Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 47

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 47
LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON ► *> r V r hjátrú og hefur oft komið sér illa. Eitt skiptið asnaðist ég t.d. til að vera með skjalatösku með mér; það var ekkert í henni, ég var bara eitt- hvað að dandalast með hana, og fór sem sagt með hana á fyrstu sýning- una áAmadeusi. Þetta varð auðvitað til þess að ég varð að hafa þessa helvítis skjalatösku með mér á allar sýningamar, og var einu sinni kom- inn inn í Garðabæ þegar ég fattaði að ég hafði gleymt henni heima og varð að snúa við . . . til að sækja tóma skjalatösku! - Þannig að það getur verið ansi tímafrekt að vera svona hját.rúarfullur. En maður tekur ekki neina sjensa þegar fullur salur af fólki bíður - það er nógu erfitt samt ..." - Hefurðu elnhvern tímannJeng- ið þetta staðfest, það er að segja ej þú klikkar á hjátrúnni að þá klikk- hðu líka í sýningunni? *, ... ég hef veríð hlnn mestu dellu- karl í gegn- um tíðina“ ~Nei,aldrei, enda hef ég alltaf pass- að mig á því að það gerist ekki." - Hejurðu þá aldrei klikkað á sviði? »Nei, ég hef alveg verið laus við Það. Smávægileg klikk koma auðvit- að upp öðm hveiju: textaklikkanir, leikmynd riðlast, leikara vantar inn a svið, - og maður er náttúrlega ekki alveg rólegur gagnvart þessu, til óasmis þegar maður á að vera að tala við einhvern uppi á sviði sem situr niðri í kaffi. En okkar klikk em ekkert óvenjulegri en hjá fólki í óðrum störfum. Hins vegar þarf ég eiginlega að koma mér upp ein- hverju drastísku klikki, svona til að geta sagt frá í viðtölum og í ævisög- nna. Það er alltaf verið að spyrja mann að þessu og fólk virðist stund- um verða fyrir vonbrigðum með mann, eins og maður sé ekki fullgild- ur leikari nema að hafa einhvern tímann klikkað alveg rosalega ..." - Þú minntist áðan á skemmt- anabransann. - Hvernig Jílarðu hann? „Já, ég hef talsvert verið í árshá- tíðabransanum eins og þetta er oft kallað, en er í þeim spomm núna að hvíla mig á honum. Þetta er mjög góður skóli fyrir leikara og ég mæli með því að sem flestir prófi þennan bransa, - það er alveg ábyggilega á við nokkra tíma í leiklistarskóla. Flestir leikarar af eldri skólanum vom í þessu á sínum yngri ámm og em sammála um að þetta sé mjög holl reynsla. En maður verður að viðhafa ákveðið kæmleysi gagnvart þessu, sem hefur verið mjög erfitt fyrir mig, vegna þess hve viðkvæmur ég er; ég verð mikið svekktur ef það er ekki hlegið jafnmikið í dag og í „Djókaðu smá. Bara smá,“ sögðu stelpuraar við mig. Hahaha...“ gær, og hef aldrei komist yfir það. Og þetta er afskaplega lýjandi starf. Til dæmis þegar við vomm með Kjall- arakvöldin í Þjóðleikhúsinu; þá var ég að leika Amadeus og fór svo niður í kjallara á eftir, og maður var nánast úthvíldur eftir heila sýningu á Amadeusi miðað við í sjálfu sér stutt kjallaraatriði. Maður vildi frekar leika Amadeus 10 sinnum en að koma fram á einu kjallarakvöldi. Það er ekki auðvelt fyrir tvo menn með míkrafón að standa á sviðinu í hálf- tíma, og þurfa að halda hríðskota- byssuhlátri allan tímann. Og í þess- um bransa er mikið um ferðalög, þannig að mér fannst kominn tími til að hvíla mig á þessu. Svo er annað, að þessar hringferðir — að fara hringinn í kringum landið með brandara og gleði - em greinilega orðnar þreytt fyrirbæri og staðnað. En ég á ömgglega eftir að fara í þetta aftur, þó ég nenni því ekki eins og er.“ — En eru menn ekki bara að þessu peninganna vegna? „Jú, maður er náttúrlega að þessu fyrir peninga, það er alveg á hreinu. Og maður hefur einmitt oft verið gagnrýndur fyrir að gera þetta ekki síst þess vegna. En mér hefur aldrei fundist ég vera að taka niður fyrir mig með því að skemmta á árshátíð. Það er mín vinna að leika og skemmta fólki, og ég hef alltaf fyrst og fremst gengið að þessu sem minni vinnu. Þetta er mín aukavinna, þetta em mínar skúringar eða sjoppuvinna í aukavinnuþjóðfélag- inu okkar. En þetta væri fyrst orðið rotið og leiðinlegt, ef maður liti á þetta sem eitthvert óæðra djobb." — Islensk kvikmyndagerð. - „ ... varð að snúa við ... til að sækja tóma skjala- tösku!“ Hvað segirðu um hana? „Já, ég hef nú komið þar aðeins við sögu. Það byrjaði náttúrlega með Landi og sonum, sem var nánast upphafið að íslenska kvikmynda- ævintýrinu. Maður fékk þá á tilfinn- inguna að maður væri að taka þátt í að setja eitthvað í gang. Og eftir það hafa verið framleiddar margar myndir á ári og fjölgar stöðugt. Þetta er auðvitað mjög gleðilegt, það er kominn hér góður hópur fólks sem kann vel til verka, til dæmis í leikara- stéttinni. En um leið og þetta gerist em áhorfendur farnir að gera virki- lega miklar kröfur og því orðið miklu erfiðara að gera bíó á íslandi. Fólk fer til að sjá góða mynd, ekki lengur íslenska mynd, og það er mjög erfitt að láta slíkar myndir standa undir sér vegna þess að við emm svo fá. Þess vegna verður með einhveijum ráðum að byggja betur undir kvik- myndagerðina, það er ekki hægt að stóla á að þær borgi sig eíngöngu á seldum aðgöngumiðum. Hvaðan þeir peningar eiga að koma veit ég ekki, en við verðum að passa okkur á umfangi myndanna því það er hætta á að við fömm í kaf með nokkrar dýrar og metnaðarfullar myndir og verðum stopp í mörg ár uns við getum byijað aftur. Ég hef aldrei getað skilið þetta fólk sem lagt hefur allt sitt undir og veðsett heim- ili, böm og foreldra til að gera eina bíómynd. En ég dáist að því um leið, því annars væri ekkert íslenskt bíó til. Venjulegir menn setjast niður og reikna dæmið til enda og sjá að þetta gengur ekki upp og hætta við - en sem betur fer gera hinir það ekki . . . Draumurinn er náttúrlega að gera bíó sjálfur, og það kemur að því fyrr eða síðar. En það verður að sækja hægt og sígandi á brattann, frá gmnni því það er ekki hægt að byija á þakinu. Þetta er heldur enginn tími sem íslensk kvikmyndagerð á að baki, bara fimm til sex ár síðan þetta fór í gang fyrir alvöm, og því verða menn að gera sanngjarnar kröfur. Hins vegar höfum við náð ansi langt á þessum stutta tma. - Hvernig var að leika í Andra Dansen? „Það var mikið ævintýri að leika í Svíþjóð, og erfitt, því þetta var nokk- uð langur mónólógur sem ég fór með í myndinni, kunnandi ekkert í sænsku, þó það væri látið liggja milli hluta hvaðan maðurinn kom. Ég fann líka þarna úti að ég er kominn með einhveija reynslu og ekki algjör kúkur á priki í kvikmyndaleik, og vinnubrögðin vom lík því sem ég hafði kynnst hér heima, enda leik- stjórinn íslenskur. - Ég gæti vel hugsað mér að vinna við kvikmynda- gerð án þess að vera leikari, og held að það gæti nýst manni vel að vera einhvern tímann hinum megin, í tökuliðinu. En það hefur held ég hjálpað mér mest í þessu, hve þolin- móður ég er að upplagi, því kvik- myndagerð er alveg ótrúlega mikil þolinmæðisvinna sem sést kannski best á því að menn þykjast góðir eftir daginn ef þeir hafa náð þremur til fjómm mínútum á filmuna sem hægt er að nota." - Stjörnukortið segir að þú sért næmur Jyrir trúarbrögðum . . . „Já, en ég hugsa nú ekki mikið um trúmál svona dags daglega. Ég hef mína gömlu barnatrú og gríp til hennar þegar ég held að hún hjálpi mér. Hvort ég trúi á Jesú og allt það veit ég ekki; ég hef ekki komist til botns í þeim efnum og hugleiði það satt að segja ekki mikið. Eg er ekki kirkjurækinn maður, en finnst nota- legt að fara í kirkju á jólunum og hef gert það alla tíð. Sem unglingur var ég skráður í Baháísöfnuðinn, og gerði það fyrst og fremst til að fá frímiða á hljómleika með Seals og Crofts. Ég náði aldrei að kynna mér þá trú að neinu marki, en það var oft ansi gaman á fundunum, og maður fékk alltaf nóg af poppkorni og öðru sælgæti. En það er náttúr- lega ferlega mikil hræsni að laða unglinga að trúarbrögðum í gegnum frímiða á hljómleika. Ég fékk svo senda bæklinga frá þeim í langan tíma á eftir, eða þangað til bankað var upp á hjá mér og mér tilkynnt að nú yrði ég að gera upp við mig hvort ég ætlaði að vera í þjóðkirkj- unni eða Baháísöfnuðinum - sem mér hafði skilist að ætti ekki að vera neitt mál, maður átti að geta verið hvorutveggja. - Annars vll ég ekki fordæma Baháísöfnuðinn, eða trú- arskoðanir nokkurs manns. Ég lít á afskipti mín af Baháísöfnuðinum sem eitt af uppátækjum gelgju- skeiðsins - eitthvað nýtt og spenn- andi þegar maður var í naflaskoðun- inni - en þetta er næst einhveijum trúabragðapælingum sem ég hef komist." - Hvar ertu í pólltíklnni? „Ég er ekki starfandi í neinum flokki, en hef auðvitað ákveðnar skoðanir í pólitík. Ég get reyndar ekki höndlað þær í einn pakka, þetta eru meira skoðanir sem ég reyni að lifa eftir svona prívat. Og ég verð að játa að ég pæli ekki mikið í daglegu pólitísku amstri, en reyni þó að fylgj- ast með því sem er að gerast. Ég er sjálfsagt það sem sumir kalla póli- tískt viðríni, pólitískur félagsskítur eða eitthvað þess háttar. En í mínu fagi erum við náttúrlega alltaf að fjalla um pólitík í víðum skilningi, - mannleg samskipti." - Finnst þér gætaJlokkspólitíkur í Þjóðleikhúsinu? „Ja, Þjóðleikhúsið er skipað full- trúum flokkanna eins og allir vita, en það litar ekki starfsemina að neinu leyti." - Hejurðu áhyggjurajkjarnorku- sprengjunni? „Já, ég hef miklar áhyggjur af henni. En einhvern veginn er eins og að það þýði ekki að hugsa þetta dæmi til enda. Það virðist Ijóst að ef ýtt verður á hnappinn, þá er þetta búið . . . Það er svo margt í þessu sambandi sem er fyrir ofan manns skilning. Ég hef heldur aldreí skilið eða fengið haldbær rök fyrir vígbún- aðarkapphlaupinu; það sem þeir menn segja sem styðja það vlrkar alltaf á mig sem kjaftæði og beinlínis heimska. Hins vegar skil ég friðar- hreyfingarnar og styð þær heilshug- ar, því hættan sem er samfara því að það skuli vera til kjarnorku- sprengjur, og það í þetta miklum mæli, er augljós. Maður er kannski hræddastur við mannleg mistök, það þarf ekki nema slys og þá er allt komið af stað. Þetta er eins og að vera með hlaðna skammbyssu í skrifborðsskúffunni heima hjá sér; maður ætlar auðvitað aldrei að nota hana, en það getur alltaf einhver bijálæðingur komið, eða að maður sturlast í eina mínútu og hleypir af . . . Hún var til staðar." ORTH) * LUXUS 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.