Luxus - 01.12.1984, Page 88

Luxus - 01.12.1984, Page 88
88 LUXUS TONLIST Vilt þu kynnast gömlu góðu meisturunum? TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Hl'ustarðu ennþá á músíkina sem þú hafðir mest gaman af í æsku eða á unglingsárunum? Nægir hún þér eingöngu? Ef svo er þá þarftu ekki að lesa þessa grein. Hún er nefnilega skrifuð fyrir fólk sem hefur gert sér ljóst að lífið hefur upp á meira að bjóða í músíkinni en gömul rokklög, diskólummur og Rás 2, þótt ég sé ekki að lasta neitt af þessu. Þú getur tekið ýmislegt til bragðs ef þú vilt víkka tónlistarsmekk þinn; þú getur farið að hlusta á einhvers konar fullorðins- popp (James Last og svoleiðis nokkuð), gengið djassinum á hönd (það er nú eiginlega kapítuli út af fyrir sig) eða hleypt í þig kjarki og farið að kynna þér klassíska tónlist. Það er stórt stökk á milli Presleys og Prokofiefs, Rolling Stones og Rossinis eða Madness og Mozarts. Rokk er í eðli sínu ruddaleg músík sem gengur þvert á allar hefðir æðri tónlistar. Satt að segja er rokkmúsík andsnúin ýmsum góðum siðum og venjum enda kunna margir rokkarar ekki einu sinni einföldustu manna- siði. Jæja. Segjum að þú sért búinn að fá nóg af dægurlögum og viljir fara að reyna eitthvað nýtt. Þá rekurðu þig strax á að æðri músík hefur ekki þennan kiúra, æsandi takt og ríf- andi tóna sem þér finnst kannski jafn nauðsynlegt að hafa í dægurlagi og salt í matnum þínum. Þér finnst önnur músík með öðrum orðum dá- lítið bragðdauf, djassinn finnst þér hafa annarlegar laglínur og undar- legan takt og klassísk tónlist finnst þér allt of háfleyg og langdregin. En af því að þú þekkir nöfn fjölmargra sígildra tónskálda; Bach, Beethoven, Brahms, Mendelsohn, Mozart og Musorgsky til dæmis, þá getur verið að þig langi til að kynna þér þessa tegund tónlistar ögn betur. Auðvitað byrjarðu smátt - hlustar kannski á Straussvalsa og austur- rískar óperettur af því að þú kannast við nokkrar laglínur: ,Að lífið sé skjálfandi lítið gras“, „Vilja ó Vilja" o.s.frv. Þér finnst þetta kannski ekki skemmtilegasta músík en þú sættir þig við hana, meðal annars til að geta sagt frá því að þú hlustir á „léttklassíska tónlist". En þar veð- urðu villu og reyk. Austurrískar óp- erettur eru yfirleitt ekki annað en væmin vella - ekki einu sinni nógu gamlar til að geta talist sígildar. Þá er nú heldur meira pepp í músík eftir Scot Joplin sem taldist til djass- ista á sínum tíma. Að skipta frá rokkmúsík yfir 1 klassík er eins og að selja gamla munnhörpu og kaupa sér flókið kirkjuorgel í staðinn. Æðri tónlist nær yfir margar aldir í veraldarsög- unni en ekki nokkra áratugi eins og rokkið. Þess vegna eru til miklu meiri upplýsingar um hana en alla dægurlagasögu þessarar aldar. Kannski ertu einn af þeim sem finnst æðri tónlist vera eins og lokað- ur félagsskapur, fullur af fólki sem veit óskaplega mikið en lætur ekki svo lítið að gefa þér nokkurn gaum - en farðu samt rólega í sakimar. Klassísk tónlist er nokkuð sem þú nýtur fyrst og kynnir þér síðan, ef þú vilt, en ekki endilega eitthvað sem þú þarft að lesa þér til um til að geta notið. Þannig gengur það ekki. Ef þú þolir ekki Píanókonsert númer 3 eftir Bela Bartok, þótt þú hafir gefið þér tíma til að hlusta á hann 20 sinnum, þá em litlar líkur á að þú skiptir um skoðun þótt þú lesir þér til óbóta um verkið. Þetta á reyndar líka við um dægurlög og alla mögulega tónlist. Ef þér hundleiðist t.d. Elton John þá gæti ekki einu sinni líílegasta doktorsritgerð um hann breytt neinu þar um. Margir dægurlagasöngvarar hafa verið þekktir fyrir annað en fallega rödd. Louis Armstrong var manna rámastur, Nat King Cole hvíslaði næstum því, Ray Charles, Tina Tumer o.fl. hafa ekki beint heppi- lega rödd til að syngja vögguvísur, Rod Stewart og Bonny Tyler em stöðugt hás og þannig mætti lengi telja. Það er því dálítið undarlegt en satt að margir rokksöngvarar em hrifnir af skóluðum ópemsöngvur- um á borð við Lugiano Pavorotti. Placido Domingo og Kristján Jó- hannsson. Rokksöngur og ópem- söngur em álíka ólík fyrirbæri og munnharpa og fiðia. Ítalía er land ópemsöngsins og flestir ópemskólar starfa eftir ítölsk- um fyrirmyndum. Þar sem flest orð í ítaiskri tungu enda á sérhljóða, hættir mörgum ópemsöngvumm til að bæta sérhljóðum hingað og þang- að inn í textann til að söngurinn fái svolítið ítalskari blæ. Hver tónn í lagi er eitt atkvæði í söng en 11 atkvæða setning eins og „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum" getur orðið ein 17 atkvæði hjá skóluðum ópemsöngvara: „Nú anni-dareh suðð-uriðeh sæla vinnih dummeh þýð-ummeh.“ Rokksöngvarar hafa hins vegar tilhneigingu til að ein- falda laglínur og fella jafnvel burt einstök atkvæði til að takturinn skili sér sem best. Þess vegna er ekki víst að heppilegt sé að hlusta á óperu- söng fyrir þá sem ætla að venja sig af rokkbakteríunni. Og þá kemur spurningin: Hvernig er best að byija að hlusta á klassíska tónlist eftir að hafa verið gegnsýrður af dæguriögum ámm saman? Þú gætir byrjað á að hlusta á met- söluplötuna Hooked On Classics með Sinfóníuhljómsveit Lundúna- borgar. Það er einhvers konar snögg- soðinn hrærigrautur af klassískum stefum og klappað undir með diskó- takti. Reyndar er sú plata hálf ömur- leg til lengdar og á ekki margt skylt við æðri tónlist - en hún gæti komið þér á sporið. Þú gætir líka hlustað á popp-klassík með Valdo de los Rios eða hljóðgerflamúsík með Walter Carlos (t.d. Switched on Bach), en þar með ertu ekki laus við poppáhrif- in. Það er eins og þegar maður sem vanur er að fá sér eina kók á kvöldin breytir til og fer að fá sér konjak í staðinn. Ef hann getur ekki dmkkið vínið öðmvísi en að hella úr hálfri flösku af kóki saman við það - þá er voðinn vís. Annars er smekkur fólks svo mis- jafn að ómögulegt er að gefa einhverj- ar ákveðnar formúlur í svona grein. Best er auðvitað að gefa sér tíma til að hlusta á tónlistina, en ég kem betur að því á eftir. Ég minntist svolítið á léttklassíska músík áðan. Hún er að sumu leyti skyld dægurlögum eins og t.d. vals- amir eftir Johann Strauss, mörg af lögunum úr Hnotubijótnum eftir Tchaikovsky, fjörstef Offenbachs og jafnvel óperan Carmen eftir Bizet. I þessari músík eru yfirleitt auðlærð stef og taktur. Forleikir Rossinis em líka melódískir (Rakarinn í Sevilla, Vilhjálmur Tell, Þjófótti skjórinn o.fl.), en fullir af örlitlum innskotum og smáatriðum, þannig að hver lag- lína gæti tekið örlitlum breytingum þegar þú gefur þér góðan tíma til að hlusta. Persónulega finnst mér Rossini bráðskemmtilegur. Frá Strauss og Offenbach gætirðu fikrað þig áfram að Moldá eftir Smet- ana, Symphony Fantastique (frb. suf-fön-ní-fah-dass-DÍK) eftir Ber- lioz, Finnlandíu eftir Finnan Síbel- íus og Pétri Gaut eftir Norðmanninn Grieg. Þessi verk em myndræn á sína vísu; annaðhvort segja þau ákveðna sögu eða lýsa vissum stað- háttum í tónum og hljómasamspili. Viljirðu fara enn lengra (án þess kannski að hafa losnað alveg við rokk-bakteríuna) má benda á Bar- rok-músík - t.d. Brandenburgar- konsert númer 2 eftir Jóhann Se- bastian Bach. Frá Bach er síðan stutt í Hándel, Mozart og Beethoven. Við Páll Heiðar Jónsson eigum það vist sameiginlegt að dýrka Bach - en mér finnst það ónærgætnislegt af útvarpsmanninum að nota stef eftir meistarann sem kynningarlög að daglegum útvarpsþáttum sínum. Mér finnst það vera svipað og að ráða ósvikna prinsessu til að skúra gólf á hveijum degi. En þetta var bara örlítill persónulegur útúrdúr. Stundum er hægt að kynnast sí- gildri tónlist í sjónvarpsþáttum. Það er ekki mjög langt síðan ævisaga Wagners var sýnd í sjónvarpinu. Reyndar finnst mörgum Wagner dá- lítið yfirþyrmandi tónskáld, en hann átti líka til viðkvæma strengi í hörpu sinni og myndræna tilburði. Ástardauði úr óperunni Tristan og Isolde er af mörgum talin einhver mest sexí tónsmíð allra tíma. Og svo má ekki gleyma því að hann samdi brúðkaupsmarsinn sem oftast er leikinn í brúðkaupum hérlendis: da TADDARA - da TADD a RA .; • Hann er sossum ágætur en hugljúf- ari finnst mér samt brúðkaupsmars Mendelssohns úr Jónsmessunætur- draumi Shakespeares sem Leikfélag Reykjavíkur er með á verkefnaskrá sinni í vetur. En í músík er það heyrnin sem er sögu ríkari (eða ræðu ríkari ef þið viljið hafa það stuðlað). Þú gætir jafnvel orðið afhuga allri klassískri tónlist ef þú ferð vitlaust að því að nálgast hana. Það er t.d. heldur óheppilegt að byrja að hlusta á hana með öðru eyranu úr útvarpinu af rás 1. Það er einmitt útvarpið sem hefur gert æðri tónlist hvað óvinsælasta meðal rokkara og annarra dægur- lagaunnenda. Hins vegar geta klass- íkunnendur haft mikla ánægju af útvarpsþáttum um æðri tónlist. Ekki er heldur heppilegt að kaupa ódýrar plötur með sýnishornum af æðri tónlist. Á sama hátt og þú vilt heyra Beatles flytja eigin lög en finnst e.t.v. ömurlegt að heyra Snoddas eða Jens Búkk Jensen kyrja þau, er ekki sama hvaða hljóm- sveitarstjóri, hljómsveit eða ein- leikarar eru að verki á klassískri plötu. Vladimir Ashkenazy spilar allt öðruvísi en Richard Clyderman. Og það er líka heldur lítið gagn í að lesa bókina Tónsnillingaþættir eða aðrar bækur um æðri tónlist ef þú þekkir lítið til hennar af eigin raun. Ef þú hefur hins vegar einhvern tímann heyrt sígilt tónverk sem þér féll vel í geð, gætirðu reynt að nálgast skyld verk. Ef þú hefur t.d. einhvern tímann hrifist af einum af Branden- burgarkonsertum Bachs, þá eru þeir 6 talsins. Sinfóníur Beethovens eru 9 (að vísu mjög ólíkar hver annarri).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Luxus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.