Morgunblaðið - 16.12.2021, Page 11

Morgunblaðið - 16.12.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæj- arfulltrúi og for- maður bæjarráðs Garðabæjar, býð- ur sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Gunnar Einarsson, oddviti og bæjarstjóri, hefur tilkynnt að hann láti af störf- um í lok kjörtímabils. Fram kemur í tilkynningu, að Ás- laug Hulda hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2010 og skip- að fyrsta sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ. Hún hefur verið forseti bæjarstjórnar og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. ,,Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk og mikil uppbygging fram- undan í ört vaxandi bæjarfélagi. Ég hef sterka framtíðarsýn fyrir Garðabæ og vil veita Sjálfstæð- isflokknum í Garðabæ forystu til að vinna af krafti að þeim verkefnum sem fram undan eru. Ég bý yfir víð- tækri reynslu og þekkingu á þeim málaflokkum sem snúa að sveitar- félaginu og hef þar að auki sinnt fjölbreyttum störfum í atvinnulíf- inu,“ er haft eftir Áslaugu Huldu í tilkynningu. Áslaug Hulda hefur verið í eig- endahópi plastendurvinnslufyrir- tækisins Pure North Recycling og setið í stjórn Gildis, lífeyrissjóðs. Áður var hún framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og aðstoðar- maður mennta- og menningar- málaráðherra. Hún er grunnskóla- kennari að mennt með fram- haldsmenntun í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona. Áslaug Hulda sæk- ist eftir oddvita- sætinu í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir Kiwanisklúbburinn Helgafell veitti nýverið lögreglunni í Vestmanna- eyjum styrk upp á aðra milljón króna til kaupa á fíkniefnaleitar- hundi. Var hundurinn, er nefnist Móa, formlega afhentur í vikunni á lögreglustöðinni í Eyjum en þetta er fjórði hundurinn sem Kiwanis- menn gefa embættinu. Móa var flutt inn frá Englandi og er enskur Springer Spaniel. Form- leg þjálfun á Móu er nýlega hafin, undir dyggri leiðsögn Heiðars Hin- rikssonar lögreglumanns. Móa mun leita að fíkniefnum í Eyjum Leitarhundur Móa er komin í þjálfun í Eyjum við leit að fíkniefnum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráð- herra, hefur skipað Ólöfu Ástu Farestveit í embætti for- stjóra nýrrar Barna- og fjöl- skyldustofu. Sú stofnun mun taka við verkefnum Barnaverndar- stofu en jafnframt gegna lykilhlut- verki við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ólöf Ásta hefur verið settur forstjóri Barna- verndarstofu frá 1. september sl. Hún var sérfræðingur í Barnahúsi frá árinu 2001 og forstöðumaður Barnahúss frá 2007-2021. Ólöf Ásta yfir Barna- og fjölskyldustofu Ólöf Ásta Farestveit Skipholti 29b • S. 551 4422 LAXDAL er í leiðinni laxdal.is Ítalskar hágæða ullarkápu Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook Skyrtur kr. 6.990 Kjólar kr. 10.900 Str. S-XXL Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is 20% afsláttur af völdum vörum Tilboðið gildir allan daginn Jólakvöld Skeifunnar – Opið til kl. 22 Ull og kasmír 14.980 12.980 Skoðið // hjahrafnhildi.is Frábært úrval af fallegum peysum á góðu verði! Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ull og kasmír 17.980 14.980 Söfnum í jólasjóðinn hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll Atvinna SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.