Bændablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 1
Hampurinn óx hratt
í hitabylgjunni
30–31 34–35
18. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 23. september ▯ Blað nr. 595 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Smalað var í Þórkötlustaðarétt sunnudaginn 19. september. Hér er verið að reka safnið ofan við Hraunsvík í átt að Þórkötlustaðahverfi á Þórkötlustaðanesi
austan Grindavíkur, en flestir þekkja það í dag sem Hópsnes. Í baksýn er hið tignarlega Festarfjall. Mynd / Hörður Kristjánsson
Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir, vill skjót viðbrögð við riðuveiki fyrir norðan:
Leggur til niðurskurð á öllum bæjum sem
verið hafa með fé í Húna- og Skagahólfi
– Bændur í Skagafirði og héraðsdýralæknir vilja að meiri áhersla verði lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir
Halldór Runólfsson, fyrr verandi
yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu, leggur til í grein sem hann
ritar í Bændablaðinu í dag, að ráð-
ist verði í víðtækari niðurskurð
á sauðfé á öllum bæjum sem eru
með sauðfé í Húna- og Skagahólfi.
Greint var frá því 10. september
síðastliðinn að riðuveiki hafi komið
upp á bænum Syðra-Skörðugili
í Skagafirði, sem er í Húna- og
Skagahólfi, en í því hólfi greindist
síðast riða á einum bæ árið 2020.
Skorið verður niður um 1.500 fjár á
Syðra-Skörðugili, en síðast var skor-
ið þar niður fyrir 30 árum.
Að sögn Elvars Einarssonar,
bónda á bænum, hefur ekki verið
tekin ákvörðun um hvað verði gert
þegar þeim verður aftur heimilt að
byggja upp sauðfjárstofn.
„Við erum bara að jafna okkur
eftir þetta áfall og fara í gegnum
þetta hefðbundna ferli gagnvart
ráðuneytinu í samvinnu við MAST,“
segir Elvar
Ásamt sauðfjárræktinni eru þau
Fjóla Viktorsdóttir, kona hans, og
þrjú börn þeirra með hrossarækt. Þau
Elvar og Fjóla eru ósátt við reglu-
gerðina frá 2001 sem unnin er við
ákvörðun bóta, þær séu ósanngjarnar
því fjárhagslegt tjón bænda sé gríðar-
legt í tilfellum sem þessum.
Þau eru einnig afar ósátt við að
ekki skuli vera lagt meira fjármagn
í rannsóknir á riðu, það hafi ekkert
verið gert almennilega í tugi ára. Þau
telja að kortleggja þurfi svæðin þar
sem hefur verið riða á árum áður og
að þau svæði verði hreinsuð betur.
Jón Kolbeinn Jónsson, héraðs-
dýralæknir á Norðurlandi vestra,
hefur tekið undir orð Elvars. Telur
hann að það þurfi að vinna betur úr
þessum faraldsfræðilegu gögnum.
Á síðasta ári þurfti að skera
niður allt sauðfé á fimm bæjum í
Skagafirði og geitur að auki á einum
bæ. Samtals var skorið niður á annað
þúsund fjár.
Gunnar Sigurðsson, bóndi á
Stóru-Ökrum í Skagafirði, þar sem
skorið var niður á sjötta hundrað fjár
í fyrra, kallaði þá eftir því að vísinda-
og bændasamfélagið nýtti harmleik-
inn í Skagafirði sem hvatningu til að
viða að sér meiri þekkingu um þann
óvin sem riða sé.
13 smittilvik komið upp
í sama hólfi á 20 árum
Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu
Matvælastofnunar hafa 13 tilfelli
greinst á undanförnum 20 árum
í þessu hólfi og mörg þeirra í ná-
grenni Syðra-Skörðugils. Á síðasta
ári greindist riða á nokkrum bæjum í
Tröllaskagahólfi, sem eru rétt austan
við varnarlínuna um Héraðsvötn og í
nágrenni við nokkra bæi í Húna- og
Skagahólfi, þar sem riða hefur greinst
á undanförnum árum.
Vill líka niðurskurð hjá
bændum í áhættuhópi
Halldór Runólfsson segir í grein
sinni að það sé sín skoðun að
nú verði að bregðast við þessum
nýjustu riðuveikitilfellum, með mjög
afgerandi hætti, annars mun halda
áfram að greinast riða á einum og
einum bæ á svæðinu, samkvæmt
reynslu undanfarinna áratuga.
„Skynsamlegast væri að fara í
víðtækan og samræmdan niðurskurð
á öllum bæjum í þessu hólfi sem eru
með sauðfé og halda því fjárlausu í
tvö ár, eins og fyrirskipað er. Það
er mjög mikilvægt að góð samstaða
náist með öllum sauðfjárbændum á
svæðinu, að fara í þessar aðgerðir,
líka bændum þar sem riða hefur ekki
enn greinst hjá, en þeirra bú teljast
þá til áhættubúa. Gagnger hreinsun
er nauðsynleg á öllum þeim bæjum
þar sem skorið er.
Það er einnig mikilvægt að öll
fjárhús og nánasta nágrenni þeirra
séu hreinsuð ítarlega á þeim bæjum
sem ekki ætla að halda áfram og
einnig verði skoðað hvort hreinsa
þurfi á bæjum sem hættu fjárbúskap
eftir fyrri niðurskurði. Þessa skoðun
mína byggi ég á tveimur mjög vel
heppnuðum og sambærilegum
aðgerðum á undanförnum 30 árum.“
Aðgerðir sem skiluðu árangri
Aðgerðirnar fyrir 20 árum, sem
Halldór nefnir, voru að farið var
í niðurskurð á öllum bæjum í
Héraðshólfi á miðjum áratug síðustu
aldar, en þar hafði riða verið að
greinast á einum bæ á eftir öðrum í
nokkur ár. Það er talið hafa heppnast
vel þó eitt riðuveikitilfelli hafi komið
upp í hólfinu árið 1997. Þá var farið
í mjög umfangsmikinn niðurskurð
í Biskupstungum á árunum 2003–
2004 og gerðir yfir 70 samningar
við bændur. Við lok fjárlausa
tímabilsins var gert sérstakt átak í
hreinsunaraðgerðum, t.d. á bæjum
sem ætluðu ekki að halda áfram
búskap. Ekkert tilfelli hefur greinst á
þessu svæði síðan að sögn Halldórs.
Hann nefnir einnig niðurskurð á
nokkrum bæjum á afmörkuðu svæði
í sunnanverðum Hrunamannahreppi,
sem farið var í árið 2003 í kjölfar
riðutilfellis á einum bæ. /HKr./smh
– Sjá nánar bls. 2, 8, 14, 18 og 68
Halldór Runólfsson.
Vel hestaður fagurkeri
32
Kynbætt rautt
birkiyrki í útrás
Samdráttur í kjöt-
framleiðslu og -sölu
Miðað við tölur í mælaborði land-
búnaðarins í lok ágúst hefur kjöt-
framleiðsla í heild dregist saman í
landinu á tólf mánaða tíma bili um
0,4%. Mestur er samdrátturinn
í framleiðslu á hrossa kjöti, eða
8,5%.
Þrátt fyrir heildarsamdrátt í
kjötframleiðslu jókst nautakjöts-
framleiðslan um 4,5% á einu ári
og á svínakjöti um 0,1%. Það eru
líka einu greinarnar þar sem fram-
leiðslan jókst eitthvað á milli ára.
Fyrir utan umtalsverðan samdrátt í
framleiðslu á hrossakjöti, þá dróst
kindakjötsframleiðslan saman um
1,8% og framleiðslan á alifuglakjöti
dróst saman um 1,1%.
Sala á kjöti hefur dregist
hlutfallslega meira saman en
framleiðslan, eða um 2,5% í heildina.
Þannig dróst salan á hrossakjöti
saman um 10,2% á tólf mánaða
tímabili. Næstmestur samdráttur var
í sölu á kindakjöti, eða 9,1%. Þá
dróst nautgripakjötssalan saman um
4,2%, alifuglakjötssalan um 2,1%
en svínakjötssalan stóð nánast í stað
og dróst aðeins saman um 0,2%.
/HKr.