Luxus - 01.12.1984, Page 94

Luxus - 01.12.1984, Page 94
XTEOiiVJ LUXUSKYNNIR Sennilega er mikið til í því að íslendingar séu athafnasamt fólk upp til hópa. Þeir sem eru svo lánsamir að geta unnið að hugðarefnum sínum eru kannski meira áberandi en aðrir, enda nægir þeim yfirleitt ekki venjuleg vinnuvika til að sinna störfum sínum. Svipmyndirnar þrjár sem við bregðum hér upp eru einmitt af svona fólki. Þrjú andlit verða að nægja í bili þótt af nógu sé að taka - en LUXUS er ungt blað. Þessi andlit koma kannski kunnuglega fyrir, en hvað vitum við um einkalíf þessa fólks? Bára Kemp hjálpar til við að móta tískuna, Helgi Jóhannsson er í stöðugum tengslum við spenn- andi ferðamannastaði fyrir íslenska túrista og andlit Páls Magnússonar birtist inni í stofu á flestum heimilum landsins í hverri viku. BÁRA KEMP hárgreiðslumeistari Vitniað fæðingu hár- tískunnar s Utlitstíska fólks á þessari öld hefur yfirleítt verið nefnd eftir dægurlagatónlist meðal almennings - charleston, rokk, hippatíska, pönk . , . en eftirminni- legustu einkenni hverrar tísku er svo hárgreiðslan. Hér á landi eru 8 hárgreiðslumeistarar meðlimir í INTERCOIFFURE, alþjóðasam- tökum hárgreiðslumeistara, en Is- lendingum var boðin þátttaka fyrir 4 árum. Forseti íslandsdeildarinnar er Elsa Haraldsdóttir en listráðu- nautur (artist director) hennar er Bára Kemp, eigandi fyrirtækisins Hár og snyrting sem verður einmitt 10 ára gamalt núna í október. Bára segist aldrei hafa ætlað sér neitt annað en að verða hárgreiðsludama og 12 ára gömul greiddi hún sína fyrstu brúðargreiðslu. Að vísu fór í i PÁLL MAGNÚSSON fréttamaður Sá munaður—að vinna hjá ríkinu Hann var nánast óþekktur árið 1979 þegar hann kom heim frá námi í Svíþjóð, en þar tók hann phil. cand. próf í stjórnmálasögu og hagsögu. Eftir heimkomuna kenndi hann í Fjöl- brautarskólanum í Breiðholti um tíma en fannst kennslan heldur til- breytingarlítil svo að hann gerðist blaðamaður; fyrst á Vísi. síðan varð hann fréttastjóri á Tímanum og þeg- ar tímaritið Storð kom út var hann einn af mönnunum á bak við það. Um síðustu áramót gerðist hann svo þingfréttaritari sjónvarpsins. Auk fasta starfans þar hefur hann tekið mikið af aukavöktum og séð um nokkra sjálfstæða þætti auk Þingsjár. „Það eru náttúrlega margir hlutir í gangi í þinginu á bak við tjöldin,” segir hann. „Mest fréttir maður í einkasamræðum og gluggakistum. Þetta er dálítið einkennilegt starf vegna þess að þeir sem maður er að fást við geta, málsins vegna, aldrei verið ánægðir með það sem maður er að gera. Hver um sig vill fá meiri pressu en aðrir. Það getur jafnvel verið skárri kostur að hafa þá alla óánægða en einn ánægðan og annan óánægðan. í rauninni fær maður ekki fréttirnar með því að hlusta á ræður. Maður reynir miklu frekar að skapa sér kontakta innan flokkanna - menn sem maður getur talað við í trúnaði eða geta laumað að manni upplýsingum. Það er nauðsynlegt að hafa þá í öllum flokkum því að þeir ljóstra ekki upp hlutum sem eru beinlínis andstæðir hagsmunum þeirra. Oft er það svo að t.d. fréttim- ar úr þingflokksherbergi Framsókn- arflokksins koma ekki endilega frá framsóknarmanni. Maður reynir síðan að fá fréttina staðfesta. Það skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli hvort formleg staðfesting fæst eða ekki. Maður verður bara að hafa þetta rétt. Maður verður að fara eftir ákveðnum krókaleiðum til að ná árangri og þetta kemur eiginlega ekki fyrr en eftir nokkur ár, þannig að ég er eiginlega rétt byrjaður í þessu. Eg er ennþá að ná mér í kontakta." Auk starfsins hjá sjónvarpinu vinnur Páll ýmis íhlaupaverk úti í bæ, s.s. að koma út fréttablaði sem Arkitektafélagið, Verkfræðingafélag- ið og Tæknifræðingafélagið gefa út í sameiningu tvisvar í mánuði. Þrátt fyrir að hann vinni óhemju mikið er hann jákvæður og hressilegur og finnst gaman að starfinu þótt hon- um finnist launin ekki vera neitt til að hrópa húrra fyrir. „Það þýðir ekki annað en að hafa margt í takinu ef maður ætlar að veita sér þann mun- að að vinna hjá ríkinu," segir hann. Vinnudagur hans er langur og yfir- leitt kemst hann ekki heim til sín fyrr en um miðnætti. En samt gefur hann sér tíma til að sinna ýmsum hugðarefnum. Hann er í þriggja manna félagsskap sem nefnist Frakkalafið. Hinir eru Gunnar Salv- arsson og Axel Ammendrup. Þeir hittast á laugardagseftirmiðdögum, drekka úr tveim vínflöskum og tefla. En þetta er líka hálfgildings sælkera- klúbbur og stundum elda þeir góðan mat fyrir sjálfa sig og eiginkonumar eða þá að þeir bjóða frúnum út, svona fjómm til sex sinnum á ári. Auk þess fer hann í silungsveiðar á sumrin og fyglaskytterí á haustin en þess á milli spilar hann innanhúss- knattspyrnu með nokkmm af starfs- mönnum sjónvarpsins. Og það vottar ekki fyrir þreytusvip á honum þegar hann les seinni frétt- irnar í sjónvarpinu. NOSSJBlUQrH SONOW4 • WSQn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Luxus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.