Luxus - 01.12.1984, Síða 66

Luxus - 01.12.1984, Síða 66
66 LUXUS „Hughes var ekki hugað líf, þegar honum var bjargað. Brjóstholið hafði lagst saman, 9 rif voru brotin og sömuleiðis annað herðablaðið og nefið. Annað lungað hafði gefið sig, höfuðkúpan var tætt og brunasár voru mörg.“ „Heilmiklum peningum hafði verið varið í smíði tölvu sem gat breytt ákveðinni rödd í rödd Hughes í síma - og líkt nákvæmlega eftir rithönd hans.“ „Fleiri gerðu tilkall í eigur Hughes en rökin voru öll heldur ósannfærandi. Þó tókst leikkonu einni, Terry Moore að nafni, að kría litlar 10 milljónir dollara út af erfðafénu. Enginn veit með vissu hvers vegna.“ kurteis og ákveðinn og persónutöfra hafði hann, að því er sagt er, í ríkum mæli. Fólki þótti mjög vænt um hann. Sumir dýrkuðu hann jafnvel. Hann þótti vel greindur og hafði afburðagott minni, en upp úr fer- tugsaldrinum fór hann að láta æ minna á sér bera og smám saman lokaði hann sig algerlega af frá um- heiminum. Faðir hans, Howard eldri, var víst allt öðruvísi manngerð; eins konar fyrirmynd J.R. Ewing. Hann elskaði konur og kampavín, var bragðarefur í viðskiptum og leit á konu sína sem eins konar stöðutákn sem þyrfti að ganga í fallegum fötum og vera sæt. Hann hafði orðið ríkur af eigin rammleik og fyrirtæki hans velti milljónum, en þegar hann dó lét hann m.a. eftir sig fjórðung milljón- ar dollara í persónulegum óreiðu- skuldum. Hvemig verður einn maður svona ríkur? Fjölskyldurnar Rockefeller, Du- Pont og fleiri slíkar hafa hlaðið upp auði í margar kynslóðir. Aðrar, eins og t.d. gyðingafjölskyldan Roths- child, á mörgum öldum. Howard Hughes eldri varð ríkur á uppfinn- ingu sem kom sér vel fyrir olíufurst- ana í Texas og honum tókst að græða vel á henni með útsjónarsemi og endurbótum. Þegar Howard yngri tók við rekstrinum hafði hann því talsvert umleikis og fór auk þess að hagnýta sér tækninýjungar. Hann fylgdist vel með nýjustu uppfinning- um á sviði olíuborana og keypti þær bestu. Fyrirtæki hans varð því smám saman fremst á því sviði. Auk þess byggði hann upp öflugt dreif- ingarkerfi og náði í bestu sölumenn- ina sem völ var á. Tíu árum seinna, þegar The Hughes Tool Company var orðið að risaveldi, stofnaði How- ard annað fyrirtæki, Hughes Air- craft. Hann hannaði og lét byggja Hercules-sjóflugvélina sem var stærsta flugvél sem gerð hafði verið í heiminum þá, með um 70 metra vænghaf. Vélin var 5 ár í smíðum en varð svo þunglamaleg að hún flaug ekki nema einu sinni. Hughes Aircraft var síðan rekið eftir svipaðri formúlu og The Hughes Tool Company; framleiddi bestu fá- anlegu varahlutina í flugvélar og óx fyrsta fyrirtæki Howards smám sam- an yfir höfuð, enda hafði hann ör- uggan viðskiptavin þar sem banda- ríski flugherinn var. Árið 1948 bætti Hughes enn einni fjöður í hatt sinn þegar hann varð aðalhluthafi RKO-kvikmyndaversins og eigandi 124 kvimyndahúsa á vegum þess. RKO var vægast sagt illa rekið og þrátt fyrir að ein og ein kvikmynd gerði það gott varð bull- andi tap á fyrirtækinu — en það kom allt til skattafrádráttar. Hlutabréfin í RKO féllu stöðugt í verði og þegar þau höfðu lækkað niður úr öllu valdi keypti Howard þau. Hvert einasta sem hann átti ekki þegar. Hann var orðinn einkaeigandi kvikmyndvers. Þá lét hann það rétta úr kútnum, seldi það síðan í heilu lagi og stór- græddi á öllu saman. Hann lagði nú stórar upphæðir í alþjóðlega flugfé- lagið Trans World Airlines og varð að lokum einkaeigandi þess. Þegar hallarekstur fór að verða á því fyrir- tæki árlega tóku lánastofnanir í tauma og kröfðust þess að Hughes hætti að skipta sér af rekstrinum. Hughes hætti því að reka fyrirtækið árið 1961 en var engu að síður einkaeigandi þess. Árið 1963byrjaði félagið að græða aftur og árið 1966 höfðu hlutabréfin sexfaldast í verði - voru komin upp í 86 dollara hvert. Þá seldi hann þau á einu bretti fyrir 546.549.771 dollara (um 16,4 millj- arða króna — án verðbótavísitölu). Fimm árum síðar, 1971, höfðu hlutabréfin hrapað í verði niður í 14 dollara stykkið. Hann hafði því selt þau á háréttum tíma. Howard Hughes var nú orðinn svo ríkur að hann stofnaði fyrirtæki sem ekki átti að skila neinum hagnaði. Það var Læknavísindastofnun How- ards Hughes í Florida (Howard Hughes Medical Institute), eins kon- ar köllun eða hugsjón sem Howard hafði lengi gengið með. Auðvitað varð að búa til sjóði til að halda stofnuninni gangandi - en smám saman varð hún svo viðamikil að Howard ákvað að láta allan gróðann af Hughes Airlines renna óskiptan til hennar. Um þær mundir var það fyrirtæki metið á um 15 milljarða nettó svo að það var ekki lítil búbót. Örlagarík óhöpp I júlímánuði árið 1936 var Howard Hughes að aka vinkonu sinni heim, rétt fyrir hádegi, þegar roskinn mað- ur hljóp í veg fyrir bílinn hans. Árekstri varð ekki forðað og maður- inn lést. Slysið hafði djúp áhrif á auðkýfinginn og ekki bætti úr skák að hann ók yfir hund skömmu síðar. Hann var ekki mönnum sinnandi lengi á eftir. Svo gerðist það í júlí 1946 að hann fór í reynsluflug á vél sem hann hafði sjálfur hannað og var kölluð XF 11. Eitthvað fór úrskeiðis í vél- inni og hún hrapaði niður í Beverly Hills; þaut gegn um húsþak, síðan gegn um bílskúr og eyðilagði að síðustu heilt einbýlishús. Hughes var ekki hugað líf þegar honum var bjargað. Brjóstholið hafði lagst saman, 9 rif voru brotin, sömuleiðis annað herðablaðið og nefið. Annað lungað hafði gefið sig, höfuðkúpan var tætt og brunasár voru mörg. Þrem dögum seinna, þegar hann hafði komist til meðvitundar á sjúkrahúsinu, byrjaði hann strax að vinna að hugmynd sem hann fékk þar; þetta var hugmynd að nýrri tegund sjúkrarúms. Það átti að vera gert úr 80 ferningum úr svamp- gúmmíi, bólstruðu með líni. Hver ferningur átti að vera þrír þumlung- ar á kant, settur í samband við litla aflvél, 80 aflvélar alls. Með sér- stökum stillibúnaði mátti svo hag- ræða hverjum ferningi um sig - jafnvel færa þá úr stað til að gera gat fyrir bekken undir rúminu. Þegar Hughes hafði náð sér eftir sjúkrahússvistina var hann orðinn gerbreyttur maður. Hann losnaði aldrei við áfallið sem slysið hafði orsakað og þegar honum varð ljóst að t.d. lungnabólga gæti riðið hon- um að fullu fór hann að verða sjúk- lega sótthræddur. Terry við plakat af eiginmanni sínum, HowarcL Hughes. Mynd þessi var tekin þegar lagaleg stað- festinq kom á hiónabandi þeirra áríð 1983. Upp frá því fór hann að draga sig í hlé. Björgunarmaður hans fékk rausnarleg ævilaun. Því átti reyndar að halda leyndu en það fréttist fljótt. Satt að segja voru fréttir tengdar Howard Hughes fljótar að berast út - en þær voru ekki allar sem áreið- anlegastar. Sérviska — eða ráðkænska? Margir af ríkustu mönnum heims- ins hafa verið mestu sérvitringar og Howard Hughes var engin undan- tekning að því leyti. Síður en svo. Á fjórða áratugnum var mikið skrifað um ýmis uppátæki hans, en þá voru þau flest tengd kvennafari og fífl- dirfsku af einhverju tagi. En þegar hann gerðist kvikmyndajöfur ágerð- ist sérviskan og tók á sig undarleg- ustu myndir. Það er vitað með vissu að hann „safnaði smástjörnum" — réði til sín fjöldann allan af ungum stúlkum sem vildu verða frægar kvikmyndaleikkonur. Hann borgaði þeim yfirleitt 75—150 dollara á viku, þær fengu ókeypis kennslu í leik og raddbeitingu, ókeypis húsaleigu og þær voru meðhöndlaðar eins og drottningar; snæddu t.d. á fínustu veitingahúsum á hveiju kvöldi í fylgd borðherra og eftirlitsmann- eskju. En svo biðu þær eftir að fá að sjá þennan Hughes eða að fá hlut- verk. Sumar biðu jafnvel nokkra mánuði eða heilu árin en fæstar sáu auðkýfinginn nokkurn tímann, fengu aldrei hlutverk og samningar voru ekki endurnýjaðir. Sumar þess- ara stúlkna höfðu séð Hughes til- sýndar á veitingastöðum, aðrar á myndum og nokkrar höfðu skrifað honum bréf. Hann lét ráða þær, en svo gleymdi hann þeim um leið, líkt og maður gleymir tíkalli sem maður fær til baka ásamt öðrum peningum í matvöruverslun á föstudegi. Stundum kom þó fyrir að hann vildi fá að líta á myndir af stúlkum sem voru samningsbundnar hjá honum þá stundina. í eitt þessara skipta, árið 1943, rakst hann á mynd af stúlku sem hét Ernestine Jane Ger- aldine Russel. Honum leist vel á brjóstin á henni og fannst hún tilval- in til að leika aðalhlutverkið í ein- hverjum sex-vestra, sem átti að fara að taka og hét Útlaginn (The Out- law). Myndin var talin meðal verstu vestra sem gerðir höfðu verið. Hún þótti simpil og klúr. Kaþólska kirkj- an fordæmdi hana og bandaríska hermálaráðuneytið lét útiloka hana frá öllum kvikmyndahúsum hersins. Hughes tapaði á myndinni en það skipti hann ekki svo miklu. Hins vegar tók hann myndina af mark- aðnum til að halda virðingunni og lét klippa 18 mínútur af dónalegustu senunum úr henni. Svo setti hann hana aftur á markað þrem árum seinna og áður en yfir lauk hafði hún skilað 5 milljón dollara hagnaði. Leikkonan Jane Russel var áfram á samningi hjá Hughes. Hún fékk 1.000 dollara á viku en lék aldrei í annarri mynd fyrir hann og losnaði ekki af samningnum fyrr en áratug eftir að hún hafði leikið í Útlaganum. Því hefur verið haldið fram að Hughes hafi alla tíð ætlað sér að tapa á kvikmyndaverinu og þess vegna hafi hann rekið það með ein- hvers konar yfirvegaðri óreiðu. ' Framadraumar fallegra stúlkna skiptu hann engu máli en hins vegar voru þær ágætt meðal til að geta sýnt umtalsvert tap í bókhaldinu. Sögur flugnaveiðarans Heimildum ber ekki saman um hvenær Howard Hughes dó. Fyrsta fréttin um andlát hans birtist 16. apríl 1971, en árið 1976 var tilkynnt að hann væri endanlega dáinn. Sumir halda reyndar að hann lifi góðu lífi ennþá, en ég vík betur að þvi á eftir. Margir hafa gert sér mat úr því að hafa þekkt auðkýfinginn í eigin persónu og margt hefur verið skrifað í því sambandi. Fyrir tíu árum kom fram náungi í Bandaríkj- unum, Ron Kistler að nafni, með furðulegar lýsingar á lifnaðarháttum milljarðamæringsins í einEmgrun síðustu æviár hans. Hér á eftir fara nokkrar glefsur úr frásögninni: „Hann vildi að ég veiddi flugur fyrir sig. Ég varð að nota berar hend- umar við að ná þeim - ekki flugna- spaða, dagblað úðara né nokkuð annað sem gæti komið bakteríu- • hlöðnu loftinu á hreyfingu. En þar sem ég mátti ekki snerta flugumar með bemm höndum varð ég að vefja servíettum utan um lófana. Og ég varð að sýna þolinmæði. Hughes sýndi þolinmæði, flugcm var þolin- móð, eftir því sem gamli maðurinn sagði, og þess vegna varð ég að vera það líka. Hann krafðist þess að fá að sjá fórnardýrið þegar ég hafði drepið það. Þá átti ég að stilla mér upp tveimur metmm fyrir framan hann og sýna honum í lófa minn. Ég varð alltaf að vera hreinn og snyrtilega til fara, hárið mátulega klippt, neglurn- ar stuttar og hreinar. Enginn af starfsmönnum hans mátti reykja eða drekka, ekki bragða lauk, hvit- lauk eða Roquefort-salatolíu, ekki segja neinum frá starfssviði sínu, ekki efast nokkurn tíma um tilgang
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Luxus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.