Luxus - 01.12.1984, Side 80

Luxus - 01.12.1984, Side 80
Ljósadýrð í himninum. Jarðarbúar upplifa náin kynni af þriðju gráðu í samnefndri kvikmynd. E.T. reynir að sýna börnunum hvar hann á heima. Og stuttu eftir að hann lauk við Jaws snéri hann ásjónu sinni upp til stjamanna á nýjan leik. Ekki svo að skilja að hann hafi nokkm sinni haft augun af þeim. Eina nóttina, meðan á upptökum á Close En- counters of the Third Kind stóð, stöðvaði Spielberg vinnu og gekk út í nóttina ásamt starfsliði sínu. Þar lá fólk í grasinu með sjónauka og reyndi af öllum mætti að koma auga á eitthvað sem kallast gæti FFH, eða fljúgandi furðuhlutir. Von kviknaði þegar einhver kom auga á hreyfingu úti í geimnum, en það reyndist að- eins vera gervihnöttur . . . Jæja, skitt veri með það. Spielberg átti sér persónulegan FFH, sem var móðurskipið skapað af bellibragða- meistaranum Douglas Tmmbull. Og hann átti geimverumar, sem Carlo Rambaldi gerði, sá sami og síðar bjó til E.T. Þrátt fyrir að vemr utan úr geimn- um vom þá ekki trygg söluvara ákvað Columbia kvikmyndafélagið að veita fjármagni í myndina með stuðningi Time-Life Inc. og EMI hins breska. Þetta var töluverð áhætta. Reyndar hljóðaði fyrsta fjárhagsáætl- unin aðeins upp á 2,7 milljónir doll- ara en átti eftir að kosta 21 milljón þegar yfir lauk . . . Ævintýrið borg- aði sig svo sannarlega. Close En- counters, eða CE3K eins og hún er oft kölluð. komst inn á topp tíu listann yfir mest sóttu myndir allra tíma en er nú einhvers staðar á milli 10. og 15. sætis. „Þetta er ekki vísindaskáldsaga," segir Spielberg, „þetta er ekki fram- tíðarmynd. Þetta er ekki mynd um tímaferðalög. Þetta er mynd um það sem fólk trúir að sé að gerast. Sextán milljónir Bandaríkjamanna trúa því raunverulega að FFH heimsæki okk- ur reglulega. Að við séum mjög ná- lægt því að komast í snertingu við þessar verur og höfum verið það í mörg ár.“ Segja má að þessi mynd Spielbergs hafi gert mörgum enn auðveldara fyrir að trúa á fljúgandi furðuhluti. Þama sveimuðu ókunnug geimskip um himininn og vom jafn trúverðug og bílamir á götunni. Og tæknibrell- urnar slógu öllu við. Sennilega er atriðið þegar geimskipin koma inn á móttökusvæði jarðarbúa og há- punktur þess, þegar móðurskipið birtist, eitt það áhrifamesta sem birst hefur af filmu. Hliðarsporið Öllum geta orðið á mistök, jafnvel Spielberg. 1978 fékk hann upp í hendurnar handrit sem fjallaði á farsakenndan hátt um ofsahræðslu Bandaríkjamanna við japanska inn- rás eftir árás þeirra á Pearl Harbour í desember 1941. Myndin kallaðist 1941 og varð dýrasta mynd sem Spielberg hefur gert og jafnframt sú mynda hans sem hvað minnstrar hylli hefur notið. Húmorinn féll eng- an veginn að smekk Bandaríkja- manna þar sem gert var stólpagrín að amerísku þjóðinni og ekki síst hemum. En það versta var að grínið skaut langt yfir markið. Farsinn fór allur úr böndunum. En 1941 sannaði að Spielberg er „mannlegur". Eftir tvær myndir sem notið höfðu meiri vinsælda en dæmi voru um, vom menn famir að klóra sér í kollinum yfir þessu „undra- barni". Og Spielberg sjálfur staðhæf- ir að floppið hafi komið honum vel. Þessi reynsla hafi kennt honum að hafa báða fætur á jörðinni — í vissum skilningi . . . Æsist nú leikurinn... George Lucas, skapari Star Wars- seríunnar, hafði um langan tíma verið góður félagi Spielbergs. í maí 1977, þegar Star Wars var um það bil að birtast á kvikmyndatjöldum í Bandaríkjunum, fékk Lucas þá flugu í höfuðið að skreppa í frí til Hawaii. Innst inni óttaðist hann líka að Stjörnustríðinu yrði illa tekið og vildi flýja allt uppistandið sem af því myndi hljótast. . . Lucas dró Spielberg með sér til Hawaii, en hann var þá að vinna við upptökur á Close Encounters. Þar nutu þeir lífsins nokkra daga og vildu ekkert vita um atburði heima fyrir. En þá fékk Luxas símhringingu frá Los Angeles þar sem spurt var hvurn fjárann hann væri að slugsa á Haw- aii meðan myndin hans væri að gera allt vitlaust í heimalandinu. Lucas umlaði eitthvað og lagði á. Síðar þann dag tjáði hann félaga sínum að hann hefði á prjónunum að gera mynd um ævintýrahetju sem sann- arlega stæði undir nafni. Lucas hóf að segja frá manni sem var sambland af fomleifafræðingi og ævintýra- manni og kallaðist Indiana Jones. . . Líkt og Lucas var Spielberg ákafur aðdáandi ævintýramyndanna sem áttu sitt blómaskeið í æsku þeirra. Raiders of the Lost Ark skyldi vera gerð í anda þessara mynda, sem og þær myndir sem á eftir myndu fylgja um Indiana Jones hinn vaska. Luc- as hóf að sjóða saman söguþráð ásamt Philip Kaufman sem upphaf- lega átti að leikstýra myndinni. Þeir létu söguna gerast árið 1936 til að geta notfært sér heimildir sem lágu fyrir um örvæntingarfulla leit Hitlers að týndum fomgripum sem gera mundu hann alráðan og bættu inn í þetta goðsögninni um hina löngu týndu Sáttmálsörk. Utan um þetta spunnu þeir svo hin ótrúlegu ævintýri og uppátæki Indiana Jones. Upphaflega var ætlunin að fá Tom Selleck til að leika Jones. Selleck var prófaður í hlutverkið og stóð sig svo vel að Lucas og Spielberg vildu fá hann til að skrifa undir samning sem allra fyrst. Einn hængur var þó á. Þannig er að í Bandaríkjunum er venja. þegar hefja á framleiðslu á sjónvarpsþáttum, að gera nokkurs konar upphafsþátt (pilot) til að kanna viðbrögð áhorfenda. Selleck, sem þá var tiltölulega lítt þekktur, hafði einmigg gert einn slíkan upp- hafsþátt sem kallaðist Magnum P.I. Hann benti þeim félögum á að ef framleiðslan hæfist hefði hann ekki tíma til að leika í myndinni. Og svo fór að fýrsti þátturinn sló í gegn og reyndar urðu þættirnir um leynilög- reglumanninn Magnum til að gera Tom Selleck að stórstjömu. Spielberg hafði annan mann í huga. Harrison Ford hafði leikið hinn harðsoðna flugmann Han Solo í Stjörnustríðinu og Spielberg sá þar að Ford hafði til að bera ýmsa þá eiginleika sem þurfti til að geta túlk- að Indiana Jones svo sannfærandi væri. „Hann er merkilegt sambland af Errol Flynn og Humphrey Bogart," segir Spielberg, „og hefur nákvæm- lega þá eiginleika sem ég leitaði eftir. Ford getur bæði verið grófur og róm- antískur í senn.“ Og Tom Selleck bætir við þetta: „Eftir að hafa séð myndina get ég varla ímyndað mér nokkurn annan en Harrison Ford í þessu hlutverki. Hann var hreint út sagt . . . stórkostlegur!" Varla er þörf á að fjölyrða um vinsældir Raiders. Sjálfsagt á hún eftir að komast í hóp sígildra ævin- týramynda, ef hún er ekki orðin það þegar. Hún er núna meðal fimm mest sóttu kvikmynda sögunnar. Ekki er hægt að skilja við Raiders án þess að fara nokkrum orðum um langfyndnasta atriði myndarinnar, þegar illúðlegur og vígalegur arabi mundar sverð sitt fimlega fyrir fram- an Indiana Jones sem hafði verið á kafi í miðjum eltingarleik. Maður býst við hinum ferlegasta bardaga þar sem arabinn lætur vægast sagt dólgslega. Indy stendur nokkra stund aðgerðarlaus og horfir á arab- ann. Síðan kemur á hann þessi „æ-ég-nenni-þessu-ekki“ svipur og eins og skrattinn úr sauðarleggnum dregur hann upp byssu sína og skýtur arabann. Hvað kom til að gengið var svona þvert á alla hefð- bundna frásagnarmáta svona kring- umstæðna? Spielberg glottir. „Eg fann upp á þessu vegna þess að þetta hafði verið slæmur dagur fýrir Harrison Ford. Hann var með niður- gang vegna mataræðisins á staðnum (Túnis). í handritinu er þessi bar- dagasena upp á þijár síður, háð með svipu og sverði, en þegar ég sá ásigkomulag Harrisons þennan morgun hugsaði ég með mér hvort ekki væri sniðugast að láta hann bara skjóta arabann og halda áfram að reyna að bjarga stúlkunni sinni. Og þetta reyndist síðan verða mesta , hlátursefni myndarinnar." Ævintýri úr næturhimninum Efni næstu myndar Spielbergs var aldrei nein skyndihugdetta, heldur þróaðist hugmyndin á löngum tíma, kannski allt frá því að faðir hans vakti hann um miðja nótt til að horfa á stjömuhrapið yfir Arizona * himninum. „Þá var ég sex ára og uppgötvaði að himinninn fyrir ofan mig var verður nánari skoðunar. Þetta hefur sjálfsagt verið að geijast með mér gegnum gmnnskóla, gagn- fræðaskóla, menntaskóla og til þess tíma er ég stóð sjálfan mig við upp- tökur á Raiders úti I Sahara eyði- i mörkinni, einmana og niðurdreg- inn, að gera þessa snarrugluðu kvik- mynd með ryki, flugvélum, svipum og snákum. Kannski eitthvað hafi þá fallið af himnum ofan í líki lítillar, feitrar og samanrekinnar fígúm sem kallaðist E.T.“ E.T. - The Extra Terrestrial - er, að sögn Spielbergs, persónulegasta mynd hans. „Hún er að vissu leyti aðvömn til mín,“ segir hann. Spiel- * berg var þá 34 ára, ógiftur og bam- laus með engin önnur plön en að gera fleiri kvikmyndir. Nýlega gerðist það reyndar að hann giftist gamalli vinkonu, leikkonunni Amy Irving. En það var nýlega. Spielberg bætir við: „Kannski E.T. sé síðasta sumarleyfið mitt áður en ég fer aftur í skólann." Skóla lífsins, á hann við. Þar sem alvara fullorðinsáranna ræður ríkjum. Hér eftir mun ferli Spielbergs verða skipt í tvo hluta, fýrir E.T. og eftir E.T. Eftir þetta þarf hann ekki að sanna eitt eða neitt fýrir neinum. Þeir em afar fáir sem standa honum á sporði í þeirri list að búa til BÍÓ. Hann getur haldið áfram að gera persónulegar myndir, tekið áhættu og fallið kylliflatur ef þörf krefur. Hann þarf ekki að fela sig fýrir umheiminum á bak við myndavélina, heldur getur hann kannað hann - á sinn hátt. Eða eins og einn gagnrýnandi orðaði það, þegar Jaws var fmmsýnd: „Besta verk Spielbergs er ekki enn komið fram.“ Víkjum aftur til Sahara eyðimerk- urinnar. Hlé hafði verið gert á upp- tökum og flestir nánustu vinir Spiel- bergs vom fjarverandi. Þáverandi vinkona hans, Kathleen Carey, hafði reyndar nýverið komið í heim- sókn en gat ekki verið lengi. Lucas var í Bandaríkjunum og Harrison Ford var fárveikur með bullandi niðurgang. Spielberg ákvað því að fitja upp á hugmyndinni við komu Fords, Melissu Mathison, sem m.a. hafði unnið að handriti Coppola
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.