en ég, - og á vissu tímabili er það mikill aldursmunur. Ég var svona tíu, ell- efu ára gamall og hann var að fara að skoða einhveija hella uppi í Heið- mörk og ég hafði svona voðalegar áhyggjur yfir því hvort honum yrði nokkuð of kalt, hvort hann væri ekki nógu vel búinn, með vettlinga og þess háttar. Ha? Það er náttúrlega ekki óeðlilegt að manni þyki vænt um bróður sinn, en ég var rosaleg „mamma" í þessu tilfelli." - Og þú átt að vera mjög næmur á líðan Jólks . . . „Já, það finnst mér ég vera. Það kemur kannski líka mikið með leik- listinni, maður fer að pæla mikið í fólki, tekur það inn til að eiga það í safninu sínu með það fyrir augum að það nýtist manni seinna. Þetta er mjög gott fyrir mig sem leikara og ég er sannfærður um að mér hafi tekist að þjálfa upp næmleika fyrir fólki. Annars er ég einfari, og líkar t.d. vel að vera afskiptur í fjölmenni. Eg er ekki mannblendinn, reyndar sjúklega feiminn að eðlisfari eins og kemur fram í stjömukortinu. Margir segja við mig: „Þú, leikarinn, það getur ekki verið að þú sért feiminn." - En þetta er talsvert vandamál í mínu lífi, hvað ég er feiminn. Það getur til dæmis nánast verið átak fyrir mig að labba yfir stofugólf í fjölskylduboði. Og þetta hefur ekkert batnað eftir að ég fór að leika, enda segja margir sem þekktu mig hér áður fyrr að þeir skilji ekki hvernig ég geti verið leikari af því ég hafi alla tíð verið svo feiminn. - Svo er líka þetta, að það er ætlast til að maður sé alltaf hrókur alls fagnaðar. Það var einu sinni statisti að vinna með mér í Þjóðleikhúsinu. Honum þótti ég víst svo skemmtilegur maður og var mjög spenntur fyrir að kynnast mér. Én varð svo iýrir miklum von- brigðum með mig; ég var ekki blað- skellandi um alla stiga og ganga, segjandi brandara í tíma og ótíma eins og hann bjóst við. Og hann var held ég eftir nokkum tíma kominn á þá skoðun að ég væri bara heldur leiðinlegur gæi í raun og vem. Fólk gerir sér voðalega oft rangar hug- myndir um leikara. Og það er kannski ekkert óeðlilegt; fólk kaupir leikarann eins og hann kemur fýrir í verkinu sem hann er að vinna í þá og þá, í leikhúsi, sjónvarpi eða bíó- mynd, og veit ekki að oft liggur að baki blóð, sviti og tár. En þetta verður líka til þess að maður fær til baka að fólk ætlast til af Sigga Sig- uijóns að það sé alltaf eitthvað stuð í kringum hann, að hann sé alltaf að segja brandara og svo framvegis. Ég var til dæmis einu sinni að veiða uppi í Vífilsstaðavatni, og þar vom nokkrar litlar stelpur sem kölluðu á eftir mér: „Siggi, djókaðu smá . . .“ — Mér fannst það helvíti gott, þetta hafði aldrei verið sagt við mig áður: „Djókaðu smá, bara smá, haha- ha . . .“ - Stjörnukortið segir þig hneigj- ast tilþunglyndis. -Ferðu ojt íjýlu? „Nei, ég leyfi mér að halda því fram að ég sé alveg óvenju skapgóður maður og rólyndur. Náttúrlega kem- ur það íýrir að ég fari í fýlu eins og aðrir, en ég blæs aldrei á aðra. Ég birgi reiðina frekar inni í mér, sem er auðvitað ekki gott, því það vill stundum verða til þess að maður springi af litlu, nauðaómerkilegu til- efni, því brunnurinn er orðinn fullur og ekki hægt að bæla meiri reiði. — í starfinu er ég náttúrlega alltaf að fá útrás: gráta, hlæja, öskra og svo framvegis, — en mér hefur ekki tekist að nýta mér það meðvitað til að ræsa eitthvað út sem myndast fyrir utan leikritið sem ég er að leika í það og það skiptið.“ - Hvernig virka skrif gagnrýn- enda á þig? „Já, ég segi nú eins og flestir leikarar að gagnrýnin sé yfirleitt fer- lega vitlaus, og lítið að marka hana. Samt bíð ég spenntur eftir gagnrýn- inni eftir hveija fmmsýningu, kaupi öll blöð og les af áfergju. Og ég held að flestir leikarar geri það, þó þeir segi annað. Ég held meira að segja að margir leiti fýrst að nafninu sínu og hvaða dóma þeir fá persónulega áður en þeir lesa alla greinina - allavega geri ég það. Og mér finnst það ekkert óeðlilegt - það hljóta allir að hafa áhuga á því sem sagt er um þá, þó þeir viðurkenni það ekki. Ef mönnum er orðið sama um það, þá held ég að þeim sé orðið sama um ýmislegt annað líka sem skiptir miklu máli. Hins vegar tekur maður misjafnlega mikið mark á þessum skrifum, maður fær stundum bæði of mikið hól og of mikinn skít, en eftir því sem maður öðlast meiri reynslu, lærir betur á sjálfan sig, þá veit maður hvað maður getur og hvar maður stendur. Leikarinn verð- ur nefnilega sjálfur að finna það út hvenær hann er súper - sem manni verður að finnast inni á milli - og hvenær maður er ekki fær um hlut- ina, ekki tilbúinn í ákveðið hlutverk. Og þó maður verði að fá að fljúga og fantasera um hlutina, þá gildir í þessu starfi að vera jarðbundinn, að minnsta kosti með stóru tána á jörðinni." - Hverniglíðurþérejtirsýningu? „Það er mjög misjafnt, en það angr- ar mig aldrei. Maður er oft dasaður á líkama og sál, en persónan íýlgir mér ekki heim eða eitthvað í þeim dúr. Þetta er fýrst og fremst þreyta, og eins og hjá flestum þá er matar- lystin gífurleg. Maður verður að fá eitthvað bensín eftir sýningu og get- ur ekki farið beint í háttinn. Svo líður manni oft ofsalega vel, ef þetta hefur verið góð sýning, góður salur og allir eru ánægðir þá er þetta ljúf þreyta . . .“ - Þetta með að verða aðjá sér bensín ejtir sýningu. - Ýtirþað ekki undir ájengisdrykkju? „Jú, það gerir það alveg tvímæla- laust. Það getur verið voðalega þægi- 1 legt að fara eftir sýningu og fá sér vel í glas. Þetta á við um sjóbissniss- inn yfirleitt; maður er að skemmta fólki sem er að skemmta sér, er kannski búinn með sitt um mið- nætti á föstudagskvöldi, og þá er freistandi að fara á barinn. En mað- ur verður að passa sig á þessu, því þetta fer ekki vel saman, að leika og drekka. Ég nota vídeóið mikið í þessu sambandi, horfi á eina mynd þegar ég kem heim og fæ mér vel að borða á meðan, og það hefur virkað mjög vel. - Annars - þetta með „Orð hans eins og töluð út úr mínu hjarta: .JÞetta bara leikst ...“ brennivínið og leiklistina - það er alveg búið að útrýma því úr leikhús- inu, það er ekki til trafala eins og það var kannski hér áður iýrr . . .“ - Stjörnukortið segir að þú sért veikur Jyrír vímugjöfum, og þurfir að passa þig . . . „Já, það getur vel verið, og maður veit ekki nema maður lendi einhvem daginn inni á Vogi, þó maður reyni að passa sig. Siggi bankarístojuborðið: 7-9-13, og næsta spurning dúkkar augljós- lega upp. - Ertu hjátrúarjullur? „Já, ég er það, - sérstaklega í sambandi við vinnuna. Fyrir sýning- ar geri ég alltaf sömu hlutina frá þvi ég kem í húsið; sit alltaf í sama stólnum og svo framvegis, og hef aldrei tekið sjensinn á að breyta því. Þetta er auðvitað ekkert annað en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Luxus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.