Bændablaðið - 23.09.2021, Page 2

Bændablaðið - 23.09.2021, Page 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 20212 Riða kom upp á bænum fyrir 30 árum, en bærinn er í Húna- og Skagahólfi. Síðast greindist riða í því hólfi á einum bæ á síðasta ári. Matvælastofnun vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýs­ inga til að meta umfang smits­ ins og nauðsynlegar aðgerðir. Aukin sýnataka er fyrirhuguð á Norðurlandi vestra nú í haust og beinir Matvælastofnun þeim til­ mælum til bænda að láta héraðs­ dýralækni vita af fé sem drepst eða er lógað heima vegna vanþrifa, slysa eða sjúkdóma svo hægt sé að nálgast sýni úr þeim. Veik kind í heimalandasmölun Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að riðutilfellið hafi verið stað­ fest eftir að héraðsdýralækni var gert viðvart um veika kind. „Kindin var aflífuð og sýni úr mænikylfu sent til rannsókna á Keldum í kjölfarið. Þar var endanlega staðfest seinnipartinn á föstudaginn að um hefðbundið riðut­ ilfelli var að ræða,“ segir Sigríður og bætir við að orðið hafi vart við veik­ indi kindarinnar í heimalandasmölun fyrir göngur. „Göngur og réttir fóru fram eins og fyrirhugað var næstu daga en það voru gerðar ráðstafanir til að takmarka þann tíma sem féð var í réttum til að draga úr smithættu.“ Hún segir að unnið sé að skipu­ lagningu niðurskurðar á allri hjörðinni, því það sé í sjálfu sér stórt verkefni. Gert sé ráð fyrir að skrokk­ arnir verði brenndir. Ekki enn mögulegt að rækta riðuna úr íslensku sauðfé Að sögn Sigríðar eru þekkt erfðamörk sem bera verndandi­, hlutlausar­ eða áhættuarfgerðir fyrir því að sauðfé fái riðuveiki. Erfðapróf sem byggir á einu slíku erfðamarki er notað víða í Evrópu í þeim tilgangi að byggja upp þolna sauðfjárstofna. „Því miður hefur sauðfé sem ber hina verndandi arfgerð ekki fundist hérlendis enn sem komið er. Hins vegar er nú verið að auka innlendar rannsóknir á þessu sviði sem beinast bæði að því að finna hina verndandi arfgerð og hins vegar að finna fleiri erfðamörk sem geta haft sambærileg áhrif í ræktunarstarfinu. Eins og er höfum við ekki aðrar aðferðir til að bregðast við riðuveiki en að skera niður sýkta hjörð, en við beitum líka smitrakningu til að átta okkur á uppruna smita og mögulegri smitdreifingu. Við höfum náð mjög miklum árangri í baráttunni gegn riðu með þeim aðferðum á landsvísu. Niðurskurðarbætur duga ekki til Á síðasta ári greindist riða á fimm bæjum í austanverðum Skagafirði, sem tilheyra Tröllaskagahólfi. Sömuleiðis á einum bæ á Vatnsnesi í Vestur­Húnavatnssýslu. Eftir niðurskurð og fulla hreinsun þurfa tvö ár að líða áður en hægt er að kaupa gripi af hreinum svæðum og hefja sauðfjárbúskap aftur. Bændur fá greiddar niðurskurðarbætur, sem eiga að standa undir kostnaði bænda við að koma sér upp nýjum stofni. Landssamtök sauðfjárbænda hafa hins vegar bent á að bæturnar hrökkvi ekki til vegna kaupa á líflömbum og dugi ekki að fullu til að bæta tjón bænda vegna niðurskurðar. /smh FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Starfshópur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis: Ræktun orkujurta til framleiðslu á lífolíu talin hagkvæm á Íslandi – Lífolía úr orkujurtum getur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, bóndi á Þorvaldseyri fær nýja dráttarvél í vor sem gengur á lífdísil Starfshópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um ræktun og framleiðslu úr orkujurtum afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra á dögun- um skýrslu um vinnu hópsins. Meginniðurstaða starfshópsins er að sjálfbær ræktun orkujurta, þ.m.t. repju, til framleiðslu á lífolíu (lífdísil) og öðrum afurð- um sé hagkvæm hér á landi. Í skýrslunni segir að eftirspurn eftir lífolíu muni vaxa mikið á næstu árum samhliða því að dregið verði úr nýtingu jarðolíu. Framleiðsla og nýting lífolíu úr orkujurtum geti því dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Skýrslan var afhent á bænum Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en þar hafa verið gerðar tilraunir með repjuræktun til margra ára. „Rannsóknir sýna að hægt er að framleiða hér á landi lífdísil úr repjuolíu sem nýta megi sem eldsneyti á þorra þeirra véla sem gerðar eru fyrir dísilolíu úr jarð­ olíu. Íslensk framleiðsla sparar innflutning og vinnsla afurðanna skapar atvinnu og eykur sjálfbærni. Efling akuryrkju, ræktun orkujurta og nýting repjuolíu getur því dreg­ ið úr losun gróðurhúsalofttegunda á margvíslegan hátt,“ segir ráð­ herra. Fimm megintillögur Í skýrslunni leggur starfshópurinn fram fimm megintillögur. 1. Unnið verði að frekari rann­ sóknum til að tryggja að sjálf­ bær framleiðsla repjuolíu verði hagkvæm, að teknu tilliti til ytri kostnaðar, s.s. umhverfiskostn­ aðar. 2. Efnahagslegir hvatar verði nægjanlegir til að ræktun verði hagkvæm. Ræktunarstyrkir verði veittir á tilraunastigi fyrir hvern hektara en færðir yfir á framleiðslumagn með aukinni þekkingu og reynslu. 3. Sala afurða verði tryggð, m.a. með færanlegri verksmiðju til að pressa repjufræ fyrir bænd­ ur. Olía keypt af bændum en bændur geta nýtt repjumjöl í aðrar afurðir. 4. Aflað verði viðurkenningar á að um sjálfbæra framleiðslu sé að ræða. 5. Rannsóknir og þróun verði efld­ ar á afmörkuðum sviðum, t.a.m.: • nýtingu repjuhrats s.s. í fiskafóður • ræktun, vali á yrkjum, kyn­ bótum, sáðtíma, sáðmagni, áburðarmagni, þreskitíma, jarðvinnsluaðferðum, hættu á skaðvöldum, notkun varn­ arefna, skiptiræktun o.s.frv. • hagkvæmustu landnýtingu m.t.t. losunar gróðurhúsa­ lofttegunda, orku­ og mat­ vælaframleiðslu, verndunar vistkerfa o.s.frv. • rekstrargrunni stórfelldrar ræktunar og lífdísilfram­ leiðslu. Fleiri rannsóknir og skýrslur hafa verið gerðar um eldsneyti úr repju Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Samgöngustofu, sem sat í þessum starfshópi, hefur áður skilað skýrslu um notkun á repju sem eldsneyti á vélar. Þannig skil­ aði hann ásamt Ólafi Eggertssyni bónda og öðru samstarfsfólki sínu skýrslu árið 2018 sem bar heitið Repjuræktun á Íslandi til skipa­ eldsneytis. Repjuolía sannreynd á dráttarvél á Þorvaldeyri Páll Eggert, sonur Ólafs, hefur sann­ reynt með gamalli International dráttarvél á Þorvaldseyri að hægt er að keyra hann á repju. Þar kom líka í ljós að sótmyndun, sem er einna versti skaðvaldurinn við brennslu dísilolíu, hverfur nánast alveg úr útblæstrinum. Nýr Massey Ferguson sem gengur fyrir lífdísil væntanlegur í vor Páll segir að í vor sé væntanlega til þeirra ný Massey Ferguson 7S dráttarvél sem er sérstaklega út­ búin til að keyra á lífdísil. „Verksmiðjurnar ábyrgjast að óhætt sé að keyra þessar vélar með 20% íblöndun af repjuolíu. Í dráttarvélinni er AGCO SISU mótor en þeir eru einna fremstir í heiminum á þessu sviði. Í eldri mótorum hafa menn verið að keyra á 100% repjuolíu, en það er eiginlega mengunarbúnaðurinn í nýju dráttarvélunum sem er orðinn flöskuhálsinn. Hann flækir málið við að nýta repjuolíuna í hærra hlutfalli. Við munum að sjálfsögðu prófa okkur eitthvað áfram með þetta,“ segir Páll. Hægt að framleiða lífdísil með íslenskri lífolíu í stað þess að flytja olíuna inn Páll segir ekkert því til fyrirstöðu að blanda lífdísil með íslenskri repju á Íslandi í stað þess að flytja hana inn í stórum stíl. Þannig hefur Orkey á Akureyri verið að fram­ leiða lífdísil með íblöndun á olíu sem unnin er úr steikingarolíu. Sú olía hefur m.a. verið nýtt á skip Samherja. Páll telur skynsamlegast að nýta aðstöðuna á Akureyri enn betur með repjuolíu frá Þorvaldseyri, en þá sé þetta vissulega spurning um flutn­ ingskostnað sem af því hlýst. Orkey tekur á móti notaðri steikingar olíu og dýrafitu án nokkurs kostnaðar. Við það spar­ ast urðunargjald á tugum tonna af úrgangi á ári sem annars fellur á veit inga hús og mötuneyti. Afurðin er m.a. lífdísill sem ætlaður er til nota á stærri dísilknúin ökutæki, s.s. strætisvagna, sorpbíla, hóp­ ferðabíla og flutningabíla. /HKr. Páll Eggert Ólafsson bóndi og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dæla repjuolíu á International Harvester dráttarvél á Þorvaldseyri. Olían var framleidd á bænum úr repju sem þar er ræktuð. Hratið hefur Páll notað sem kjarnfóður fyrir kýrnar, enda mjög orkuríkt. Ný Massey Ferguson 7S dráttarvél er væntanleg til Þorvaldseyrar í vor. Hún getur gengið fyrir lífdísil sem er blandaður í 20% hlutfalli af repjuolíu. Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun – Ekki enn mögulegt að rækta riðuna úr íslensku sauðfé Sigríður Björnsdóttir, starfandi yf- irdýralæknir hjá Matvælastofnun. Sauðfé í haga.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.