Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 93

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 93
og í dag er eitt frægasta listasafn Dana í eigu þess: Ny Carlsberg ^lyptoteket við H.C. Andersens Boulevard í Kaupmannahöfn. Alger andstæða ölsins frá Carls- “erg á heimsmarkaðnum er írski bjórinn GUINNES, kolsvartur, rammur og rótsterkur, enda brugg- aður að miklu leyti með gömlu að- ierðinni. írska fyrirtækið er svolítið nienningarlegt líka þar sem það gef- ur út heimsmetabókina sína frægu hverju ári. írar og Danir eru þó ekki meðal 10 mestu bjórfram- eiðsluríkja heimsins í dag. Þar eru Bandaríkjamenn efstir á blaði og s>ðan koma Vestur-Þjóðveijar, Sovét- menn, Bretar og Japanir. Hins vegar eru Vestur-Þjóðveijar mestu bjór- Þambarar heimsins, Tékkar eru í öðru sæti og síðan koma Austur- Pjóðverjar, Belgíumenn og Ástralir. Danir eru í sjötta sæti og írar í því níunda. Hollendingar, sem hafa fyrir löngu vakið heimsathygli fyrir góðan bjór, eru ekki á topp tíu listanum og Bretar ekki heldur. Neysla og tegundir Þjóðveijar drekka um 150 lítra á mann árlega — nýfædd börn og elstu gamalmenni meðtalin. Þannig drekkur hver fjögurra manna fjöl- skylda þar í landi að meðaltali 600 lítra árlega en það eru um 1600 venjulegar bjórflöskur eða rúmlega 4 flöskur upp á hvern einasta dag ársins - og kannski drekkur hús- bóndinn það allt saman. Til skamms tíma hefur bjórinn nefnilega verið talinn til karlmannsdrykkja en á seinni árum hafa konur orðið æ meira áberandi á bjórkrám um víða veröld. En þetta voru nú öfgarnar í eina átt. í Kína er bjórdrykkja að sjálfsögðu leyfð en þar er ársneyslan aðeins hálfur lítri á mann eða tæplega hálf önnur flaska. Það gerir eina flösku hjá venjulegri þriggja manna fjöl- skyldu á þriggja mánaða fresti en það er minni ársneysla en hér á Islandi þótt bjór fáist ekki hérna á löglegan hátt. Og hvað skyldi ég nú hafa fyrir mér í því? Einhvern tíma var upplýst að um 200 smálestum af bjór væri smyglað hingað til lands árlega, allir þeir sem fara til útlanda geta keypt svolítið í fríhöfninni á leiðinni heim og þar að auki brugga margir sitt eigið öl. Svo hafa ölstofur sem selja einhvers konar „bráða- birgðabjór" sprottið upp eins og gorkúlur um allt land á síðustu mán- uðum og það eru ótrúlega margir Islendingar sem þekkja nokkrar er- lendar bjórtegundir af eigin raun, án þess að ég ætli að fara mikið nánar út í sálma. En þar sem ekki getur talist sak- næmt að ræða lauslega um vöruteg- und sem ekki fæst í landinu ætla ég aðeins að minnast á nokkrar af þeim erlendu bjórtegundum sem íslend- ingar þekkja almennt hvað best: BECKS frá Bremen í Vestur- Þýskalandi. Ljóst og milt öl, nokkuð sætt. BUDWEISER frá Bandaríkjunum. Nokkuð ljós og fremur bragðdaufur bjór, þótt styrkleikann vanti ekki. Best þykir að dekka hann kældan. CARLSBERG frá Danmörku. Ljóst og milt öl með miðlungs mikilli bragðfyllingu. Vægasta tegundin af þeim áfengu nefnist HOF, Gull- Carlsberg er nokkuð sterkari og enn sterkari er ELEFANT sem er frægur fyrir gæði. FALCON EXPORT frá Svíþjóð. Ljóst öl með fersku humalbragði. GUINNES frá írlandi. Beiskur „stout“, svartur á litinn. Mikil bragð- fylling og freyðir vel. Hann er ósætur á bragðið þótt sykurmagnið sé í meðallagi. Best þykir að drekka hann allt að því stofuheitan eða um 15 gráður. HEINEKEN frá Hollandi. Miðl- úngi ljós pilsner með fersku bragði og freyðir vel. Vinsæll um víða veröld. LÖVEBRÁU frá Munchen í Þýska- landi. Ljóst, frískt öl með þægilega beisku bragði. SCHLITZ frá Bandaríkjunum. Miðlungi ljós, þægilegur á bragðið og örlítið sætur. SCHULTHEISS frá Dortmund í Þýskalandi. Ljósbrúnn með nokkuð sérkennilegu, beisku bragði. Nokk- uð seintekinn en þrátt fyrir það vinsælasti bjór Þýskalands. TUBORG frá Danmörku. Ljós og ferskur bjór með fylltu bragði. Eins og hjá Carlsberg eru 3 tegundir af áfengum bjór þekktastar. Grænn Tuborg er vægastur, Gull Tuborg er sterkari og FF er mjög sterkur. Fyrir páska brugga dönsku brugghúsin rótsterkan bjór sem kallast Páska- brugg. Bjórmenning Eins og flestir vita drukku forfeður okkar, víkingarnir, bjór með bestu lyst, enda var hann talinn til goða- veiga. í dag er bjór framleiddur og seldur í öllum löndum heimsins nema þar sem múhameðstrúin ræður ríkjum. í venjulegri bjórdós af miðlungssterku öli er sem svarar 4 cl (einum sjússi) af Kláravíni eða svipuðu víni hvað áfengismagn snertir og svo er til mun sterkara öl. Margir tala um bjór sem almúga- drykk en hann er meira en það. Hann er drukkinn um víða veröld með máltíðum og auk þess mikið notaður sem samfundadrykkur. Bjór á að drekka hægt og rólega til að hann njóti sín sem best. Þótt hann sé talinn góður við þorsta telst það til hreinnar villimennsku að sturta honum í sig enda eykur það bara þorstann nema rétt á meðan teygað er og maginn tekur á móti honum. Þegar hellt er í glasið er gott að halla því um 45 gráður eða svo og skal þá renna bjórnum hægt niður eftir glasveggnum. Vilji menn hins vegar hafa mikið „líf' í bjórnum skal hella beint í glasið. Við það myndast mikil froða — helmingur bjór, helmingur froða - um það leyti sem glasið fyllist. Bjórglös eru mjög misjöfn að gerð vegna þess að bjór virðist bragðast misjafnlega eftir ílátum. Þannig virkar hann ljúfur og svalandi úr þunnum og grönnum glösum, hressandi og örvandi úr þykkum glerkrúsum en matarmikill og af- slappandi úr leirkrús. Bjórglös ættu alltaf að vera ókæld, hrein og vel þvegin. Ekki er ráðlegt að blanda saman tveimur eða fleiri bjórtegund- um þar sem það getur valdið ógleði þegar líða tekur á drykkjuna eða miklum timburmönnum daginn eftir. Og þar sem bjór er mjög næmur fyrir utanaðkomandi áhrifum ætti aldrei að geyma upptekna bjórflösku innan um eitthvað sem sterk lykt er af. Það gæti haft áhrif á bjórbragðið. Ljóst öl (lager og pilsner) á að vera svalt þegar það er drukkið en þó ekki ískalt því að við það tapast ilmurinn af því. 7—8 gráðu hiti þykir hvað ákjósanlegastur. Til saman- burðar má geta þess að hitinn í venjulegum kæliskáp er yfirleitt ein- hvers staðar á bilinu 6 til 10 gráður. En því dekkra sem-ölið er því volgara á það að vera. Maltöl og annar dökkur bjór ætti að drekkast 11-12 gráðu heitt, en auðvitað er það smekksatriði. Guinnes-bjórinn þyk- ir hvað bestur um 15 gráðu heitur. Ameríkanar drekka bjórinn sinn vel kældan en mörgum Bretum finnst ágætt að hafa hann stofuheitan (18- 19 gráður) eins og rauðvín. Gott er að drekka bjór með reykt- um eða söltuðum mat, s.s. síldar- réttum, skinku, hamborgarhrygg, hangikjöti (t.d. malt), og saltkjöti. Einnig þykir hann fara vel með vel krydduðum mat, t.d. indverskum karríréttum og mexíkönsku chili con carne. Framtíð? í lok síðasta áratugar voru um 1500 bjórbruggunarverksmiðjur í Vestur-Þýskalandi en þeim fer fækk- andi. Þróunin hefur verið svipuð um allan heim undanfarið. Til dæmis voru 2400 bjórframleiðendur í Bandaríkjunum um síðustu alda- mót en nú eru þeir aðeins um 120 - eitt hundrað og tuttugu. Ástæðurnar fyrir þessari fækkun eru nokkrar, en fyrst og fremst sú að bestu tegundirnar halda velli í harðnandi samkeppni en hinar lak- ari detta út. Þar að auki þarf fyrir- tæki sem framleiðir milljónir lítra öls árlega að eiga miklar landspildur til að rækta korn og humal á. Bruggtæknin hefur líka sitt að segja. Bjór sem þolir illa langa flutn- inga og geymslu getur ekkf verið góð söluvara - nema þá í næsta ná- grenni. Markaðsöflun er líka erfið þar sem fólk virðist æ vandlátara á ölið sitt nú á dögum. Annars standa Norðurlandaþjóð- irnar sig nokkuð vel í þessu. Þegar dönsku verksmiðjumar, Carlsberg ogTuborg, sameinuðust fyrirnokkr- um ámm fóm þær að framleiða nýja tegund, FAXE, sem hefur þegar náð töluverðum vinsældum í öðmm löndum og Hansabjórnum norska hefur vegnað nokkuð vel á heims- markaðnum undanfarin ár. Á íslandi em tvö fyrirtæki sem bmgga bjór opinberlega, Ölgerð Eg- ils Skallagrímssonar og Sanitas. Hver veit nema þau geti einhvem tímann orðið samkeppnisfær á heimsmarkaðnum - ef sala á sterk- um bjór verður einhvem tímann leyfð hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.