Bændablaðið - 23.09.2021, Page 43

Bændablaðið - 23.09.2021, Page 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 43 Umhverfisvernd þolir enga bið Umhverfisvaktin við Hvalfjörð UMHVERFISVAKTIN HVALFJÖRÐVI Ð LÍF&STARF Betri Bakkafjörður – Fræðslu og umhverfismál í brennidepli Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur. Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og ræddu málefni byggðarlagsins. Fundarefni var staða verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem stað- ið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur. Gunnar Már Gunnarsson, verk- efnisstjóri Betri Bakkafjarðar, fór yfir málin, það sem þegar hefur verið gert og þau verkefni sem eru í höfn hjá verkefnisstjórn. Ýmis verkefni eru í vinnslu, s.s. verkefni sem ber heitið Tanginn og fleiri sem hafa fengið styrki, en alls hafa 23 verkefni fengið styrki og er um að ræða fjölbreytt verkefni sem styrkja eiga byggð á Bakkafirði. Þá kynnti Kristján Þ. Halldórsson tilurð samfélagssáttmála sem lagð- ur hefur verið fram á milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og ríkisins vegna byggðar við Bakkaflóa. Sáttmálinn er í samræmi við skýrslu nefndar fulltrúa fimm ráðherra um málefni Bakkaflóa, sveitarstjórnar Langanesbyggðar og ráðherra sveitarstjórnarmála. Ekki urðað nema út þennan áratug Jónas Egilsson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, fór einnig yfir sáttmálann en tillaga um hann kom fram á árinu 2017 eftir gagnrýni íbúa sem komið var á framfæri við sveitarstjórn. Hún tók við verkefn- inu og tengdi saman þá sem taka þátt í því. Nefndi Jónas sérstaklega tvö mál í sáttmálanum, fræðslumál og framtíð þeirra á Bakkafirði og umhverfismál. Í þeim málaflokki má nefna að gera má ráð fyrir að urðun á Bakkafirði verði ekki haldið úti nema út þennan áratug og ljóst að grípa þarf til úrræða í tíma. Ýmsar lausnir eru í skoðun, m.a. meiri flokkun. Vinnu við sáttmál- ann er ekki lokið, frekari umræður við íbúa eru eftir og þeirra stofnana sem koma að gerð hans. /MÞÞ Veðrið hefur leikið við heimamenn í Norðurþingi í sumar. Norðurþing: Góð aðsókn í sundlaugar Aðsókn hefur verið einkar góð í sundlaugar Norðurþings í sumar. Veðrið hefur leikið við heima- menn og fjöldann allan af íslenskum og erlendum ferðamönnum sem sótt hafa svæðið, en þeir voru sérlega duglegir að nýta sér sundlaugarnar á góðviðrisdögum. Þrjár sundlaugar er í Norðurþingi, á Húsavík, Raufarhöfn og í Lundi. Í Lund komu yfir 3.000 gestir og á Húsavík komu 11.454 gestir, sem er met frá upphafi talninga. Í sundlauginni á Raufarhöfn var gestafjöldi á pari við síðasta sumar. /MÞÞ Kemur næst út 7. október

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.