Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 90
90 LUXUS
Dögg Hringsdóttir,
Aðalsafn Borgarbókasafns
Eg les mest erlendar bækur, næstum
því eina bók á dag, þannig að það er
eiginlega ekkert að marka mig - en ég
man eftir tveim mjög skemmtilegum
bókum sem ég las í sumar. Ónnur heitir
Fanny eftir Erica Young og hin er eftir
Ben Weider og heitir The Murder of
Napoleon, gefm út af Congdon and
Lattés í New York 1982. Báðar bækum-
ar eru til hér á safninu. Seinni bókin
fjallar um meint moið á Nafxíleon keis-
ara.
- Er það skáldsaga eða.. ?
- Neinei. Það er ffæðileg bók en mjög
skemmtileg samt. Hún er eftir sænskan
mann sem byijaði á þessu um 1950
held ég, eða 1960. Hann var mjög mikill
áhugamaður um Napóleon, las allt sem
hann náði í um hann. Hann var tann-
læknir og hafði líka áhuga á eiturefna-
ffæði og áhrifúm eiturefha. Og hann
fær allt í einu þá hugmynd, þegar hann
fer að lesa endurminningar herbergis-
þjóns Napóleons, sem var með honum
á Sankti Helenu þangað til hann dó, að
„einkennin sem hann sýnir séu eins og
langvarandi arsenik„eitrun." Sem sagt
arsenik-eitrun í smáum skömmtum i
langan tíma. Og hann fer að rannsaka
og kemst að niðurstöðu með þvi að
hann nær í lokk úr hári Napóleons - en
það hafði verið rakað af honum þegar
hann var krufinn og herbergisþjónninn
minningar. Honum tókst að ná í þijá
og þeir voru rannsakaðir með geisla-
virkri tækni og arsenik-innihaldið í
þeim stóðst. Þetta kom heim og saman
við atburðarás sjúkdómsins; hvemig
hann hafði gengið fyrir sig samkvæmt
mörgum heimildum, þarrnig að likumar
á að hann hafl verið drepinn með arsen-
iki em talsvert miklar. Og það em líka
leiddar getur að þvi hver hafi myrt
hann . . . Þetta er mjög áhugaverð bók.
— Fleiri bækur?
Það er nú það. Ja, til dæmis .Elskaðu
sjálfan þig' sem kom út héma fyrir jólin.
Hún fjallar um að maður eigi að meta
sjálfan sig meira en alltaf er mælt með
í kristilegri siðífæði en þar á maður
allfaf að hugsa um náungann á undan
sjálfúm sér.
- Einmitt. En það er kannski rétt að
meta sjálfan sig áður en maðurjer að
meta aðra til að geta metið þá að
verðleikum. Manni verður sjálfum að
þykja sá maturgóðursem maðurbýður
gestum sínum.
- Jájá. Maður verður að standa á
eigin rétti, bera virðingu fyrir sjálfúm sér
og ábyrgð á sjálfum sér.
- Er þessi bók mikið lánuð út af
safninu?
— Hún hefur verið pöntuð stöðugt
síðan hún kom út.
- Hvaða bækur eru vinsælastar hjá
ykkur?
- Það er mikið af léttu lesefni; ástar-
sögur, hasarsögu rog svoleiðis. Núna er
t.d. mikið lánað út af Sidney Sheldon af
þvi að nýiega var sýnd bíómynd eftir
einni af sögum hans. Það er algengt að
ef efni bókar tengist einhveiju sem verið
er að sýna í bió, þá kemur alveg skriðan
til okkar. Líka í sambandi við það sem
lesið er í útvarpi eða sýnt í sjónvarpi.
Svo em ævisögur alltaf mjög vinsælar
hjá okkur - jafnvel biðlistar eftir sumum
þeirra mánuðum saman.
- Heldurðu að það séu ákveðnar
tískusveiflur í sambandi við það efni
sem Jólk les? Nú voru t.d. dulspekilegar
bækur mikið lesnar um tíma.
- Þær em alltaf mikið lesnar en útgáf-
an á þeim hefúr farið svo mikið niður.
Titlunum hefur fækkað en jaeir vom
ógurlega margir á sjöunda áratugnum.
- Og svo eru það Jerðasögumar á
sjötta áratugnum.
- Já. Þær vom alveg óskaplega vin-
sælar en núna em þær eiginlega alveg
hættar að koma út. Heimurinn er nátt-
úrlega orðinn miklu minni en áður. Það
em ævisögur, endurminningar og viðtöl
sem einkenna íslenska bókaúfgáfu eins
og stendur. Þeirra tími vírðist vera núna.
Ólafur F. Hjartar,
Landsbókasafni
Það er varla orð á gerandi hvað ég les
núna. Jú, ég var að lesa bókina „Víða
liggja vegamót" eftir Nevil Shutte um
daginn. Hún gerist í Malayalöndum og
fjaflar um enskar konur sem Japanir
taka til fanga í stríðinu en þar sem jreir
eiga engar fangabúðir em konumar
látnar þramma fram og aftur um allar
jarðir. Inn í þetta spilar svo ástarsaga
einnar konunnar og ástralsks
hermanns. Bókin heitir A Town Like
Alice á frummálinu. Eftir sama höfúnd
er t.d. bókin ,Á ströndinni."
Og svo er ég að lesa bók núna sem ég
er eiginlega að gefast upp á, Ulysses eftir
James Joyce. Hrin hefúr ekki komið út
á íslensku en það er eiginlega ekki hægt
að segja írá henni. Hún er of margslung-
in til þess. En þessi bók er gefm út aftur
og aftur og kom nýlega út í endurskoð-
aðri útgáfu vegna jaess að handritið
hafði verið mislesið á sínum tíma. En
þetta er tímamótaverk.
— Manstu ejttr öðmm bókum sem
þú vilt minnast á?
— Það sem virðist vera mest þýtt hér
á landi em spennubækur. Annað virðist
ekki ganga eins vel. En fyrir nokkrum
ámm þýddi Jón Helgason ritstjóri fyrsta
bindið af „Útflytjendunum" eftir Vilhelm
Moberg. Þetta er þriggja binda verk en
aðeins eitt kom út á íslensku þar sem
salan var of draem. Ameríski höfundur-
inn Howard Fast hefur svo skrifað bók
með sama nafni en þar em efhístökin
svolítið öðmvísi. Hún er um fjölskyldu
sem fluttist vestur um haf. Heimilisfað-
irinn verður ríkur en svo kemur kreppan
og hann verður öreigi í Wall Street. Af
yngri höfúndum má svo minnast á
nóbelsverðlaunahöfúndinn Isaac Bashe-
vish Singer, en Almenna Bókafélagið
hefúr gefið út eftir hann bókina „Ovinir
— Ástarsaga."
Annars vil ég líka benda á ungu
rithöfúnduna íslensku. Þetta er góð kyn-
slóð og margt athyglisvert hefúr komið
frá Jieim undanfarið. Ég vil nú ekki
segja margt í svona stuttu spjalli - en
svona til að slá einhveiju frá mér get ég
t.d. bent á verðlaunabók Einars Más
Guðmundssonar, .Hiddarar hringstig-
ans", sem eftirtektarverða bók.
Hanna Sigurbjömsdóttir,
Sólheimasafni
Það skiptir nú litlu máli hvað ég las í
sumarleyflnu mínu því að það vom
mest erlendar bækur, aðaflega danskar
kvennabókmenntir - Bodelsen, Cronin
og Ditlevsen til dæmis.
- Engar íslenskar?
- Ja, jú — mér flnnst gaman að
fyigjast með þessum yngri höfundum og
las t.d. Vindur, vindur vinur minn eftir
hann Guðlaug um daginn. Það er ansi
góð bók.
- Fleiri bækur sem þú qetur mælt
með?
- Nei. Ég mæli ekki með neinni einni
bók umfram aðrar í svona viðtali. Ég er
ekki í aðstöðu til þess. Það er ekki eins
og ég sé að aðstoða lánþega.
- En hvað lestu þessa dagana?
- Les!? Það er svo mikið að gera
héma að maður les ekki neitt nema þá
helst aftan á bókakilina. Héma er rekin
umfangsmikil starfsemi við að senda
bækur heim til fólks. Við tökum saman
eina 14 kassa á viku með svona 13
bókum í hveijum kassa. Það er fúllt af
fólki á lista hjá okkur sem vill nota þessa
þjónustu. Við förum heim til þess til að
meta þörfma; hvort það er sjúkt, á erfitt
með að bregða sér fiá og þar ffarn eftir
götunum. Þeir sem komast á listann hjá
okkur fá síðan sendar bækur einu sinni
í mánuði - allt upp í 13 bækur - sér
að kostnaðarlausu. En þar sem bóka-
kosturinn er lítill - aðeins eitt eintak af
hverri bók og starfsfólk fátt, 7 manns
og bara 5 af jreim i heilli stöðu - þá er
jretta mjög erfltt. Það tekur heilan dag
að taka til bækur í kassana, tvær okkar
em í heimsendingarvinnu á hveijum
mánudegi og svo þarf að færa allt inn á
spjaldskrá. Fólkið lætur okkur yflrleitt
velja bækumar. Þegar jiað hefúr fengið
svona 5-600 bækur lánaðar verður
þietta tímafrek vinna og þung í vöfum,
en við verðum að sjá tll jiess að enginn
fái sömu bókina tvisvar og jiað er ekki
alltaf hægt að taka til alveg jiað sem fólk
langar til að lesa vegna eintakaskorts.
Við þurfúm því að fylgjast vel með,
þrátt fyrir ffumstæð vinnuskilyrði. Okk-
ur vantar tölvu. Þetta er allt vélritað.
Meiri fjárveiting - j)að er j»ð sem við
þurfúm. Við borgum bara meiri skatta,
væni minn, en samt er lítið meira gert
fyrir fólkið.
- Hvaða bækur er mest beðið um?
— Allt mögulegt. Það er náttúrlega
alltaf beðið um Ellefu líf — um ævi
Biynhildar Bjömsson, bamabams
Sveins Bjömssonar forseta, sem Stein-
grimur Sigurðsson listmálari skráði. En
Jjað er fjöldinn allur af öðrum bókum
sem kemur til greina. Það væri kannski
auðveldara að gera grein fyrir jiessu ef
við hefðum fleiri eintök af hverri bók.
Einar Öm Lámsson,
Bústaðasafni
Ég les aðallega Graham Greene - fæ
aldrei nóg af honum - og er eiginlega
nýbúinn að lesa tvær bækur eftir hann,
LoserTakes All ogThe Honorary Consul.
— Lastu þær á Jrummálinu?
Hvaðskykhi
bókaveiðir
lesa sjálfir?
TEXTI:
ÞORSTEINN EGOERTSSON
Á hveiju ári em gefnar út fleiri bækur, hlutfallslega,
á Islandi en í öðmm löndum og þrátt fyrir mikla
útlánastarfsemi myndbandabankanna virðist btið lát á
lestraráráttu landsmanna. Það er næstum því ótrúlegt
hvað mikið kemrn- út af bókum í nóvember, ný og ný
tímarit em gefin út, sala á erlendum bókum er heilmikil
og svo mætti lengi telja. En þótt bókaútgáfa hérlendis
sé hvað blómlegust í skammdeginu þá em bækur að
sjálfsögðu lesnar allt árið. Það er t.d. nokkuð algengt
að fólk taki með sér álitlegan stafla af bókum í
sumarleyfið, hvort sem það ferðast innanlands eða
skreppur til útlanda.
UJXUS hringdi í nokkra af bókavörðum höfuðborgar-
innar um daginn og spurði þá meðal annars um hvað
þeir hefðu lesið í sumarleyfinu. Það kom ýmislegt
maikvert í ljós en svörin fara hér á eftir:
gaf fjölda manns þessa hárlokka til